Erlent

Leggja blátt bann við Pokémon Go

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Ekki er hægt að eltast við Pokémon-a í Íran.
Ekki er hægt að eltast við Pokémon-a í Íran. Vísir/Getty
Yfirvöld í Íran hafa lagt blátt við hinum gríðarlega vinsæla snjallsímaleik Pokémon Go vegna óskilgreindra öryggisástæðna. Ákvörðunin var tekin af sérstöku ráði sem fer með eftirlit með hinum stafræna heimi í Íran.

Íran er fyrsta ríkið sem bannar leikinn vinsæla alfarið en indónesískum lögregluþjónum hefur einnig verið bannað að spila leikinn á meðan þeir eru í vinnunni. Fregnir herma að yfirvöld í Íran hafi beðið með að banna leikinn á meðan þeir könnuðu hvort að framleiðendur leiksins væru tilbúnir til þess að starfa með írönskum yfirvöldum.

Pokémon Go er vinsælasti snjallsímaleikur heims um þessar mundir, en þar geta notendur veitt svokallaða Pokémona. Pokémon spil, tölvuleikir, sjónvarpsþættir og kvikmyndir nutu mikilla vinsælda í lok 20. aldarinnnar, og er leikurinn vinsæll meðal ungra sem og aldinna, sem muna eftir Pokémon úr æsku sinni.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×