Leið eins og rokkstjörnu á Sólheimum Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 4. ágúst 2016 07:00 Guðni, Eliza og Pétur Sveinbjarnarson fá sér lambakjöt og grænmeti af grillinu. vísir/gva Guðni Th. Jóhannesson forseti og Eliza Reid forsetafrú heimsóttu Sólheima í gær. Kynntust þau þar hverfinu, íbúum þess og þeirri starfsemi sem þar fer fram. Heimsóknin var sú fyrsta hjá forsetahjónunum en Guðni tók við embætti á mánudag.Reynir Pétur Steinunnarson heldur á íslenska fánanum á meðan tekið er á móti Guðna og Elizu.vísir/gvaFánar voru á lofti og íbúar höfðu stillt sér upp sitt hvorum megin við gangstéttina þegar forsetann bar að garði. Forsetahjónin heilsuðu öllum og héldu þaðan í Sesseljuhús þar sem Pétur Sveinbjarnarson, stjórnarformaður Sólheima, flutti fyrirlestur um samfélagið sjálfbæra. Þá skoðuðu forsetahjónin einnig listaverk, gróðurhús og margt fleira. Þegar fjöldi manns vildi taka myndir af sér með Guðna sagði hann að sér liði eins og rokkstjörnu. Reynir Pétur Steinunnarson, íbúi og starfsmaður garðyrkjustöðvarinnar Sunnu, segir að sér lítist einkar vel á Guðna og Elizu. „Þetta er mikill heiður. Þetta er fyrsta opinbera heimsóknin,“ segir Reynir Pétur. Pétur Sveinbjarnarson sýnir Elizu og Guðna listaverk eftir íbúa.Þeir Pétur og Guðmundur Ármann Pétursson, framkvæmdastjóri Sólheima, segjast einkar ánægðir með að Sólheimar séu fyrsti staðurinn sem forsetinn heimsækir. „Þetta gefur birtu inn í hjartað,“ segir Guðmundur og bætir því við að heimsóknin sé mikill heiður. Guðni segir sjálfur að heimsóknin hafi verið skipulögð stuttu eftir að hann náði kjöri. „Mig langaði til þess að fara hingað. Ég vildi vekja athygli á því góða starfi sem er unnið hérna og ég vissi að hvert sem maður fer í þessu embætti, þá vekur það athygli,“ segir Guðni. Hann segir margt mega læra af samfélaginu á Sólheimum.Valdimar Ingi Guðmundsson, forstöðumaður garðyrkjustöðvarinnar Sunnu, sýnir Guðna og Elizu tómata. Um átján tonn eru framleidd af tómötum þar ár hvert.„Samhjálp og sjálfbærni. Þetta eru stundum innantómir frasar en hér sjáum við hvað hægt er að gera í verki,“ segir Guðni. Hann segist vilja leggja sitt af mörkum í baráttunni fyrir umhverfisvernd en hann breyti engu einn síns liðs. Sjálfbærni segist hann vilja auka í okkar samfélagi og samhjálpina einnig. „Hér eru eru íbúar sem þurfa á smá aðstoð að halda til þess að líða vel og til þess að ná að sýna hvað í þeim býr og hér er fólk sem er boðið og búið til að aðstoða við það. Hér sjáum við í verki hvað hægt er að gera þegar við stöndum saman.“ Guðni segir fleiri heimsóknir á hina ýmsu staði, sem og móttökur gesta, á döfinni. „Svo kemur pólitíkin líka og setur svip sinn á atburðarásina frá degi til dags,“ segir hann. Aðspurður hvort kosið verði í haust segir Guðni: „Kosið í haust, miðað við það sem allir hafa sagt frá því í vor, eða nánast allir.“ Þessi frétt birtist upphaflega í Fréttablaðinu. Að neðan má sjá svipmyndir frá heimsókn forsetahjónanna úr kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Fleiri fréttir „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Sjá meira
Guðni Th. Jóhannesson forseti og Eliza Reid forsetafrú heimsóttu Sólheima í gær. Kynntust þau þar hverfinu, íbúum þess og þeirri starfsemi sem þar fer fram. Heimsóknin var sú fyrsta hjá forsetahjónunum en Guðni tók við embætti á mánudag.Reynir Pétur Steinunnarson heldur á íslenska fánanum á meðan tekið er á móti Guðna og Elizu.vísir/gvaFánar voru á lofti og íbúar höfðu stillt sér upp sitt hvorum megin við gangstéttina þegar forsetann bar að garði. Forsetahjónin heilsuðu öllum og héldu þaðan í Sesseljuhús þar sem Pétur Sveinbjarnarson, stjórnarformaður Sólheima, flutti fyrirlestur um samfélagið sjálfbæra. Þá skoðuðu forsetahjónin einnig listaverk, gróðurhús og margt fleira. Þegar fjöldi manns vildi taka myndir af sér með Guðna sagði hann að sér liði eins og rokkstjörnu. Reynir Pétur Steinunnarson, íbúi og starfsmaður garðyrkjustöðvarinnar Sunnu, segir að sér lítist einkar vel á Guðna og Elizu. „Þetta er mikill heiður. Þetta er fyrsta opinbera heimsóknin,“ segir Reynir Pétur. Pétur Sveinbjarnarson sýnir Elizu og Guðna listaverk eftir íbúa.Þeir Pétur og Guðmundur Ármann Pétursson, framkvæmdastjóri Sólheima, segjast einkar ánægðir með að Sólheimar séu fyrsti staðurinn sem forsetinn heimsækir. „Þetta gefur birtu inn í hjartað,“ segir Guðmundur og bætir því við að heimsóknin sé mikill heiður. Guðni segir sjálfur að heimsóknin hafi verið skipulögð stuttu eftir að hann náði kjöri. „Mig langaði til þess að fara hingað. Ég vildi vekja athygli á því góða starfi sem er unnið hérna og ég vissi að hvert sem maður fer í þessu embætti, þá vekur það athygli,“ segir Guðni. Hann segir margt mega læra af samfélaginu á Sólheimum.Valdimar Ingi Guðmundsson, forstöðumaður garðyrkjustöðvarinnar Sunnu, sýnir Guðna og Elizu tómata. Um átján tonn eru framleidd af tómötum þar ár hvert.„Samhjálp og sjálfbærni. Þetta eru stundum innantómir frasar en hér sjáum við hvað hægt er að gera í verki,“ segir Guðni. Hann segist vilja leggja sitt af mörkum í baráttunni fyrir umhverfisvernd en hann breyti engu einn síns liðs. Sjálfbærni segist hann vilja auka í okkar samfélagi og samhjálpina einnig. „Hér eru eru íbúar sem þurfa á smá aðstoð að halda til þess að líða vel og til þess að ná að sýna hvað í þeim býr og hér er fólk sem er boðið og búið til að aðstoða við það. Hér sjáum við í verki hvað hægt er að gera þegar við stöndum saman.“ Guðni segir fleiri heimsóknir á hina ýmsu staði, sem og móttökur gesta, á döfinni. „Svo kemur pólitíkin líka og setur svip sinn á atburðarásina frá degi til dags,“ segir hann. Aðspurður hvort kosið verði í haust segir Guðni: „Kosið í haust, miðað við það sem allir hafa sagt frá því í vor, eða nánast allir.“ Þessi frétt birtist upphaflega í Fréttablaðinu. Að neðan má sjá svipmyndir frá heimsókn forsetahjónanna úr kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Fleiri fréttir „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Sjá meira