Ruslið eykst í takt við aukna heimagistingu Nadine Guðrún Yaghi skrifar 25. júlí 2016 07:00 Kvartanir berast vegna yfirfullra sorptunna í Reykjavík. vísir/Anton brink Sorpmagn hefur aukist milli ára. Aukningin er um það bil tíu prósent á blönduðum úrgangi og um tuttugu prósent á framkvæmdaúrgangi frá því á sama tímabili í fyrra. „Júlí er oft annasamur mánuður en þær tölur sem við erum með sýna aukningu,“ segir Guðmundur Tryggvi Ólafsson, rekstrarstjóri endurvinnslustöðva Sorpu. Tölurnar eiga við sorp á höfuðborgarsvæðinu. Samkvæmt upplýsingum frá Sorphirðu Reykjavíkur hafa þó nokkrar kvartanir borist undanfarið vegna yfirfullra ruslatunna í borginni. „Meira fólki fylgir auðvitað meira rusl og ég hef það á tilfinningunni að aukningin sé meðal annars vegna heimagistingar ferðamanna,“ segir Sigríður Ólafsdóttir, rekstrarstjóri Sorphirðu Reykjavíkurborgar. Sigríður bætir við að eðlilegt sé að sorpmagn aukist í borginni miðað við allan þann fjölda ferðamanna sem gista í heimahúsum þessa dagana. „Við getum auðvitað ekki staðhæft að þetta sé vegna þeirra en við höfum það á tilfinningunni og heyrum það á íbúum,“ segir Sigríður. Að sögn Sigríðar gefur auga leið að ef fólk er að leigja út til ferðamanna þá þurfi það að fá sér fleiri ruslatunnur. „Leiðin til að bregðast við er að fá sér fleiri ílát eftir þörfum. Einnig þurfa íbúðareigendur að fræða og upplýsa gesti sína um það hvaða flokkun sé til staðar og hvað megi setja í ílátin,“ segir Sigríður. Guðmundur Tryggvi tekur undir þetta og segir að klárlega hafi fleiri íbúðir í útleigu áhrif á úrgangsmagn meðal annarra þátta. „Þegar það er mikil aukning á skömmum tíma verður maður að spyrja sig hvað sé í gangi,“ segir Guðmundur Tryggvi en varðandi flokkun á rusli þætti honum langeðlilegast að þeir sem leigja út íbúðir sínar ættu að upplýsa og fræða ferðamenn um flokkunina.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem að endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira
Sorpmagn hefur aukist milli ára. Aukningin er um það bil tíu prósent á blönduðum úrgangi og um tuttugu prósent á framkvæmdaúrgangi frá því á sama tímabili í fyrra. „Júlí er oft annasamur mánuður en þær tölur sem við erum með sýna aukningu,“ segir Guðmundur Tryggvi Ólafsson, rekstrarstjóri endurvinnslustöðva Sorpu. Tölurnar eiga við sorp á höfuðborgarsvæðinu. Samkvæmt upplýsingum frá Sorphirðu Reykjavíkur hafa þó nokkrar kvartanir borist undanfarið vegna yfirfullra ruslatunna í borginni. „Meira fólki fylgir auðvitað meira rusl og ég hef það á tilfinningunni að aukningin sé meðal annars vegna heimagistingar ferðamanna,“ segir Sigríður Ólafsdóttir, rekstrarstjóri Sorphirðu Reykjavíkurborgar. Sigríður bætir við að eðlilegt sé að sorpmagn aukist í borginni miðað við allan þann fjölda ferðamanna sem gista í heimahúsum þessa dagana. „Við getum auðvitað ekki staðhæft að þetta sé vegna þeirra en við höfum það á tilfinningunni og heyrum það á íbúum,“ segir Sigríður. Að sögn Sigríðar gefur auga leið að ef fólk er að leigja út til ferðamanna þá þurfi það að fá sér fleiri ruslatunnur. „Leiðin til að bregðast við er að fá sér fleiri ílát eftir þörfum. Einnig þurfa íbúðareigendur að fræða og upplýsa gesti sína um það hvaða flokkun sé til staðar og hvað megi setja í ílátin,“ segir Sigríður. Guðmundur Tryggvi tekur undir þetta og segir að klárlega hafi fleiri íbúðir í útleigu áhrif á úrgangsmagn meðal annarra þátta. „Þegar það er mikil aukning á skömmum tíma verður maður að spyrja sig hvað sé í gangi,“ segir Guðmundur Tryggvi en varðandi flokkun á rusli þætti honum langeðlilegast að þeir sem leigja út íbúðir sínar ættu að upplýsa og fræða ferðamenn um flokkunina.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem að endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira