Innlent

Tvö kynferðisbrot tilkynnt í Reykjavík og mennirnir í Eyjum látnir lausir

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Nokkur erill hefur verið hjá lögregluembættum landsins það sem af er helgi.
Nokkur erill hefur verið hjá lögregluembættum landsins það sem af er helgi. Vísir/Pjetur
Mennirnir tveir sem handteknir voru í Vestmannaeyjum í gær, grunaðir um að ætla að selja mikið magn fíkniefna, hafa verið látnir lausir úr haldi. Þetta kemur fram í frétt á vef Morgunblaðsins.

Líkt og áður hefur komið fram í dag er um að ræða eitt stærsta fíkniefnabrot í sögu Þjóðhátíðar. Um hundrað grömm fundust af kókaíni og annað eins af amfetamíni auk 180 e-taflna. Til samanburðar má benda á að þetta er meira magn en var gert upptækt á allri hátíðinni í fyrra.

„Þetta er tekið og haldlagt um hálf níu í gærkvöldi. Þetta átti að fara í dreifingu væntanlega inni á hátíðarsvæðinu, þannig að við erum gríðarlega ánægð með það að hafa náð því að haldleggja þetta og koma þannig í veg fyrir að þetta hafi komist í umferð,“ sagði Páley Borgþórsdóttir, lögreglustjóri í Vestmannaeyjum, í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Líkt og gefið hafði verið út fyrir hátíðina gaf lögreglan í Vestmannaeyjum ekki upp hvort tilkynnt hefði verið um kynferðisbrot það sem af er helgi. Í frétt á vef Ríkisútvarpsins kemur fram að í Reykjavík hafi verið tilkynnt um tvö kynferðisbrot en engar upplýsingar hafi fengist frá öðrum embættum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×