Innlent

Almenningur er boðinn velkominn á Austurvöll við embættistöku nýs forseta

Atli Ísleifsson skrifar
Guðni Th. Jóhannesson.
Guðni Th. Jóhannesson. Vísir/Ernir

Athöfn vegna embættistöku forseta Íslands fer fram í Dómkirkjunni og Alþingishúsinu mánudaginn 1. ágúst og hefst dagskrá klukkan 15.30.

Í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu segir að Ríkisútvarpið verði með beina útvarpssendingu frá athöfninni í kirkju og beina sjónvarpsútsendingu frá athöfninni í þinghúsi.

„Útsendingunni verður varpað út á Austurvöll og verður sérstakur skjár settur upp svo þeir sem þar eru staddir geti fylgst með því sem fram fer.

Almenningur er boðinn velkominn á Austurvöll til að fylgjast með athöfninni og fagna nýjum forseta,“ segir í tilkynningunni.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.