Brynjar um Eygló: „Með súkkulaði út á báðar kinnar allt kjörtímabilið“ Atli Ísleifsson skrifar 19. ágúst 2016 10:20 Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, og Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks. Vísir/Anton/Vilhelm „Sá sem fékk þó stærsta hluta kökunnar og hefur verið með súkkulaði út á báðar kinnar allt kjörtímabilið vildi meira og gat því ekki stutt málið. Í mínu ungdæmi var þetta kallað að vera stíflaður af frekju,“ segir Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, í færslu á Facebook-síðu sinni. Vísar hann þar til ákvörðun Eyglóar Harðardóttur, félags-og húsnæðismálaráðherra, um að sitja hjá við atkvæðagreiðslu um fjármálastefnu og fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar. Segir hann að fullyrða megi að allir ráðherrar í ríkisstjórninni hefðu viljað fá í ríkisfjármálaáætlun meira fé í sína málaflokka. Eygló og Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Framsóknarflokksins, sátu hjá við afgreiðslu stjórnarfrumvarpa í gær sem vörðuðu fjármálastefnu 2017 til 2021 og fjármálaáætlun sömu ára. Bæði málin voru þó samþykkt, hið fyrra með 29 atkvæðum gegn sautján en tveir sátu hjá og hið síðara með 29 atkvæðum gegn fjórtán þar sem sex sátu hjá. Brynjar er ekki fyrsti stjórnarþingmaðurinn til að gagnrýna Eygló en Ragnheiður Ríkharðsdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, sagði ákvörðun Eyglóar um að sitja hjá ekki boðlega ráðherra í ríkisstjórn. Eygló gerði grein fyrir atkvæði sínu varðandi fjármálastefnuna: „Sú vinna sem ég hef verið að vinna hefur verið í samræmi við þann stjórnarsáttmála. Hér erum við hins vegar að tala um næsta kjörtímabil. Það liggur ekki fyrir neitt samkomulag um það með hvaða hætti á að standa að því samstarfi ef það verður og ég hef látið vita af þessum fyrirvara mínum í gegnum allt þetta mál að það sé ekki verið að huga nægilega vel að lífeyrisþegum, að barnafjölskyldum og mér þykir það leitt ég skuli ekki geta stutt þetta mál,“ sagði Eygló. Tengdar fréttir Eygló styður hvorki fjármálastefnu né fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar Eygló Harðardóttir félags-og húsnæðismálaráðherra og Þorsteinn Sæmundsson þingmaður Framsóknarflokksins sátu hjá við atkvæðagreiðslu á Alþingi í dag er greidd voru atkvæði um annars vegar fjármálastefnu 2017-2021. 18. ágúst 2016 15:56 Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Innlent „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ Innlent Fleiri fréttir Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Sjá meira
„Sá sem fékk þó stærsta hluta kökunnar og hefur verið með súkkulaði út á báðar kinnar allt kjörtímabilið vildi meira og gat því ekki stutt málið. Í mínu ungdæmi var þetta kallað að vera stíflaður af frekju,“ segir Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, í færslu á Facebook-síðu sinni. Vísar hann þar til ákvörðun Eyglóar Harðardóttur, félags-og húsnæðismálaráðherra, um að sitja hjá við atkvæðagreiðslu um fjármálastefnu og fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar. Segir hann að fullyrða megi að allir ráðherrar í ríkisstjórninni hefðu viljað fá í ríkisfjármálaáætlun meira fé í sína málaflokka. Eygló og Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Framsóknarflokksins, sátu hjá við afgreiðslu stjórnarfrumvarpa í gær sem vörðuðu fjármálastefnu 2017 til 2021 og fjármálaáætlun sömu ára. Bæði málin voru þó samþykkt, hið fyrra með 29 atkvæðum gegn sautján en tveir sátu hjá og hið síðara með 29 atkvæðum gegn fjórtán þar sem sex sátu hjá. Brynjar er ekki fyrsti stjórnarþingmaðurinn til að gagnrýna Eygló en Ragnheiður Ríkharðsdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, sagði ákvörðun Eyglóar um að sitja hjá ekki boðlega ráðherra í ríkisstjórn. Eygló gerði grein fyrir atkvæði sínu varðandi fjármálastefnuna: „Sú vinna sem ég hef verið að vinna hefur verið í samræmi við þann stjórnarsáttmála. Hér erum við hins vegar að tala um næsta kjörtímabil. Það liggur ekki fyrir neitt samkomulag um það með hvaða hætti á að standa að því samstarfi ef það verður og ég hef látið vita af þessum fyrirvara mínum í gegnum allt þetta mál að það sé ekki verið að huga nægilega vel að lífeyrisþegum, að barnafjölskyldum og mér þykir það leitt ég skuli ekki geta stutt þetta mál,“ sagði Eygló.
Tengdar fréttir Eygló styður hvorki fjármálastefnu né fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar Eygló Harðardóttir félags-og húsnæðismálaráðherra og Þorsteinn Sæmundsson þingmaður Framsóknarflokksins sátu hjá við atkvæðagreiðslu á Alþingi í dag er greidd voru atkvæði um annars vegar fjármálastefnu 2017-2021. 18. ágúst 2016 15:56 Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Innlent „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ Innlent Fleiri fréttir Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Sjá meira
Eygló styður hvorki fjármálastefnu né fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar Eygló Harðardóttir félags-og húsnæðismálaráðherra og Þorsteinn Sæmundsson þingmaður Framsóknarflokksins sátu hjá við atkvæðagreiðslu á Alþingi í dag er greidd voru atkvæði um annars vegar fjármálastefnu 2017-2021. 18. ágúst 2016 15:56