Símon Birgisson gefur kost á sér í forystusveit Samfylkingarinnar í Kraganum Birta Svavarsdóttir skrifar 19. ágúst 2016 16:29 Símon Örn Birgisson Símon Birgisson, 31 árs Hafnfirðingur, býður sig fram í 3. sæti í forvali Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Símoni í dag. Símon hefur komið víða við á íslenskum fjölmiðlum sem blaðamaður, pistlahöfundur og leiklistargagnrýnandi. Einnig var hann einn af stofnendum og síðar formaður Ungra jafnaðarmanna í Hafnarfirði. Símon er menntaður leiklistarfræðingur og hefur unnið í leikhúsum á Íslandi, Þýskalandi og í Sviss. Hann hefur tvívegis hlotið Grímuverðlaun fyrir leikrit ársins og starfar nú sem dramatúrg í Þjóðleikhúsinu. „Sterkur jafnaðarmannaflokkur er valkostur sem á að standa fólki til boða. Flokkur sem stendur vörð um hagsmuni almennings, velferðar-, mennta- og heilbrigðiskerfið. Flokkur sem ungt fólk og barnafjölskyldur geta treyst til að vernda hagsmuni kynslóðar sem upplifir skert lífskjör og skuldasöfnun.“ segir Símon í tilkynningunni. Þá segist hann ætla að leggja áherslu á að laga þann húsnæðisvanda sem blasir við ungu fólki á Íslandi í dag, sem og leggja rækt við menningu og listir. „Ég ætla að leggja mitt af mörkum verði ég kosinn til að breyta okkar kerfi þannig að ungt fólk sé ekki fast í vítahring skulda og leigu. Því miður eru margir sem gefast upp og flytja í burtu frá Íslandi og það er mikill skaði fyrir okkur sem samfélag og þjóð.“ „Menningin á það til að gleymast í pólitíkinni og fær lítið pláss í stefnuskrám stjórnmálaflokka eða framboðstilkyningum – sem er synd því í menningunni birtist sjálfsmynd okkar sem þjóðar. Menningin dregur ferðamenn til landsins, skapar störf og veitir ungu fólki tækifæri á erlendri grundu. Menningin er líka gagnrýnin, hún afhjúpar valdastéttir og hún sameinar okkur á erfiðum stundum. Hún er andleg næring sem verður ekki metin til fjár.“ „Ég veit að ég get lagt fjölmargt af mörkum þrátt fyrir að ég hafi ekki reynslu sem þingmaður. Það á heldur ekki að vera drifkraftur fólks – að sækjast eftir starfi þingmanns. Maður vill einfaldlega láta gott af sér leiða. Drifkrafturinn eru málefnin. Þegar maður sér óréttlætið og finnur hvernig kerfið bregst almenningi þá verður maður að taka til sinna mála.“ Kosningar 2016 X16 Suðvestur Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Fleiri fréttir Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Sjá meira
Símon Birgisson, 31 árs Hafnfirðingur, býður sig fram í 3. sæti í forvali Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Símoni í dag. Símon hefur komið víða við á íslenskum fjölmiðlum sem blaðamaður, pistlahöfundur og leiklistargagnrýnandi. Einnig var hann einn af stofnendum og síðar formaður Ungra jafnaðarmanna í Hafnarfirði. Símon er menntaður leiklistarfræðingur og hefur unnið í leikhúsum á Íslandi, Þýskalandi og í Sviss. Hann hefur tvívegis hlotið Grímuverðlaun fyrir leikrit ársins og starfar nú sem dramatúrg í Þjóðleikhúsinu. „Sterkur jafnaðarmannaflokkur er valkostur sem á að standa fólki til boða. Flokkur sem stendur vörð um hagsmuni almennings, velferðar-, mennta- og heilbrigðiskerfið. Flokkur sem ungt fólk og barnafjölskyldur geta treyst til að vernda hagsmuni kynslóðar sem upplifir skert lífskjör og skuldasöfnun.“ segir Símon í tilkynningunni. Þá segist hann ætla að leggja áherslu á að laga þann húsnæðisvanda sem blasir við ungu fólki á Íslandi í dag, sem og leggja rækt við menningu og listir. „Ég ætla að leggja mitt af mörkum verði ég kosinn til að breyta okkar kerfi þannig að ungt fólk sé ekki fast í vítahring skulda og leigu. Því miður eru margir sem gefast upp og flytja í burtu frá Íslandi og það er mikill skaði fyrir okkur sem samfélag og þjóð.“ „Menningin á það til að gleymast í pólitíkinni og fær lítið pláss í stefnuskrám stjórnmálaflokka eða framboðstilkyningum – sem er synd því í menningunni birtist sjálfsmynd okkar sem þjóðar. Menningin dregur ferðamenn til landsins, skapar störf og veitir ungu fólki tækifæri á erlendri grundu. Menningin er líka gagnrýnin, hún afhjúpar valdastéttir og hún sameinar okkur á erfiðum stundum. Hún er andleg næring sem verður ekki metin til fjár.“ „Ég veit að ég get lagt fjölmargt af mörkum þrátt fyrir að ég hafi ekki reynslu sem þingmaður. Það á heldur ekki að vera drifkraftur fólks – að sækjast eftir starfi þingmanns. Maður vill einfaldlega láta gott af sér leiða. Drifkrafturinn eru málefnin. Þegar maður sér óréttlætið og finnur hvernig kerfið bregst almenningi þá verður maður að taka til sinna mála.“
Kosningar 2016 X16 Suðvestur Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Fleiri fréttir Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Sjá meira