Engir Pokémonar í Ólympíuþorpinu: „Að öðru leyti er þetta magnað“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 27. júlí 2016 15:30 Pikachu og félagar verða ekki í Ríó að horfa á Ólympíuleikana. vísir/getty/nintendo Eins og kom fram á Vísi fyrr í vikunni eru Ólympíuliðin ekki sátt með aðstæður í Ólympíuþorpinu þar sem íþróttamennirnir, þjálfarar og fararstjórar munu gista á meðan leikunum stendur í Ríó. Ástralar eru sérstaklega óánægðir og segja klósettin stífluð í íbúðum íþróttamannanna og þá leka pípur og berir rafmagnsvírar sjást hér og þar. Borgarstjóranum í Ríó var ekkert skemmt yfir þessu „væli“ Ástrala og sagði ekki bara að Ólympíuþorp Brasilíumanna væri fallegra en þorpið í Sydney árið 2000, heldur ætlaði hann að setja kengúru fyrir utan hjá þeim svo liði eins og heima hjá sér. Bandaríska dýfingakonan Abby Johnston, sem vann til silfurverðlauna í samhæfðum dýfingum af þriggja metra palli í London fyrir fjórum árum, er líka ósátt en hennar vandamál tengist ekki húsnæðinu í þorpinu.Want to know the worst thing about the Olympic village? No @PokemonGoApp. Otherwise, it's incredible. — Abby Johnston (@AbbyLJohnston) July 26, 2016 Johnston er bara brjáluð yfir því að hún getur ekki veitt Pokémona í Ólympíuþorpinu og segir á Twitter-síðu sinni: „Viljið þið vita hvað er það versta við Ólympíuþorpið? Ekkert Pokémon Go. Að öðru leyti er þetta magnað.“ Þó Brasilíumenn og mótshaldarar í Ríó þurfi, að því virðist, að hysja upp um sig brækurnar þegar kemur að húsasmíðinni er ekki hægt að kenna þeim um Pokémon-leysið í þorpinu. Brasilía er nefnilega eitt þeirra landa sem getur ekki enn náð í Pokémon Go smáforritið. Kannski drífur Nintendo sig í að opna það fyrir brasilískan markað þar sem Ólympíuleikarnir hefjast í Ríó 5. ágúst. Eitthvað þurfa íþróttamennirnir nú að gera í frítíma sínum. Ólympíuleikar 2016 í Ríó Pokemon Go Mest lesið Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Tottenham vann Evrópudeildina Fótbolti Sveindís til félags í eigu stórstjarna Fótbolti Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Körfubolti Guardiola hótar að hætta Enski boltinn Gunnar Nelson fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“ Sport Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Fótbolti Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Íslenski boltinn Shaq segist hundrað prósent Körfubolti Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Fótbolti Fleiri fréttir „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Amorim vildi ekki ræða framtíðina „Okkur er alveg sama núna“ Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Tottenham vann Evrópudeildina Shaq segist hundrað prósent Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Tíu ára fór holu í höggi í Eyjum Sveindís til félags í eigu stórstjarna Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi NFL-stjörnur með á ÓL í LA Vázquez víkur fyrir Trent Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Bellingham þarf að fara í aðgerð Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Yamal tekur við tíunni hjá Barcelona Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Gunnar Nelson fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“ Þruman skellti í lás og tók forystuna Þjálfar enn í skugga réttarhaldanna Guardiola hótar að hætta „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ Dagskráin í dag: Oddaleikur á Króknum og fleiri úrslitaleikir „Verð aldrei trúður“ „Manchester er heima“ Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum Sjá meira
Eins og kom fram á Vísi fyrr í vikunni eru Ólympíuliðin ekki sátt með aðstæður í Ólympíuþorpinu þar sem íþróttamennirnir, þjálfarar og fararstjórar munu gista á meðan leikunum stendur í Ríó. Ástralar eru sérstaklega óánægðir og segja klósettin stífluð í íbúðum íþróttamannanna og þá leka pípur og berir rafmagnsvírar sjást hér og þar. Borgarstjóranum í Ríó var ekkert skemmt yfir þessu „væli“ Ástrala og sagði ekki bara að Ólympíuþorp Brasilíumanna væri fallegra en þorpið í Sydney árið 2000, heldur ætlaði hann að setja kengúru fyrir utan hjá þeim svo liði eins og heima hjá sér. Bandaríska dýfingakonan Abby Johnston, sem vann til silfurverðlauna í samhæfðum dýfingum af þriggja metra palli í London fyrir fjórum árum, er líka ósátt en hennar vandamál tengist ekki húsnæðinu í þorpinu.Want to know the worst thing about the Olympic village? No @PokemonGoApp. Otherwise, it's incredible. — Abby Johnston (@AbbyLJohnston) July 26, 2016 Johnston er bara brjáluð yfir því að hún getur ekki veitt Pokémona í Ólympíuþorpinu og segir á Twitter-síðu sinni: „Viljið þið vita hvað er það versta við Ólympíuþorpið? Ekkert Pokémon Go. Að öðru leyti er þetta magnað.“ Þó Brasilíumenn og mótshaldarar í Ríó þurfi, að því virðist, að hysja upp um sig brækurnar þegar kemur að húsasmíðinni er ekki hægt að kenna þeim um Pokémon-leysið í þorpinu. Brasilía er nefnilega eitt þeirra landa sem getur ekki enn náð í Pokémon Go smáforritið. Kannski drífur Nintendo sig í að opna það fyrir brasilískan markað þar sem Ólympíuleikarnir hefjast í Ríó 5. ágúst. Eitthvað þurfa íþróttamennirnir nú að gera í frítíma sínum.
Ólympíuleikar 2016 í Ríó Pokemon Go Mest lesið Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Tottenham vann Evrópudeildina Fótbolti Sveindís til félags í eigu stórstjarna Fótbolti Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Körfubolti Guardiola hótar að hætta Enski boltinn Gunnar Nelson fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“ Sport Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Fótbolti Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Íslenski boltinn Shaq segist hundrað prósent Körfubolti Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Fótbolti Fleiri fréttir „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Amorim vildi ekki ræða framtíðina „Okkur er alveg sama núna“ Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Tottenham vann Evrópudeildina Shaq segist hundrað prósent Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Tíu ára fór holu í höggi í Eyjum Sveindís til félags í eigu stórstjarna Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi NFL-stjörnur með á ÓL í LA Vázquez víkur fyrir Trent Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Bellingham þarf að fara í aðgerð Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Yamal tekur við tíunni hjá Barcelona Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Gunnar Nelson fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“ Þruman skellti í lás og tók forystuna Þjálfar enn í skugga réttarhaldanna Guardiola hótar að hætta „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ Dagskráin í dag: Oddaleikur á Króknum og fleiri úrslitaleikir „Verð aldrei trúður“ „Manchester er heima“ Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum Sjá meira