Helgi Hrafn mun aftur fara fram á upplýsingar um kynferðisbrot á þjóðhátíð Birgir Olgeirsson skrifar 22. júlí 2016 11:07 Fyrirspurn Helga Hrafns Gunnarssonar leiddi í ljós að fimm kynferðisbrot sem áttu sér stað á þjóðhátíð í fyrra voru tilkynnt til lögreglu. Hann mun aftur leggja slíka fyrirspurn fram þegar þing kemur saman 15. ágúst næstkomandi. Vísir/Vilhelm Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, mun aftur leggja fram fyrirspurn á Alþingi um hversu mörg kynferðisbrot voru tilkynnt í tengslum við þjóðhátíð í Vestmannaeyjum í ár. Mun Helgi beina fyrirspurninni til Ólafar Nordal innanríkisráðherra þegar þing kemur saman 15. ágúst næstkomandi. Í fyrra ákvað Páley Borgþórsdóttir, lögreglustjóri í Vestmannaeyjum, að veita engar upplýsingar um kynferðisbrot á þjóðhátíð. Sendi hún bréf til allra viðbragðsaðila þar sem hún brýndi fyrir þeim að upplýsa fjölmiðla alls ekki um hugsanleg kynferðisbrot. Lagði Páley til að allir gæslumenn, starfsmenn neyðarmóttöku, heilbrigðisstarfsmenn, sjúkraflutningsmenn og allir sem komi að þessum brotum svari: „Við höfum enga heimild til að veita slíkar upplýsingar“, og veiti engar upplýsingar. Verkefnisstjóri neyðarmóttöku Landspítalans í Fossvogi upplýsti hins vegar á þriðjudegi eftir verslunarmannahelgi í fyrra að þrjár ungar konur hefðu leitað þangað vegna kynferðisbrota sem öll voru framin á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. Í september í fyrra beindi Helgi Hrafn fyrirspurn til Ólafar Nordal þar sem hann vildi fá að vita hversu mörg kynferðisbrot hafi verið tilkynnt til lögregluyfirvalda í tengslum við þjóðhátíð og jafnframt hversu margar kærur bárust vegna meintra brota. Svar Ólafar Nordal við fyrirspurn Helga Hrafns barst síðan 9. október í fyrra þar sem kom fram fimm kynferðisbrot sem áttu sér stað á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum voru tilkynnt til lögreglu. Helgi Hrafn segist ætla að beina slíkri fyrirspurn aftur til innanríkisráðherra. „Það kemur ekki svar fyrr en löngu eftir hátíðina en það er ákveðið prinsipp-atriði,“ segir Helgi Hrafn.Páley sendi frá sér tilkynningu í gær þar sem hún sagði lögregluembættið í Vestmannaeyjum ætla að veita allar upplýsingar um leið og talið er að það skaði hvorki rannsóknarhagsmuni né velferð brotaþola. Helgi Hrafn segist hafa reynt að sýna þessari ákvörðun Páleyjar eins mikinn skilning og hann mögulega getur en eftir að hafa hlustað á hana í viðtölum vegna málsins undanfarna daga finnst honum þau rök sem notuð eru fyrir þessari ákvörðun ekki duga. „Fyrir mér eru það hagsmunir fórnarlamba kynferðisofbeldis sem skipta fyrst og fremst máli. Maður fær á tilfinninguna mjög sterkt að það sem virðist, og ég undirstrika virðist, liggja að baki að mönnum finnist óþægilegt að tala um þetta ýmist á meðan hátíðin er í gangi eða skömmu eftir. Bara það að það líti þannig út er slæmt,“ segir Helgi Hrafn. Tengdar fréttir Enn allt í óvissu varðandi Þjóðhátíð Þjóðhátíðarnefnd tilkynnti í gær að þeir ætluðu að bjóða Stígamótum að vera á svæðinu. Hljómsveitirnar eiga enn eftir að bregðast við. 22. júlí 2016 10:26 Vinsælustu listamenn landsins hætta við að spila á Þjóðhátíð Blöskrar viðbrögð yfirvalda í Vestmannaeyjum 21. júlí 2016 16:17 Stígamótum og Landspítala boðið að skoða Þjóðhátíð Boðið að fara yfir fornvarnarstarf, gæsluna og viðbragðsteymið. 21. júlí 2016 19:02 Yfirlýsing frá Páleyju: Hvetur til umræðu um þann stóra samfélagslega vanda sem kynferðislegt ofbeldi er Lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum segir að allar upplýsingar verði veittar um leið og talið er að það skaði hvorki rannsóknarhagsmuni né velferð brotaþola 21. júlí 2016 11:48 Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Veður Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Innlent Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Erlent Fleiri fréttir Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Sjá meira
Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, mun aftur leggja fram fyrirspurn á Alþingi um hversu mörg kynferðisbrot voru tilkynnt í tengslum við þjóðhátíð í Vestmannaeyjum í ár. Mun Helgi beina fyrirspurninni til Ólafar Nordal innanríkisráðherra þegar þing kemur saman 15. ágúst næstkomandi. Í fyrra ákvað Páley Borgþórsdóttir, lögreglustjóri í Vestmannaeyjum, að veita engar upplýsingar um kynferðisbrot á þjóðhátíð. Sendi hún bréf til allra viðbragðsaðila þar sem hún brýndi fyrir þeim að upplýsa fjölmiðla alls ekki um hugsanleg kynferðisbrot. Lagði Páley til að allir gæslumenn, starfsmenn neyðarmóttöku, heilbrigðisstarfsmenn, sjúkraflutningsmenn og allir sem komi að þessum brotum svari: „Við höfum enga heimild til að veita slíkar upplýsingar“, og veiti engar upplýsingar. Verkefnisstjóri neyðarmóttöku Landspítalans í Fossvogi upplýsti hins vegar á þriðjudegi eftir verslunarmannahelgi í fyrra að þrjár ungar konur hefðu leitað þangað vegna kynferðisbrota sem öll voru framin á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. Í september í fyrra beindi Helgi Hrafn fyrirspurn til Ólafar Nordal þar sem hann vildi fá að vita hversu mörg kynferðisbrot hafi verið tilkynnt til lögregluyfirvalda í tengslum við þjóðhátíð og jafnframt hversu margar kærur bárust vegna meintra brota. Svar Ólafar Nordal við fyrirspurn Helga Hrafns barst síðan 9. október í fyrra þar sem kom fram fimm kynferðisbrot sem áttu sér stað á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum voru tilkynnt til lögreglu. Helgi Hrafn segist ætla að beina slíkri fyrirspurn aftur til innanríkisráðherra. „Það kemur ekki svar fyrr en löngu eftir hátíðina en það er ákveðið prinsipp-atriði,“ segir Helgi Hrafn.Páley sendi frá sér tilkynningu í gær þar sem hún sagði lögregluembættið í Vestmannaeyjum ætla að veita allar upplýsingar um leið og talið er að það skaði hvorki rannsóknarhagsmuni né velferð brotaþola. Helgi Hrafn segist hafa reynt að sýna þessari ákvörðun Páleyjar eins mikinn skilning og hann mögulega getur en eftir að hafa hlustað á hana í viðtölum vegna málsins undanfarna daga finnst honum þau rök sem notuð eru fyrir þessari ákvörðun ekki duga. „Fyrir mér eru það hagsmunir fórnarlamba kynferðisofbeldis sem skipta fyrst og fremst máli. Maður fær á tilfinninguna mjög sterkt að það sem virðist, og ég undirstrika virðist, liggja að baki að mönnum finnist óþægilegt að tala um þetta ýmist á meðan hátíðin er í gangi eða skömmu eftir. Bara það að það líti þannig út er slæmt,“ segir Helgi Hrafn.
Tengdar fréttir Enn allt í óvissu varðandi Þjóðhátíð Þjóðhátíðarnefnd tilkynnti í gær að þeir ætluðu að bjóða Stígamótum að vera á svæðinu. Hljómsveitirnar eiga enn eftir að bregðast við. 22. júlí 2016 10:26 Vinsælustu listamenn landsins hætta við að spila á Þjóðhátíð Blöskrar viðbrögð yfirvalda í Vestmannaeyjum 21. júlí 2016 16:17 Stígamótum og Landspítala boðið að skoða Þjóðhátíð Boðið að fara yfir fornvarnarstarf, gæsluna og viðbragðsteymið. 21. júlí 2016 19:02 Yfirlýsing frá Páleyju: Hvetur til umræðu um þann stóra samfélagslega vanda sem kynferðislegt ofbeldi er Lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum segir að allar upplýsingar verði veittar um leið og talið er að það skaði hvorki rannsóknarhagsmuni né velferð brotaþola 21. júlí 2016 11:48 Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Veður Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Innlent Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Erlent Fleiri fréttir Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Sjá meira
Enn allt í óvissu varðandi Þjóðhátíð Þjóðhátíðarnefnd tilkynnti í gær að þeir ætluðu að bjóða Stígamótum að vera á svæðinu. Hljómsveitirnar eiga enn eftir að bregðast við. 22. júlí 2016 10:26
Vinsælustu listamenn landsins hætta við að spila á Þjóðhátíð Blöskrar viðbrögð yfirvalda í Vestmannaeyjum 21. júlí 2016 16:17
Stígamótum og Landspítala boðið að skoða Þjóðhátíð Boðið að fara yfir fornvarnarstarf, gæsluna og viðbragðsteymið. 21. júlí 2016 19:02
Yfirlýsing frá Páleyju: Hvetur til umræðu um þann stóra samfélagslega vanda sem kynferðislegt ofbeldi er Lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum segir að allar upplýsingar verði veittar um leið og talið er að það skaði hvorki rannsóknarhagsmuni né velferð brotaþola 21. júlí 2016 11:48