Sjö af níu umdæmum svara fjölmiðlum Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 20. júlí 2016 07:00 Upplýsingagjöf um tilkynnt kynferðisafbrot eftir lögregluumdæmum Öll lögregluumdæmin fyrir utan tvö hafa þær verklagsreglur að upplýsa fjölmiðla um fjölda kynferðisbrota sem tilkynnt hafa verið til lögreglu ef óskað er eftir því. Einungis á Suðurlandi og í Vestmannaeyjum er upplýsingunum haldið frá fjölmiðlum þar til lögregla metur tímabært að gefa þær upp. Í Fréttablaðinu í gær var sagt frá því að lögreglan í Vestmannaeyjum myndi ekki upplýsa fjölmiðla jafnóðum um tilkynnt kynferðisbrot á Þjóðhátíð. Upplýst verði um brotin þegar lögreglan telur það tímabært. Páley Borgþórsdóttir lögreglustjóri sagði þetta gert til að tryggja rannsóknarhagsmuni og velferð brotaþola þessa helgi, og gildi þá einu hver vilji fjölmiðla sé.Sé ekki almannahætta Í samtali við fréttastofu sagði Páley að tilkynnt væri um fjölda fíkniefnamála og líkamsárása á almannafæri enda væri um almannahættu að ræða. Það ætti yfirleitt ekki við um kynferðisafbrot. „Flest þessara brota eiga sér stað á milli tveggja einstaklinga í lokuðum rýmum þangað sem fólk fer yfirleitt sjálfviljugt. Það er bara staðreyndin,“ sagði Páley í fréttum Stöðvar 2 í gær. Einnig sagði Páley viðtekna venju hjá lögreglunni og viðbragðsaðilum kynferðisbrotamála að upplýsa ekki um fjölda kynferðisbrota.Sjá einnig: Lögreglustjóri telur að fólk leggi saman tvo og tvoEkki verður gefinn upp fjöldi tilkynntra kynferðisbrota á Þjóðhátíð. Lögreglan mun upplýsa um fjöldann þegar einhver tími er liðinn frá Þjóðhátíð. vísir/VilhelmÍ gær kom aftur á móti fram í blaðinu að neyðarmóttakan á Landspítalanum hefði þá reglu að svara alltaf fyrirspurnum fjölmiðla. Fréttastofa hafði einnig samband við lögregluumdæmin í kjölfar ummælanna og þá kom í ljós að einungis lögregluumdæmið á Suðurlandi tekur í sama streng og lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum. Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi, segir rannsóknarhagsmuni ráða því hvort fjölmiðlar séu upplýstir um kynferðisbrot í umdæminu og ef svo beri undir segi lögreglan ekki rétt frá. „Í flestum tilfellum eru ekki veittar upplýsingar um slík brot fyrr en ákærur hafa verið gefnar út. Ef fréttamenn spyrja hvort kynferðisbrot hafi verið framin og lögreglan telur það stangast á við rannsóknarhagsmuni, svarar hún neitandi,“ segir hann.Sjá einnig: Langflest lögregluumdæmi upplýsa fjölmiðla um kynferðisbrotSvara fyrirspurnum um alla glæpi Lögregluþjónar og lögreglustjórar í öðrum lögregluumdæmum, utan Suðurlands og Vestmannaeyja, sem fréttastofa ræddi við voru aftur á móti sammála um að svara fyrirspurnum fjölmiðla. Verklagsreglurnar eru almennt þær að tilkynna ekki sérstaklega um kynferðisbrot en sé leitað eftir upplýsingum er fjöldi tilfella gefinn upp án þess þó að upplýsa um rannsóknarhagsmuni. Þannig séu tilkynningar um kynferðisbrotamál meðhöndlaðar á sama hátt og aðrar tilkynningar um brot eða glæpi. Hlynur Hafberg Snorrason, yfirlögregluþjónn á Vestfjörðum, segir fyrirspurnum fjölmiðla svarað allt árið um kring óháð því hvort það sé í kringum útihátíðir. „Upplýst er um kynferðisbrot líkt og aðra glæpi sem eiga sér stað í umdæminu,“ segir hann. Gunnar Jóhannes Jóhannsson, lögreglufulltrúi rannsóknardeildar hjá lögreglunni á Norðurlandi eystra, segir fjölmiðlum veittar upplýsingar um öll mál sem koma upp óski þeir eftir því. „Þannig er það allt árið um kring en í umdæminu eru haldnar margar útihátíðir, svo sem Mærudagar, Bíladagar, Fiskidagurinn mikli og Ein með öllu um verslunarmannahelgina,“ segir hann. Þess má geta að á áttunda tug úti- og bæjarhátíða eru haldnar um allt land, frá apríl til nóvember ár hvert. Hátíðirnar dreifast á öll lögregluumdæmin.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 20. júlí Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Lögreglustjóri telur að fólk leggi saman tvo og tvo Lögreglan í Vestmannaeyjum ætlar ekki að upplýsa fjölmiðla um tilkynnt kynferðisbrot sem upp kunna að koma á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum fyrr en eftir hátíðina. Lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum segir brotin vera sérlega viðkvæm þar sem þau gerist oft á milli tengdra aðila í lokuðu rými. 19. júlí 2016 19:15 Langflest lögregluumdæmi upplýsa fjölmiðla um kynferðisbrot Nær öll lögregluumdæmi landsins upplýsa fjölmiðla um kynferðisafbrotamál, óski þeir eftir því. Það verklag er haft á allan ársins hring. Umdæmi lögreglunnar á Suðurlandi og í Vestmannaeyjum eru einu undantekningarnar. 19. júlí 2016 19:14 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Erlent Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Innlent Fleiri fréttir „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Sjá meira
Öll lögregluumdæmin fyrir utan tvö hafa þær verklagsreglur að upplýsa fjölmiðla um fjölda kynferðisbrota sem tilkynnt hafa verið til lögreglu ef óskað er eftir því. Einungis á Suðurlandi og í Vestmannaeyjum er upplýsingunum haldið frá fjölmiðlum þar til lögregla metur tímabært að gefa þær upp. Í Fréttablaðinu í gær var sagt frá því að lögreglan í Vestmannaeyjum myndi ekki upplýsa fjölmiðla jafnóðum um tilkynnt kynferðisbrot á Þjóðhátíð. Upplýst verði um brotin þegar lögreglan telur það tímabært. Páley Borgþórsdóttir lögreglustjóri sagði þetta gert til að tryggja rannsóknarhagsmuni og velferð brotaþola þessa helgi, og gildi þá einu hver vilji fjölmiðla sé.Sé ekki almannahætta Í samtali við fréttastofu sagði Páley að tilkynnt væri um fjölda fíkniefnamála og líkamsárása á almannafæri enda væri um almannahættu að ræða. Það ætti yfirleitt ekki við um kynferðisafbrot. „Flest þessara brota eiga sér stað á milli tveggja einstaklinga í lokuðum rýmum þangað sem fólk fer yfirleitt sjálfviljugt. Það er bara staðreyndin,“ sagði Páley í fréttum Stöðvar 2 í gær. Einnig sagði Páley viðtekna venju hjá lögreglunni og viðbragðsaðilum kynferðisbrotamála að upplýsa ekki um fjölda kynferðisbrota.Sjá einnig: Lögreglustjóri telur að fólk leggi saman tvo og tvoEkki verður gefinn upp fjöldi tilkynntra kynferðisbrota á Þjóðhátíð. Lögreglan mun upplýsa um fjöldann þegar einhver tími er liðinn frá Þjóðhátíð. vísir/VilhelmÍ gær kom aftur á móti fram í blaðinu að neyðarmóttakan á Landspítalanum hefði þá reglu að svara alltaf fyrirspurnum fjölmiðla. Fréttastofa hafði einnig samband við lögregluumdæmin í kjölfar ummælanna og þá kom í ljós að einungis lögregluumdæmið á Suðurlandi tekur í sama streng og lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum. Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi, segir rannsóknarhagsmuni ráða því hvort fjölmiðlar séu upplýstir um kynferðisbrot í umdæminu og ef svo beri undir segi lögreglan ekki rétt frá. „Í flestum tilfellum eru ekki veittar upplýsingar um slík brot fyrr en ákærur hafa verið gefnar út. Ef fréttamenn spyrja hvort kynferðisbrot hafi verið framin og lögreglan telur það stangast á við rannsóknarhagsmuni, svarar hún neitandi,“ segir hann.Sjá einnig: Langflest lögregluumdæmi upplýsa fjölmiðla um kynferðisbrotSvara fyrirspurnum um alla glæpi Lögregluþjónar og lögreglustjórar í öðrum lögregluumdæmum, utan Suðurlands og Vestmannaeyja, sem fréttastofa ræddi við voru aftur á móti sammála um að svara fyrirspurnum fjölmiðla. Verklagsreglurnar eru almennt þær að tilkynna ekki sérstaklega um kynferðisbrot en sé leitað eftir upplýsingum er fjöldi tilfella gefinn upp án þess þó að upplýsa um rannsóknarhagsmuni. Þannig séu tilkynningar um kynferðisbrotamál meðhöndlaðar á sama hátt og aðrar tilkynningar um brot eða glæpi. Hlynur Hafberg Snorrason, yfirlögregluþjónn á Vestfjörðum, segir fyrirspurnum fjölmiðla svarað allt árið um kring óháð því hvort það sé í kringum útihátíðir. „Upplýst er um kynferðisbrot líkt og aðra glæpi sem eiga sér stað í umdæminu,“ segir hann. Gunnar Jóhannes Jóhannsson, lögreglufulltrúi rannsóknardeildar hjá lögreglunni á Norðurlandi eystra, segir fjölmiðlum veittar upplýsingar um öll mál sem koma upp óski þeir eftir því. „Þannig er það allt árið um kring en í umdæminu eru haldnar margar útihátíðir, svo sem Mærudagar, Bíladagar, Fiskidagurinn mikli og Ein með öllu um verslunarmannahelgina,“ segir hann. Þess má geta að á áttunda tug úti- og bæjarhátíða eru haldnar um allt land, frá apríl til nóvember ár hvert. Hátíðirnar dreifast á öll lögregluumdæmin.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 20. júlí
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Lögreglustjóri telur að fólk leggi saman tvo og tvo Lögreglan í Vestmannaeyjum ætlar ekki að upplýsa fjölmiðla um tilkynnt kynferðisbrot sem upp kunna að koma á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum fyrr en eftir hátíðina. Lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum segir brotin vera sérlega viðkvæm þar sem þau gerist oft á milli tengdra aðila í lokuðu rými. 19. júlí 2016 19:15 Langflest lögregluumdæmi upplýsa fjölmiðla um kynferðisbrot Nær öll lögregluumdæmi landsins upplýsa fjölmiðla um kynferðisafbrotamál, óski þeir eftir því. Það verklag er haft á allan ársins hring. Umdæmi lögreglunnar á Suðurlandi og í Vestmannaeyjum eru einu undantekningarnar. 19. júlí 2016 19:14 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Erlent Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Innlent Fleiri fréttir „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Sjá meira
Lögreglustjóri telur að fólk leggi saman tvo og tvo Lögreglan í Vestmannaeyjum ætlar ekki að upplýsa fjölmiðla um tilkynnt kynferðisbrot sem upp kunna að koma á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum fyrr en eftir hátíðina. Lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum segir brotin vera sérlega viðkvæm þar sem þau gerist oft á milli tengdra aðila í lokuðu rými. 19. júlí 2016 19:15
Langflest lögregluumdæmi upplýsa fjölmiðla um kynferðisbrot Nær öll lögregluumdæmi landsins upplýsa fjölmiðla um kynferðisafbrotamál, óski þeir eftir því. Það verklag er haft á allan ársins hring. Umdæmi lögreglunnar á Suðurlandi og í Vestmannaeyjum eru einu undantekningarnar. 19. júlí 2016 19:14