Tilkynnt um minnst tvö kynferðisbrot á Þjóðhátíð Jakob Bjarnar og Jóhann Óli Eiðsson skrifa 1. ágúst 2016 15:49 Bæði tilfellin áttu sér stað í Herjólfsdal. Vísir/Óskar P. Friðriksson Minnst tvö kynferðisbrot hafa verið tilkynnt á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. Í öðru málanna var síðar gengið í skrokk á meintum geranda og hann fluttur úr Herjólfsdal á börum og sendur með sjúkraflugi á Landsspítalann. Þetta hefur Vísir eftir áreiðanlegum heimildum og eru allmörg vitni að því. Þetta mun hafa verið á laugardagskvöldinu og átti atvikið sér stað í Dalnum. Í nótt var svo í það minnsta eitt tilvik sem var tilkynnt og kom það mál til kasta heilsugæslustöðvarinnar í Eyjum. Það mál mun einnig hafa komið upp í Herjólfsdal. Ómögulegt hefur reynst að fá þessi tilvik staðfest frá þar til bærum yfirvöldum vegna yfirlýstrar stefnu Páleyjar Borgþórsdóttur lögreglustjórans í Vestmannaeyjum; en hún gaf út fyrir hátíðina að lögreglan í Vestmannaeyjum myndi ekki tjá sig um atvik af þessu tagi. Að auki tjáði neyðarmóttaka Landspítalans fyrir þolendur kynferðisbrota sig ekki um það hvort brot hefði komið inn á þeirra borð frá Vestmannaeyjum. Stefna embættisins í ár er sú sama og í fyrra. Málið vakti upp mikil viðbrögð þá og gerði það einnig nú. Mikla athygli vakti þegar hópur tónlistarmanna tilkynnti að þeir myndu ekki koma fram á Þjóðhátíð í Eyjum í ár nema stefnubreyting yrði í þeim efnum, og að samræmd yrði upplýsingagjöf frá lögregluembættunum. Eftir fund með Elliða Vignissyni bæjarstjóra í Eyjum sendu þeir frá sér yfirlýsingu þess efnis að þeir kæmu fram ef svo yrði. Áður hefur verið sagt frá því að minnst fjögur kynferðisbrot hafi átt sér stað um helgina, þar af þrjú í Reykjavík. Í tilkynningu frá lögreglunni í Vestmannaeyjum kemur fram að nóttin hafi verið róleg framan af en þegar tók að síga á síðari hluta hennar hafi þurft að sinna mörgum útköllum. Alls gistu fimm fangageymslur vegna ýmissa mála. Þrjár líkamsárásir voru kærðar í gær en þar af er ein alvarleg. Alls voru þrettán líkamsárásir kærðar á hátíðinni. Í einu tilviki var um að ræða heimilisofbeldi en tvær líkamsárásir töldust alvarlegar. Níu fíkniefnamál komu upp í gær í Eyjum samanborið við fimmtán í fyrrakvöld. Haldlögð efni í gær voru amfetamín, kókaín, kannabis og E-töflur. Um neysluskammta er að ræða. Lögreglan telur að fimmtánþúsund gestir hafi heimsótt hátíðina þegar mest var. Tengdar fréttir Tvö kynferðisbrot tilkynnt í Reykjavík og mennirnir í Eyjum látnir lausir Mennirnir tveir, sem handteknir voru í tengslum við stærsta fíkniefnamál í sögu Þjóðhátíðar, hafa verið látnir lausir. Engin svör fengust um kynferðisbrot á hátíðinni. 30. júlí 2016 23:08 Páley stendur föst á sinni afstöðu Fundaði með hljómsveitunum í gær og útskýrði afstöðu sína. Málið virðist vera stefna í pattstöðu. 22. júlí 2016 11:47 Hljómsveitirnar funda með Þjóðhátíðarnefnd Krafa sveitanna er að lögregluyfirvöld í Vestmannaeyjum temji sér þau vinnubrögð sem Landsspítalinn og Stígamót telji vera æskilegust. 22. júlí 2016 13:33 Yfirlýsing frá Páleyju: Hvetur til umræðu um þann stóra samfélagslega vanda sem kynferðislegt ofbeldi er Lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum segir að allar upplýsingar verði veittar um leið og talið er að það skaði hvorki rannsóknarhagsmuni né velferð brotaþola 21. júlí 2016 11:48 Tíu nauðganir tilkynntar síðustu tvær vikur Sex manns leituðu á neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisbrota í síðustu viku og fjórir vikuna þar á undan. 27. júlí 2016 13:00 Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Fleiri fréttir Kemur til greina að sækjast eftir sæti Einars Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Sjá meira
Minnst tvö kynferðisbrot hafa verið tilkynnt á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. Í öðru málanna var síðar gengið í skrokk á meintum geranda og hann fluttur úr Herjólfsdal á börum og sendur með sjúkraflugi á Landsspítalann. Þetta hefur Vísir eftir áreiðanlegum heimildum og eru allmörg vitni að því. Þetta mun hafa verið á laugardagskvöldinu og átti atvikið sér stað í Dalnum. Í nótt var svo í það minnsta eitt tilvik sem var tilkynnt og kom það mál til kasta heilsugæslustöðvarinnar í Eyjum. Það mál mun einnig hafa komið upp í Herjólfsdal. Ómögulegt hefur reynst að fá þessi tilvik staðfest frá þar til bærum yfirvöldum vegna yfirlýstrar stefnu Páleyjar Borgþórsdóttur lögreglustjórans í Vestmannaeyjum; en hún gaf út fyrir hátíðina að lögreglan í Vestmannaeyjum myndi ekki tjá sig um atvik af þessu tagi. Að auki tjáði neyðarmóttaka Landspítalans fyrir þolendur kynferðisbrota sig ekki um það hvort brot hefði komið inn á þeirra borð frá Vestmannaeyjum. Stefna embættisins í ár er sú sama og í fyrra. Málið vakti upp mikil viðbrögð þá og gerði það einnig nú. Mikla athygli vakti þegar hópur tónlistarmanna tilkynnti að þeir myndu ekki koma fram á Þjóðhátíð í Eyjum í ár nema stefnubreyting yrði í þeim efnum, og að samræmd yrði upplýsingagjöf frá lögregluembættunum. Eftir fund með Elliða Vignissyni bæjarstjóra í Eyjum sendu þeir frá sér yfirlýsingu þess efnis að þeir kæmu fram ef svo yrði. Áður hefur verið sagt frá því að minnst fjögur kynferðisbrot hafi átt sér stað um helgina, þar af þrjú í Reykjavík. Í tilkynningu frá lögreglunni í Vestmannaeyjum kemur fram að nóttin hafi verið róleg framan af en þegar tók að síga á síðari hluta hennar hafi þurft að sinna mörgum útköllum. Alls gistu fimm fangageymslur vegna ýmissa mála. Þrjár líkamsárásir voru kærðar í gær en þar af er ein alvarleg. Alls voru þrettán líkamsárásir kærðar á hátíðinni. Í einu tilviki var um að ræða heimilisofbeldi en tvær líkamsárásir töldust alvarlegar. Níu fíkniefnamál komu upp í gær í Eyjum samanborið við fimmtán í fyrrakvöld. Haldlögð efni í gær voru amfetamín, kókaín, kannabis og E-töflur. Um neysluskammta er að ræða. Lögreglan telur að fimmtánþúsund gestir hafi heimsótt hátíðina þegar mest var.
Tengdar fréttir Tvö kynferðisbrot tilkynnt í Reykjavík og mennirnir í Eyjum látnir lausir Mennirnir tveir, sem handteknir voru í tengslum við stærsta fíkniefnamál í sögu Þjóðhátíðar, hafa verið látnir lausir. Engin svör fengust um kynferðisbrot á hátíðinni. 30. júlí 2016 23:08 Páley stendur föst á sinni afstöðu Fundaði með hljómsveitunum í gær og útskýrði afstöðu sína. Málið virðist vera stefna í pattstöðu. 22. júlí 2016 11:47 Hljómsveitirnar funda með Þjóðhátíðarnefnd Krafa sveitanna er að lögregluyfirvöld í Vestmannaeyjum temji sér þau vinnubrögð sem Landsspítalinn og Stígamót telji vera æskilegust. 22. júlí 2016 13:33 Yfirlýsing frá Páleyju: Hvetur til umræðu um þann stóra samfélagslega vanda sem kynferðislegt ofbeldi er Lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum segir að allar upplýsingar verði veittar um leið og talið er að það skaði hvorki rannsóknarhagsmuni né velferð brotaþola 21. júlí 2016 11:48 Tíu nauðganir tilkynntar síðustu tvær vikur Sex manns leituðu á neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisbrota í síðustu viku og fjórir vikuna þar á undan. 27. júlí 2016 13:00 Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Fleiri fréttir Kemur til greina að sækjast eftir sæti Einars Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Sjá meira
Tvö kynferðisbrot tilkynnt í Reykjavík og mennirnir í Eyjum látnir lausir Mennirnir tveir, sem handteknir voru í tengslum við stærsta fíkniefnamál í sögu Þjóðhátíðar, hafa verið látnir lausir. Engin svör fengust um kynferðisbrot á hátíðinni. 30. júlí 2016 23:08
Páley stendur föst á sinni afstöðu Fundaði með hljómsveitunum í gær og útskýrði afstöðu sína. Málið virðist vera stefna í pattstöðu. 22. júlí 2016 11:47
Hljómsveitirnar funda með Þjóðhátíðarnefnd Krafa sveitanna er að lögregluyfirvöld í Vestmannaeyjum temji sér þau vinnubrögð sem Landsspítalinn og Stígamót telji vera æskilegust. 22. júlí 2016 13:33
Yfirlýsing frá Páleyju: Hvetur til umræðu um þann stóra samfélagslega vanda sem kynferðislegt ofbeldi er Lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum segir að allar upplýsingar verði veittar um leið og talið er að það skaði hvorki rannsóknarhagsmuni né velferð brotaþola 21. júlí 2016 11:48
Tíu nauðganir tilkynntar síðustu tvær vikur Sex manns leituðu á neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisbrota í síðustu viku og fjórir vikuna þar á undan. 27. júlí 2016 13:00