Hreiðar Már hefur kært starfsmenn sérstaks saksóknara Birgir Olgeirsson skrifar 7. ágúst 2016 20:07 Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings. Vísir/GVA Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, hefur kært starfsmenn sérstaks saksóknara til ríkissaksóknara fyrir að hafa leynt gögnum sem Hreiðar Már segir að hafi sannað sakleysi sitt í máli þar sem hann var sýknaður.Frá þessu var greint í kvöldfréttum Sjónvarpsins en með dómsúrskurði í desember í fyrra fékk Hreiðar Már aðgang að tölvuskeytum sem lögregla hafði lagt hald á úr tölvukerfi Kaupþings, en áður hafði saksóknari aðeins veitt sakborningum í dómsmálum tengdum Kaupþingi aðgang að gögnum sem saksóknari lagði sjálfur fram í dómi. Í janúar síðastliðnum var Hreiðar Már, ásamt Sigurði Einarssyni, fyrrverandi stjórnarformanni Kaupþings, og Magnúsi Guðmundssyni, sýknaður í héraðsdómi af ákæru um að hafa samþykkt að lána Tortóla-félögum í eigu Ólafs Ólafsson, Karenar Millen og fleiri viðskiptavin samtals hátt í 70 milljarða króna rétt fyrir bankahrunið árið 2008. Í kvöldfréttum RÚV kom fram að vísað var til skeytanna sem Hreiðar Már fékk með dómsúrskurði í forsendum sýknudómsins en í skeytunum kom fram að tryggingar hafi verið fyrir lánunum, andstætt því sem haldið var fram í ákæru. Ríkissaksóknari hefur áfrýjað sýknudómnum til Hæstaréttar. Hreiðar Már afplánar dóm í Al Thani-málinu á Vernd en hefur verið sakfelldur í tveimur öðrum málum til viðbótar sem hann hefur áfrýjað til Hæstaréttar. Markaðsmisnotkun Kaupþings Mest lesið „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Erlent Eftirlýstur náðist á nöglunum Innlent Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Erlent Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Innlent Róbert sá þriðji til að aðstoða Heiðu á rúmu hálfu ári Innlent Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Erlent Geti reynst ógn við öryggi allra barna Innlent Fleiri fréttir Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Ívar leiðir frekari uppbyggingu Húseigendafélagsins Börnum á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík fækkar milli ára Viðreisn dalar en annars lítil hreyfing á fylgi flokka Róbert sá þriðji til að aðstoða Heiðu á rúmu hálfu ári „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Eftirlýstur náðist á nöglunum Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Geti reynst ógn við öryggi allra barna Mikil ánægja hjá ferðamönnum með alla aðstöðu í Skaftafelli Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Stórbætt afkoma öryrkja og „niðurlægjandi“ ástand Mjóddarinnar Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Sjá meira
Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, hefur kært starfsmenn sérstaks saksóknara til ríkissaksóknara fyrir að hafa leynt gögnum sem Hreiðar Már segir að hafi sannað sakleysi sitt í máli þar sem hann var sýknaður.Frá þessu var greint í kvöldfréttum Sjónvarpsins en með dómsúrskurði í desember í fyrra fékk Hreiðar Már aðgang að tölvuskeytum sem lögregla hafði lagt hald á úr tölvukerfi Kaupþings, en áður hafði saksóknari aðeins veitt sakborningum í dómsmálum tengdum Kaupþingi aðgang að gögnum sem saksóknari lagði sjálfur fram í dómi. Í janúar síðastliðnum var Hreiðar Már, ásamt Sigurði Einarssyni, fyrrverandi stjórnarformanni Kaupþings, og Magnúsi Guðmundssyni, sýknaður í héraðsdómi af ákæru um að hafa samþykkt að lána Tortóla-félögum í eigu Ólafs Ólafsson, Karenar Millen og fleiri viðskiptavin samtals hátt í 70 milljarða króna rétt fyrir bankahrunið árið 2008. Í kvöldfréttum RÚV kom fram að vísað var til skeytanna sem Hreiðar Már fékk með dómsúrskurði í forsendum sýknudómsins en í skeytunum kom fram að tryggingar hafi verið fyrir lánunum, andstætt því sem haldið var fram í ákæru. Ríkissaksóknari hefur áfrýjað sýknudómnum til Hæstaréttar. Hreiðar Már afplánar dóm í Al Thani-málinu á Vernd en hefur verið sakfelldur í tveimur öðrum málum til viðbótar sem hann hefur áfrýjað til Hæstaréttar.
Markaðsmisnotkun Kaupþings Mest lesið „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Erlent Eftirlýstur náðist á nöglunum Innlent Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Erlent Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Innlent Róbert sá þriðji til að aðstoða Heiðu á rúmu hálfu ári Innlent Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Erlent Geti reynst ógn við öryggi allra barna Innlent Fleiri fréttir Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Ívar leiðir frekari uppbyggingu Húseigendafélagsins Börnum á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík fækkar milli ára Viðreisn dalar en annars lítil hreyfing á fylgi flokka Róbert sá þriðji til að aðstoða Heiðu á rúmu hálfu ári „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Eftirlýstur náðist á nöglunum Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Geti reynst ógn við öryggi allra barna Mikil ánægja hjá ferðamönnum með alla aðstöðu í Skaftafelli Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Stórbætt afkoma öryrkja og „niðurlægjandi“ ástand Mjóddarinnar Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Sjá meira