Innlent

Stjórnarmyndun gæti reynst Pírötum erfið

Sæunn Gísladóttir skrifar
Helgi Hrafn Jónsson og Birgitta Jónsdóttir eru tveir af þremur þingmönnum Pírata.
Helgi Hrafn Jónsson og Birgitta Jónsdóttir eru tveir af þremur þingmönnum Pírata. Vísir/Vilhelm
Stjórnarmyndunarviðræður gætu reynst erfiðar að loknum þingkosningum í haust. Píratar, sem yrðu í vænlegri stöðu samkvæmt könnunum, leggja áherslu á stutt þing. Ef þeir halda kröfunni til streitu gætu þeir setið uppi með illleysanlegt verkefni við stjórnarmyndun, að mati Grétars Þórs Eyþórssonar, prófessors í stjórnmálafræði við Háskólann á Akureyri.

Mbl.is greindi frá því í gær að formenn Samfylkingarinnar og Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs tækju ekki undir hugmyndir Pírata um að næsta kjörtímabil verði stutt. 

Í síðustu viku útilokaði forystufólk Pírata, Vinstri grænna og Samfylkingar samstarf við Sjálfstæðisflokkinn eftir næstu kosningar. Grétar segir að í ljósi þessarar stöðu gæti það tekið talsverðan tíma að mynda ríkisstjórn eftir þingkosningarnar.

Grétar bendir á að stjórnarflokkarnir hafi ekki styrk í áframhaldandi samstarf. „Síðan er stjórnarandstaðan búin að segja að hún vilji ekki mynda stjórn með núverandi stjórnarflokkum. Sagan segir okkur að menn hafi á endanum farið út í ýmsar málamiðlanir þegar í nauðirnar hefur rekið, þannig að ég veit ekki hvort það muni halda alla leið þær yfirlýsingar ef að svo færi.“

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu


Tengdar fréttir

Nærri níutíu vilja á þing fyrir Pírata

Píratar hafa ákveðið að halda sameiginlegt prófkjör fyrir allt höfuðborgarsvæðið. Þriðjungur þeirra sem hafa þegar gefið kost á sér í prófkjörinu eru konur. Nærri níutíu manns hafa gefið kost á sér og framkvæmdastjóri hreyfin




Fleiri fréttir

Sjá meira


×