„Núna þegar maður er búinn að sjá gögnin veit maður af hverju maður mátti ekki sjá þau“ Birgir Olgeirsson skrifar 20. júlí 2016 11:47 „Núna þegar maður er búinn að sjá gögnin veit maður af hverju maður mátti ekki sjá þau,“ sagði Aðalheiður Héðinsdóttir, stofnandi og forstjóri Kaffitárs, í Bítinu á Bylgjunni í morgun þar sem hún og Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Isavia, ræddu afhendingu á gögnum sem lágu fyrir í forvali um þau fyrirtæki sem fengu að vera með rekstur í fríhöfn flugstöðvar Leifs Eiríksson. Isavia hafði hafnað afhendingu gagnanna en úrskurðarnefnd upplýsingamála kvað upp þann úrskurð að Isavia yrði að afhenda Kaffitári þessi gögn. Héraðsdómur staðfesti síðan þennan úrskurð og framfylgdi sýslumannsembættið í Keflavík honum. Kaffitár fékk gögnin því nýverið afhent og sagði Aðalheiður ljóst af yfirferð þeirra að stigagjöfin sem Isavia hafði til grundvallar væri illa ígrunduð. „Og þar er ein tala sem er algjörlega út í hött,“ sagði Aðalheiður.Fengu þrjá í einkunn Á hún þar við að Kaffitár fékk þrjá af tíu mögulegum í flokki fjárfestinga, það er að segja hvað fyrirtækið ætlaði að borga mikið fyrir að byggja nýjan veitingastað og viðhalda honum í sjö ár í Leifsstöð. Kaffitár hafði fyrir forvalið rekið tvo veitingastaði í Leifsstöð og finnst Aðalheiði því skrýtið að þessi fjárfestingaráætlun þeirra hafi fengið svo lága einkunn, sé miðað við hversu mikla þekkingu Kaffitár býr yfir varðandi rekstur í flugstöðinni. Guðni Sigurðsson sagði þessa aðferðafræði vera notaða um allan heim og þá sérstaklega í Evrópu og á Norðurlöndunum. Fengnir voru erlendir ráðgjafar og var það þeirra mat að önnur fyrirtæki hefðu verið með raunhæfari fjárhagsáætlanir en Kaffitár, þar á meðal Joe and the Juice sem rekur nú veitingastað í flugstöðinni. Guðni sagði að það væri ljóst að þeir sem náðu ekki inn í forvali væru ósáttir því um væri að ræða stóran bita fyrir þá.Sambærilegt við EM í knattspyrnu Aðalheiður sagði um að ræða veltu upp á hundruð milljóna árlega þegar Kaffitár rak tvo staði í Leifsstöð. „Þetta er með ólíkindum að við vorum með óraunhæfar áætlanir,“ sagði Aðalheiður en Guðni svaraði á móti: „Ég sagði ekki óraunhæfar, aðrar væru betri.“ 71 tóku þátt í þessu forvali en á veitingasviði komust sex aðilar á annað stig. Svo komust aðrir fimm staðir á lokastig. Lýsti Guðni því þannig að fyrirkomulagið væri ekki ósvipað og á Evrópumótinu í knattspyrnu. Fyrst væri undankeppni og svo lokakeppni. Guðni sagði Isavia hafa afhent öll gögn frá þeim sem voru í lokakeppninni en ekki gögn sem varða undankeppnina. (Fyrst stóð að gögnin úr undankeppninni hefðu verið afhent. Það er ekki rétt o hefur verið leiðrétt.) Aðalheiður sagði að Kaffitár ætti rétt á öllum gögnum málsins og því ætti eftir að fá úr því skorið hvort öll gögn væru afhent. Hún sagði að eftir að hún óskaði eftir þessum gögnum kom upp úr krafsinu að Isavia hefði leitast eftir að fá erlend alþjóða fyrirtæki inn í Leifsstöð en ekki hafi verið minnst orði á það í útboðsgögnum. Tengdar fréttir Forstjóri Kaffitárs: Segir Isavia hafa reynt að koma í veg fyrir að afhenda gögn vegna Leifstöðvarmálsins þrátt fyrir úrskurð Héraðsdóms Isavia hafði samband við Samkeppnisstofnun og sögðu að gögnin væru trúnaðargögn. Samkeppnisstofnun sendi erindi til Kaffitárs í kjölfarið. 15. júlí 2016 20:22 Íhuga skaðabótamál gegn Isavia Að minnsta kosti þrjú fyrirtæki hafa til skoðunar að höfða skaðabótamál gegn Isavia vegna forvals um verslunarpláss í Leifsstöð sem fram fór árið 2014. 18. júlí 2016 19:35 Mest lesið „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Innlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Erlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Fleiri fréttir „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Sjá meira
„Núna þegar maður er búinn að sjá gögnin veit maður af hverju maður mátti ekki sjá þau,“ sagði Aðalheiður Héðinsdóttir, stofnandi og forstjóri Kaffitárs, í Bítinu á Bylgjunni í morgun þar sem hún og Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Isavia, ræddu afhendingu á gögnum sem lágu fyrir í forvali um þau fyrirtæki sem fengu að vera með rekstur í fríhöfn flugstöðvar Leifs Eiríksson. Isavia hafði hafnað afhendingu gagnanna en úrskurðarnefnd upplýsingamála kvað upp þann úrskurð að Isavia yrði að afhenda Kaffitári þessi gögn. Héraðsdómur staðfesti síðan þennan úrskurð og framfylgdi sýslumannsembættið í Keflavík honum. Kaffitár fékk gögnin því nýverið afhent og sagði Aðalheiður ljóst af yfirferð þeirra að stigagjöfin sem Isavia hafði til grundvallar væri illa ígrunduð. „Og þar er ein tala sem er algjörlega út í hött,“ sagði Aðalheiður.Fengu þrjá í einkunn Á hún þar við að Kaffitár fékk þrjá af tíu mögulegum í flokki fjárfestinga, það er að segja hvað fyrirtækið ætlaði að borga mikið fyrir að byggja nýjan veitingastað og viðhalda honum í sjö ár í Leifsstöð. Kaffitár hafði fyrir forvalið rekið tvo veitingastaði í Leifsstöð og finnst Aðalheiði því skrýtið að þessi fjárfestingaráætlun þeirra hafi fengið svo lága einkunn, sé miðað við hversu mikla þekkingu Kaffitár býr yfir varðandi rekstur í flugstöðinni. Guðni Sigurðsson sagði þessa aðferðafræði vera notaða um allan heim og þá sérstaklega í Evrópu og á Norðurlöndunum. Fengnir voru erlendir ráðgjafar og var það þeirra mat að önnur fyrirtæki hefðu verið með raunhæfari fjárhagsáætlanir en Kaffitár, þar á meðal Joe and the Juice sem rekur nú veitingastað í flugstöðinni. Guðni sagði að það væri ljóst að þeir sem náðu ekki inn í forvali væru ósáttir því um væri að ræða stóran bita fyrir þá.Sambærilegt við EM í knattspyrnu Aðalheiður sagði um að ræða veltu upp á hundruð milljóna árlega þegar Kaffitár rak tvo staði í Leifsstöð. „Þetta er með ólíkindum að við vorum með óraunhæfar áætlanir,“ sagði Aðalheiður en Guðni svaraði á móti: „Ég sagði ekki óraunhæfar, aðrar væru betri.“ 71 tóku þátt í þessu forvali en á veitingasviði komust sex aðilar á annað stig. Svo komust aðrir fimm staðir á lokastig. Lýsti Guðni því þannig að fyrirkomulagið væri ekki ósvipað og á Evrópumótinu í knattspyrnu. Fyrst væri undankeppni og svo lokakeppni. Guðni sagði Isavia hafa afhent öll gögn frá þeim sem voru í lokakeppninni en ekki gögn sem varða undankeppnina. (Fyrst stóð að gögnin úr undankeppninni hefðu verið afhent. Það er ekki rétt o hefur verið leiðrétt.) Aðalheiður sagði að Kaffitár ætti rétt á öllum gögnum málsins og því ætti eftir að fá úr því skorið hvort öll gögn væru afhent. Hún sagði að eftir að hún óskaði eftir þessum gögnum kom upp úr krafsinu að Isavia hefði leitast eftir að fá erlend alþjóða fyrirtæki inn í Leifsstöð en ekki hafi verið minnst orði á það í útboðsgögnum.
Tengdar fréttir Forstjóri Kaffitárs: Segir Isavia hafa reynt að koma í veg fyrir að afhenda gögn vegna Leifstöðvarmálsins þrátt fyrir úrskurð Héraðsdóms Isavia hafði samband við Samkeppnisstofnun og sögðu að gögnin væru trúnaðargögn. Samkeppnisstofnun sendi erindi til Kaffitárs í kjölfarið. 15. júlí 2016 20:22 Íhuga skaðabótamál gegn Isavia Að minnsta kosti þrjú fyrirtæki hafa til skoðunar að höfða skaðabótamál gegn Isavia vegna forvals um verslunarpláss í Leifsstöð sem fram fór árið 2014. 18. júlí 2016 19:35 Mest lesið „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Innlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Erlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Fleiri fréttir „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Sjá meira
Forstjóri Kaffitárs: Segir Isavia hafa reynt að koma í veg fyrir að afhenda gögn vegna Leifstöðvarmálsins þrátt fyrir úrskurð Héraðsdóms Isavia hafði samband við Samkeppnisstofnun og sögðu að gögnin væru trúnaðargögn. Samkeppnisstofnun sendi erindi til Kaffitárs í kjölfarið. 15. júlí 2016 20:22
Íhuga skaðabótamál gegn Isavia Að minnsta kosti þrjú fyrirtæki hafa til skoðunar að höfða skaðabótamál gegn Isavia vegna forvals um verslunarpláss í Leifsstöð sem fram fór árið 2014. 18. júlí 2016 19:35