Tæki dauðarefsingu fram yfir ESB-aðild Guðsteinn Bjarnason skrifar 22. júlí 2016 07:00 Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, þvertekur fyrir það að vera andvígur tjáningarfrelsinu. Vísir/EPA Mannréttindasáttmáli Evrópusambandsins verður numinn úr gildi næstu þrjá mánuðina hið minnsta, meðan neyðarlög eru í gildi í landinu. Þetta fullyrti Numan Kurtulumus, aðstoðarforsætisráðherra Tyrklands, í viðtali við ríkisfréttastofuna Anadolu. Recep Tayyip Erdogan forseti segir að það ráðist af vilja þjóðarinnar hvort dauðarefsing verði lögleidd að nýju. Ákvörðunina muni þjóðþingið taka, en ekki hann sjálfur. Ef það þýðir að Tyrkland geti aldrei fengið aðild að Evrópusambandinu, þá verði bara að hafa það. „Heimurinn er ekki bara Evrópusambandið,“ sagði hann í viðtali við fréttastofuna Al Jazeera, og benti á að dauðarefsing væri í gildi í Bandaríkjunum, Rússlandi og víðar. „Í 53 ár höfum við bankað á dyrnar hjá Evrópusambandinu. Ef þjóð ákveður þetta þá eiga öll ríki sem hafa trú á lýðræðinu að virða það.“ Í viðtalinu sagðist hann telja að uppreisnin hefði ekki endanlega verið brotin á bak aftur. Hann ítrekaði ásakanir sínar á hendur Gülen-hreyfingunni, sem hann telur hafa staðið að valdaránstilrauninni sem brotin var á bak aftur um síðustu helgi. Hann sagði líka vel hugsanlegt að önnur ríki hefðu átt þar hlut að máli. Hann sakaði liðsmenn Gülen-hreyfingarinnar um persónudýrkun og sagði að þeim væri engan veginn treystandi. Fetúlla Gülen var reyndar lengi vel náinn bandamaður Erdogans, en svo virðist sem Erdogan hafi snúist harðlega gegn Gülen og hreyfingu hans fyrir fjórum árum eða svo, í beinu framhaldi af opinberum rannsóknum á hendur flokksfélögum og ættingjum Erdogans fyrir spillingu. Eftir það snerist Erdogan til varnar og tók að láta reka og handtaka dómara, lögreglumenn, aðra embættismenn og yfirmenn í hernum. Þá var spjótunum beint sérstaklega gegn fjölmiðlum, sem höfðu leyft sér að gagnrýna Erdogan og stjórn hans. Þessir fjölmiðlar hafa flestir verið á snærum Gülen-hreyfingarinnar og svo virðist sem Erdogan telji flesta sem eru andsnúnir honum í landinu tengjast þeirri hreyfingu. Erdogan þvertók hins vegar, í viðtalinu við Al Jazeera, fyrir að vera andvígur tjáningarfrelsinu, en tjáningarfrelsið ættu menn ekki að nota til að ráðast á aðra. Svo sagði hann spyrjandann, fréttamann frá Al Jazeera, vera í góðri aðstöðu til að svara því hvort fjölmiðlar væru ekki frjálsir í Tyrklandi, enda starfaði Al Jazeera þar í landi. Og í lok viðtalsins þakkaði hann Al Jazeera sérstaklega fyrir að hafa fjallað af nærfærni um atburðina. „Við verðum áfram innan lýðræðislegs þingfyrirkomulags, við munum aldrei víkja frá því,“ sagði Erdogan í viðtali við fréttastöðina Al Jazeera. „Hins vegar,“ bætti hann við, „verður allt gert sem nauðsynlegt er til að tryggja frið og stöðugleika í landinu.“ Flugmennirnir handteknirTveir tyrkneskir herflugmenn, sem tóku þátt í að skjóta niður rússneska herþotu í nóvember síðastliðnum, hafa verið handteknir í tengslum við valdaránstilraunina sem gerð var um síðustu helgi. Samskipti Rússlands og Tyrklands versnuðu mjög í kjölfarið, en hafa skánað mjög eftir að Erdogan Tyrklandsforseti bað Rússa nýverið afsökunar á þessu. Erdogan hyggst hitta Vladimír Pútín Rússlandsforseta í byrjun næsta mánaðar.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Bein útsending: Kristrún ávarpar þingið óvænt Innlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Innlent Hlýnar um helgina Veður Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Erlent Fleiri fréttir Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Sjá meira
Mannréttindasáttmáli Evrópusambandsins verður numinn úr gildi næstu þrjá mánuðina hið minnsta, meðan neyðarlög eru í gildi í landinu. Þetta fullyrti Numan Kurtulumus, aðstoðarforsætisráðherra Tyrklands, í viðtali við ríkisfréttastofuna Anadolu. Recep Tayyip Erdogan forseti segir að það ráðist af vilja þjóðarinnar hvort dauðarefsing verði lögleidd að nýju. Ákvörðunina muni þjóðþingið taka, en ekki hann sjálfur. Ef það þýðir að Tyrkland geti aldrei fengið aðild að Evrópusambandinu, þá verði bara að hafa það. „Heimurinn er ekki bara Evrópusambandið,“ sagði hann í viðtali við fréttastofuna Al Jazeera, og benti á að dauðarefsing væri í gildi í Bandaríkjunum, Rússlandi og víðar. „Í 53 ár höfum við bankað á dyrnar hjá Evrópusambandinu. Ef þjóð ákveður þetta þá eiga öll ríki sem hafa trú á lýðræðinu að virða það.“ Í viðtalinu sagðist hann telja að uppreisnin hefði ekki endanlega verið brotin á bak aftur. Hann ítrekaði ásakanir sínar á hendur Gülen-hreyfingunni, sem hann telur hafa staðið að valdaránstilrauninni sem brotin var á bak aftur um síðustu helgi. Hann sagði líka vel hugsanlegt að önnur ríki hefðu átt þar hlut að máli. Hann sakaði liðsmenn Gülen-hreyfingarinnar um persónudýrkun og sagði að þeim væri engan veginn treystandi. Fetúlla Gülen var reyndar lengi vel náinn bandamaður Erdogans, en svo virðist sem Erdogan hafi snúist harðlega gegn Gülen og hreyfingu hans fyrir fjórum árum eða svo, í beinu framhaldi af opinberum rannsóknum á hendur flokksfélögum og ættingjum Erdogans fyrir spillingu. Eftir það snerist Erdogan til varnar og tók að láta reka og handtaka dómara, lögreglumenn, aðra embættismenn og yfirmenn í hernum. Þá var spjótunum beint sérstaklega gegn fjölmiðlum, sem höfðu leyft sér að gagnrýna Erdogan og stjórn hans. Þessir fjölmiðlar hafa flestir verið á snærum Gülen-hreyfingarinnar og svo virðist sem Erdogan telji flesta sem eru andsnúnir honum í landinu tengjast þeirri hreyfingu. Erdogan þvertók hins vegar, í viðtalinu við Al Jazeera, fyrir að vera andvígur tjáningarfrelsinu, en tjáningarfrelsið ættu menn ekki að nota til að ráðast á aðra. Svo sagði hann spyrjandann, fréttamann frá Al Jazeera, vera í góðri aðstöðu til að svara því hvort fjölmiðlar væru ekki frjálsir í Tyrklandi, enda starfaði Al Jazeera þar í landi. Og í lok viðtalsins þakkaði hann Al Jazeera sérstaklega fyrir að hafa fjallað af nærfærni um atburðina. „Við verðum áfram innan lýðræðislegs þingfyrirkomulags, við munum aldrei víkja frá því,“ sagði Erdogan í viðtali við fréttastöðina Al Jazeera. „Hins vegar,“ bætti hann við, „verður allt gert sem nauðsynlegt er til að tryggja frið og stöðugleika í landinu.“ Flugmennirnir handteknirTveir tyrkneskir herflugmenn, sem tóku þátt í að skjóta niður rússneska herþotu í nóvember síðastliðnum, hafa verið handteknir í tengslum við valdaránstilraunina sem gerð var um síðustu helgi. Samskipti Rússlands og Tyrklands versnuðu mjög í kjölfarið, en hafa skánað mjög eftir að Erdogan Tyrklandsforseti bað Rússa nýverið afsökunar á þessu. Erdogan hyggst hitta Vladimír Pútín Rússlandsforseta í byrjun næsta mánaðar.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Bein útsending: Kristrún ávarpar þingið óvænt Innlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Innlent Hlýnar um helgina Veður Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Erlent Fleiri fréttir Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Sjá meira