Vinsælustu listamenn landsins hætta við að spila á Þjóðhátíð Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 21. júlí 2016 16:17 Unnsteinn Manúel og félagar spila ekki á Þjóðhátíð eins og staðan er í dag. Stefnubreytingu þurfi. Retro Stefson, Úlfur Úlfur, Agent Fresco, Emmsjé Gauti og Sturla Atlas munu ekki koma fram á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum í ár eins og til stóð nema stefnubreyting verði hjá yfirvöldum í Vestmannaeyjum, og það strax. Þeim blöskrar viðbrögð yfirvalda í Vestmannaeyjum við háværum kröfum samfélagsins undanfarna daga. Sveitirnar segja í sameiginlegri yfirlýsingu að Þjóðhátíð sé frábær hátíð en kynferðisbrot eigi aldrei að þagga niður. Vísa sveitirnar þar til ákvörðunar lögreglustjórans í Vestmanneyjum, Páleyjar Borgþórsdóttur, að veita fjölmiðlum ekki tölfræðilegar upplýsingar um tilkynnt kynferðisbrot á meðan á Þjóðhátíð stendur.Sjá einnig:Elliði bæjarstjóri segir um misskilning að ræða Páley hefur bent á að þannig sé málum háttað árið um kring í Eyjum en um annað háttalag er að ræða en tíðkast hjá flestum lögregluembættum á landinu. Ríkislögreglustjóri og ríkissaksóknari segja að best væri að málum væri eins háttað hjá öllum embættum. Arnar Freyr Frostason og Helgi Sæmundur Guðmundsson, í Úlfi Úlfi.Vísir/ERNIR Beita öllum tiltækum ráðum Rappararnir í Úlfur Úlfur fordæmdu ákvörðunina í yfirlýsingu í gær og nú hafa þeir og ofangreindir listamenn gengið skrefinu lengra. Ljóst er að um töluvert högg er að ræða fyrir Þjóðhátíð enda er um að ræða marga af vinsælustu listamönnum landsins. „Þjóðhátíð, Vestmannaeyingar og við öll eigum að úthýsa kynferðisofbeldi með öllum tiltækum ráðum,“ sagði Unnsteinn Manúel, söngvari Retro Stefson, í yfirlýsingunni sem birt var á RÚV í dag. „Við getum ekki, sem flytjendur og listamenn á þessari hátið, komið fram vitandi það að einhverjir úr áhorfendaskaranum verði fyrir kynferðisofbeldi ef að bæjaryfirvöld og lögreglustjórinn í Vestmanneyjum hafa ekki gert allt sem í þeirra valdi stóð til að koma í veg fyrir það.“ Hörður Orri Grettisson, formaður Þjóðhátíðarnefndar, baðst undan viðtali að svo stöddu þegar fréttastofa náði af honum tali. Hann ætlaði að veita viðtal eftir hálftíma en sagði svo að nefndin myndi senda frá sér yfirlýsingu vegna málsins. Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, segir málið á misskilningi byggt. Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum hefur verið fjölmennasta útihátíðin um Verslunarmannahelgina um árabil.Vísir/Vilhelm Yfirlýsingin hljómsveitanna í heild Okkur blöskra viðbrögð yfirvalda í Vestmanneyjum við háværum kröfum samfélagsins undanfarna daga. Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum er frábær hátíð en kynferðisbrot á aldrei að þagga niður. Þjóðhátið, Vestmanneyingar og við öll eigum að úthýsa kynferðisofbeldi með öllum tiltækum ráðum. Í ljósi orðræðu og verklags lögreglustjórans í Vestmanneyjum undanfarna daga sem gengur þvert á þöggunarumræðuna sem hefur átt sér stað undanfarin ár í íslensku samfélagi, sjáum við okkur ekki annan kost í stöðunni en að draga okkur úr dagskrá Þjóðhátíðar í ár nema skýr stefnubreyting komi frá bæjaryfirvöldum og lögreglustjóra og það strax. Við getum ekki, sem flytjendur og listamenn á þessari hátið, komið fram vitandi það að einhverjir úr áhorfendaskaranum verði fyrir kynferðisofbeldi ef að bæjaryfirvöld og lögreglustjórinn í Vestmanneyjum hafa ekki gert allt sem í þeirra valdi stóð til að koma í veg fyrir það. Okkar krafa er sú að lögregluyfirvöld í Vestmanneyjum temji sér þau vinnubrögð sem Landsspítalinn og Stígamót telji vera æskilegust. Og þá tala ég fyrir hönd eftirfarandi hljómsveita: Retro Stefson, Úlfur Úlfur, Agent Fresco, Emmsjé Gauti og Sturla Atlas. Kær kveðja, Strákarnir Tengdar fréttir Hefur staðið á bryggjunni á Heimaey með brotaþolum sem upplifa svakalega skömm Formaður áfallateymis á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum telur ákvörðun lögreglustjórans í Vestmannaeyjum vera skref í rétta átt. 21. júlí 2016 11:26 Yfirlýsing frá Páleyju: Hvetur til umræðu um þann stóra samfélagslega vanda sem kynferðislegt ofbeldi er Lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum segir að allar upplýsingar verði veittar um leið og talið er að það skaði hvorki rannsóknarhagsmuni né velferð brotaþola 21. júlí 2016 11:48 Mest lesið Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Innlent Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Erlent Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Innlent Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Sjá meira
Retro Stefson, Úlfur Úlfur, Agent Fresco, Emmsjé Gauti og Sturla Atlas munu ekki koma fram á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum í ár eins og til stóð nema stefnubreyting verði hjá yfirvöldum í Vestmannaeyjum, og það strax. Þeim blöskrar viðbrögð yfirvalda í Vestmannaeyjum við háværum kröfum samfélagsins undanfarna daga. Sveitirnar segja í sameiginlegri yfirlýsingu að Þjóðhátíð sé frábær hátíð en kynferðisbrot eigi aldrei að þagga niður. Vísa sveitirnar þar til ákvörðunar lögreglustjórans í Vestmanneyjum, Páleyjar Borgþórsdóttur, að veita fjölmiðlum ekki tölfræðilegar upplýsingar um tilkynnt kynferðisbrot á meðan á Þjóðhátíð stendur.Sjá einnig:Elliði bæjarstjóri segir um misskilning að ræða Páley hefur bent á að þannig sé málum háttað árið um kring í Eyjum en um annað háttalag er að ræða en tíðkast hjá flestum lögregluembættum á landinu. Ríkislögreglustjóri og ríkissaksóknari segja að best væri að málum væri eins háttað hjá öllum embættum. Arnar Freyr Frostason og Helgi Sæmundur Guðmundsson, í Úlfi Úlfi.Vísir/ERNIR Beita öllum tiltækum ráðum Rappararnir í Úlfur Úlfur fordæmdu ákvörðunina í yfirlýsingu í gær og nú hafa þeir og ofangreindir listamenn gengið skrefinu lengra. Ljóst er að um töluvert högg er að ræða fyrir Þjóðhátíð enda er um að ræða marga af vinsælustu listamönnum landsins. „Þjóðhátíð, Vestmannaeyingar og við öll eigum að úthýsa kynferðisofbeldi með öllum tiltækum ráðum,“ sagði Unnsteinn Manúel, söngvari Retro Stefson, í yfirlýsingunni sem birt var á RÚV í dag. „Við getum ekki, sem flytjendur og listamenn á þessari hátið, komið fram vitandi það að einhverjir úr áhorfendaskaranum verði fyrir kynferðisofbeldi ef að bæjaryfirvöld og lögreglustjórinn í Vestmanneyjum hafa ekki gert allt sem í þeirra valdi stóð til að koma í veg fyrir það.“ Hörður Orri Grettisson, formaður Þjóðhátíðarnefndar, baðst undan viðtali að svo stöddu þegar fréttastofa náði af honum tali. Hann ætlaði að veita viðtal eftir hálftíma en sagði svo að nefndin myndi senda frá sér yfirlýsingu vegna málsins. Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, segir málið á misskilningi byggt. Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum hefur verið fjölmennasta útihátíðin um Verslunarmannahelgina um árabil.Vísir/Vilhelm Yfirlýsingin hljómsveitanna í heild Okkur blöskra viðbrögð yfirvalda í Vestmanneyjum við háværum kröfum samfélagsins undanfarna daga. Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum er frábær hátíð en kynferðisbrot á aldrei að þagga niður. Þjóðhátið, Vestmanneyingar og við öll eigum að úthýsa kynferðisofbeldi með öllum tiltækum ráðum. Í ljósi orðræðu og verklags lögreglustjórans í Vestmanneyjum undanfarna daga sem gengur þvert á þöggunarumræðuna sem hefur átt sér stað undanfarin ár í íslensku samfélagi, sjáum við okkur ekki annan kost í stöðunni en að draga okkur úr dagskrá Þjóðhátíðar í ár nema skýr stefnubreyting komi frá bæjaryfirvöldum og lögreglustjóra og það strax. Við getum ekki, sem flytjendur og listamenn á þessari hátið, komið fram vitandi það að einhverjir úr áhorfendaskaranum verði fyrir kynferðisofbeldi ef að bæjaryfirvöld og lögreglustjórinn í Vestmanneyjum hafa ekki gert allt sem í þeirra valdi stóð til að koma í veg fyrir það. Okkar krafa er sú að lögregluyfirvöld í Vestmanneyjum temji sér þau vinnubrögð sem Landsspítalinn og Stígamót telji vera æskilegust. Og þá tala ég fyrir hönd eftirfarandi hljómsveita: Retro Stefson, Úlfur Úlfur, Agent Fresco, Emmsjé Gauti og Sturla Atlas. Kær kveðja, Strákarnir
Tengdar fréttir Hefur staðið á bryggjunni á Heimaey með brotaþolum sem upplifa svakalega skömm Formaður áfallateymis á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum telur ákvörðun lögreglustjórans í Vestmannaeyjum vera skref í rétta átt. 21. júlí 2016 11:26 Yfirlýsing frá Páleyju: Hvetur til umræðu um þann stóra samfélagslega vanda sem kynferðislegt ofbeldi er Lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum segir að allar upplýsingar verði veittar um leið og talið er að það skaði hvorki rannsóknarhagsmuni né velferð brotaþola 21. júlí 2016 11:48 Mest lesið Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Innlent Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Erlent Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Innlent Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Sjá meira
Hefur staðið á bryggjunni á Heimaey með brotaþolum sem upplifa svakalega skömm Formaður áfallateymis á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum telur ákvörðun lögreglustjórans í Vestmannaeyjum vera skref í rétta átt. 21. júlí 2016 11:26
Yfirlýsing frá Páleyju: Hvetur til umræðu um þann stóra samfélagslega vanda sem kynferðislegt ofbeldi er Lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum segir að allar upplýsingar verði veittar um leið og talið er að það skaði hvorki rannsóknarhagsmuni né velferð brotaþola 21. júlí 2016 11:48