Yfirlýsing frá Páleyju: Hvetur til umræðu um þann stóra samfélagslega vanda sem kynferðislegt ofbeldi er Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 21. júlí 2016 11:48 Átján kynferðisbrot á útihátíðum voru tilkynnt til Stígamóta í fyrra. Þar af voru tólf nauðganir. Þrjár nauðganir á Þjóðhátíð voru tilkynntar til Neyðarmóttökunnar. Vísir/Vihelm Páley Borgþórsdóttir, lögreglustjóri í Vestmannaeyjum sendi frá sér tilkynningu nú fyrir hádegið þar sem segir að Lögreglan í Vestmannaeyjum miðli öllum upplýsingum um verkefni sín svo hratt og örugglega sem mögulegt er hverju sinni.Hún segir sama verklag viðhaft allt árið og taki það eingöngu mið af rannsóknarhagsmunum og velferð mögulegra fórnarlamba. Ákvörðun Páleyjar að veita ekki fjölmiðlum upplýsingar daginn eftir um hvort og þá hve mörg kynferðisbrot voru tilkynnt á Þjóðhátíð hefur vakið mikla athygli og þykir umdeilt. Umdæmin á Suðurlandi og Vestmannaeyjum skera sig þar úr en önnur umdæmi lögreglu veita upplýsingar um hvort brot hafi verið tilkynnt. Ríkislögreglustjóri og ríkissaksóknari eru sammála um að best væri að verkferlar á landinu væru eins hjá öllum umdæmum. Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum hefur verið fjölmennasta útihátíðin um Verslunarmannahelgina um árabil.Vísir/Vilhelm Páley bætir við að um komandi Verslunarmannahelgi verði allar upplýsingar veittar um leið og talið er að það skaði hvorki rannsóknarhagsmuni né velferð brotaþola. Undir þetta falla upplýsingar um fjölda brota, eðli þeirra og allar aðrar þær upplýsingar sem almennt eru veittar. Gagnrýni á ákvörðun Páleyjar snýr að því hvort upplýst hafi verið að kynferðisbrot væri tilkynnt og þá hve mörg. Slíkar upplýsingar hafa verið veittar í áraraðir og vakti því breytt verklag í Vestmannaeyjum athygli fyrir Þjóðhátíð í fyrra. Lögreglustjórinn segir að öll umræða um að leyna eigi upplýsingum um kynferðisbrot eða draga úr hófi að veita þær sé með öllu á misskilningi eða vanþekkingu byggð. Þá hvetur Lögreglan í Vestmannaeyjum fjölmiðla og fólk almennt til að ræða sín á milli um þann stóra samfélagslega vanda sem kynferðislegt ofbeldi er. Ábyrgðin sé í öllum tilvikum gerandans og þangað þarf að skila skömminni, segir Páley að lokum. Tengdar fréttir Hefur staðið á bryggjunni á Heimaey með brotaþolum sem upplifa svakalega skömm Formaður áfallateymis á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum telur ákvörðun lögreglustjórans í Vestmannaeyjum vera skref í rétta átt. 21. júlí 2016 11:26 Þáttastjórnandi Rásar 2 minnti fólk í Vestmannaeyjum á að nauðga heima hjá sér Ummælin lét Margrét Erla Maack falla í kjölfar viðtals við lögreglustjórann í Vestmannaeyjum þar sem hún segir ekki almannahættu stafa af kynferðisbrotum. 20. júlí 2016 10:04 Úlfur Úlfur kallar eftir endurbótum á Þjóðhátíð „Verjum ekki það sem hefur verið illa gert í fortíðinni heldur reynum að nýta orkuna í að gera betur fyrir framtíðina.“ 20. júlí 2016 19:14 Mest lesið Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Innlent Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent Fleiri fréttir Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Sjá meira
Páley Borgþórsdóttir, lögreglustjóri í Vestmannaeyjum sendi frá sér tilkynningu nú fyrir hádegið þar sem segir að Lögreglan í Vestmannaeyjum miðli öllum upplýsingum um verkefni sín svo hratt og örugglega sem mögulegt er hverju sinni.Hún segir sama verklag viðhaft allt árið og taki það eingöngu mið af rannsóknarhagsmunum og velferð mögulegra fórnarlamba. Ákvörðun Páleyjar að veita ekki fjölmiðlum upplýsingar daginn eftir um hvort og þá hve mörg kynferðisbrot voru tilkynnt á Þjóðhátíð hefur vakið mikla athygli og þykir umdeilt. Umdæmin á Suðurlandi og Vestmannaeyjum skera sig þar úr en önnur umdæmi lögreglu veita upplýsingar um hvort brot hafi verið tilkynnt. Ríkislögreglustjóri og ríkissaksóknari eru sammála um að best væri að verkferlar á landinu væru eins hjá öllum umdæmum. Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum hefur verið fjölmennasta útihátíðin um Verslunarmannahelgina um árabil.Vísir/Vilhelm Páley bætir við að um komandi Verslunarmannahelgi verði allar upplýsingar veittar um leið og talið er að það skaði hvorki rannsóknarhagsmuni né velferð brotaþola. Undir þetta falla upplýsingar um fjölda brota, eðli þeirra og allar aðrar þær upplýsingar sem almennt eru veittar. Gagnrýni á ákvörðun Páleyjar snýr að því hvort upplýst hafi verið að kynferðisbrot væri tilkynnt og þá hve mörg. Slíkar upplýsingar hafa verið veittar í áraraðir og vakti því breytt verklag í Vestmannaeyjum athygli fyrir Þjóðhátíð í fyrra. Lögreglustjórinn segir að öll umræða um að leyna eigi upplýsingum um kynferðisbrot eða draga úr hófi að veita þær sé með öllu á misskilningi eða vanþekkingu byggð. Þá hvetur Lögreglan í Vestmannaeyjum fjölmiðla og fólk almennt til að ræða sín á milli um þann stóra samfélagslega vanda sem kynferðislegt ofbeldi er. Ábyrgðin sé í öllum tilvikum gerandans og þangað þarf að skila skömminni, segir Páley að lokum.
Tengdar fréttir Hefur staðið á bryggjunni á Heimaey með brotaþolum sem upplifa svakalega skömm Formaður áfallateymis á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum telur ákvörðun lögreglustjórans í Vestmannaeyjum vera skref í rétta átt. 21. júlí 2016 11:26 Þáttastjórnandi Rásar 2 minnti fólk í Vestmannaeyjum á að nauðga heima hjá sér Ummælin lét Margrét Erla Maack falla í kjölfar viðtals við lögreglustjórann í Vestmannaeyjum þar sem hún segir ekki almannahættu stafa af kynferðisbrotum. 20. júlí 2016 10:04 Úlfur Úlfur kallar eftir endurbótum á Þjóðhátíð „Verjum ekki það sem hefur verið illa gert í fortíðinni heldur reynum að nýta orkuna í að gera betur fyrir framtíðina.“ 20. júlí 2016 19:14 Mest lesið Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Innlent Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent Fleiri fréttir Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Sjá meira
Hefur staðið á bryggjunni á Heimaey með brotaþolum sem upplifa svakalega skömm Formaður áfallateymis á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum telur ákvörðun lögreglustjórans í Vestmannaeyjum vera skref í rétta átt. 21. júlí 2016 11:26
Þáttastjórnandi Rásar 2 minnti fólk í Vestmannaeyjum á að nauðga heima hjá sér Ummælin lét Margrét Erla Maack falla í kjölfar viðtals við lögreglustjórann í Vestmannaeyjum þar sem hún segir ekki almannahættu stafa af kynferðisbrotum. 20. júlí 2016 10:04
Úlfur Úlfur kallar eftir endurbótum á Þjóðhátíð „Verjum ekki það sem hefur verið illa gert í fortíðinni heldur reynum að nýta orkuna í að gera betur fyrir framtíðina.“ 20. júlí 2016 19:14