Grindavík batt enda á sigurgöngu KA | Sonur Eiðs Smára á skotskónum Tómas Þór Þórðarson skrifar 12. júlí 2016 21:12 Sveinn Aron Guðjohnsen skoraði sigurmark HK. vísir/hanna Grindavík passaði að KA myndi ekki stinga af á toppnum í Inkasso-deild karla í fótbolta í kvöld en Suðurnesjaliðið kom til baka eftir að lenda 2-0 undir og náði í eitt stig. Króatinn Juraj Grizelj kom KA í 1-0 strax á fjórðu mínútu og útlitið var ansi gott fyrir norðanmenn þegar Hallgrímur Mar Steingrímsson tvöfaldaði forskotið fyrir gestina í Grindavík á markamínútunni sjálfri, 2-0. Fransico Cruz minnkaði muninn fyrir Grindavík, 2-1, eftir tæpar tvær mínútur í seinni hálfleiknum og það var svo bakvörðurinn sókndjarfi, Jósef Kristinn Jósefsson, sem jafnaði metin fyrir heimamenn átta mínútum fyrir lok venjulegs leiktíma. Lokatölur, 2-2. Frábær endurkoma hjá Grindavík sem vann Þór, 5-0, í síðustu umferð. Liðið var að gera sitt þriðja jafntefli í síðustu fjórum leikjum og er í þriðja sæti með 18 stig, stigi frá Þór í öðru sæti og fimm stigum frá toppliði KA. KA-menn héldu toppsætinu þrátt fyrir að missa sigurinn frá sér. Með þremur stigum hefði liðið sama og stungið af á toppnum en Grindvíkingar héldu spennu í toppbaráttunni með því að binda endi á fjögurra leikja sigurgöngu KA. Norðanmenn eru eftir sem áður ósigraðir í síðustu sjö leikjum. KA er með 23 stig á toppnum, Þór 19 stig í öðru sæti og Grindavík 18 í því þriðja. Einum leik er ólokið í kvöld en það er Leiknisslagurinn í Breiðholti.Sveinn Aron enn á skotskónum HK var hársbreidd frá gríðarlega mikilvægum sigri í botnbaráttu Inkasso-deildarinnar í kvöld þegar liðið mætti Huginn frá Seyðisfirði í Kórnum. Liðin skildu jöfn, 1-1. Sveinn Aron Guðjohnsen, sonur Eiðs Smára, skoraði fyrir HK á 42. mínútu leiksins. HK er á fínum skriði en liðið er taplaust í síðustu þremur leikjum sínum en gert tvö jafntefli. Sveinn Aron, sem er 18 ára gamall, er á meðal markahæstu manna í Inkasso-deildinni en markið í kvöld var hans fimmta í deildinni í tíu leikjum. Því miður fyrir HK náði liðið ekki að landa sigrinum því Huginn jafnaði metin á fimmtu mínútu í uppbótartíma en samkvæmt textaýsingu fótbolti.net frá leiknum var þar að verki Rúnar Freyr Þórhallsson. Lokatölur, 1-1. Selfoss vann svo mikilvægan sigur á Haukum, 1-0, þar sem Andrew James Pew skoraði sigurmarkið á 90. mínútu leiksins. HK er í 10. sæti eftir sigurinn í kvöld með tíu stig en Huginn er á botninum með fimm stig. Selfoss lyfti sér upp í sjötta sætið en liðið er með fjórtán stig. Haukar eru með ellefu stig í áttunda sæti. Íslenski boltinn Mest lesið Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Fótbolti Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik Fótbolti McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Körfubolti Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Enski boltinn Fleiri fréttir Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Barcelona heiðrar Kobe Bryant með sérstökum búningi Hafnaði Los Angeles og valdi frekar Vancouver „Í þeirra augum er það skandall ef þeir detta út á móti KA“ Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Börsungar skoruðu sjö mörk í tíu marka leik „Þeir sannfærðu okkur um að þetta hafi verið algjörlega einstakt tilfelli“ Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Sjá meira
Grindavík passaði að KA myndi ekki stinga af á toppnum í Inkasso-deild karla í fótbolta í kvöld en Suðurnesjaliðið kom til baka eftir að lenda 2-0 undir og náði í eitt stig. Króatinn Juraj Grizelj kom KA í 1-0 strax á fjórðu mínútu og útlitið var ansi gott fyrir norðanmenn þegar Hallgrímur Mar Steingrímsson tvöfaldaði forskotið fyrir gestina í Grindavík á markamínútunni sjálfri, 2-0. Fransico Cruz minnkaði muninn fyrir Grindavík, 2-1, eftir tæpar tvær mínútur í seinni hálfleiknum og það var svo bakvörðurinn sókndjarfi, Jósef Kristinn Jósefsson, sem jafnaði metin fyrir heimamenn átta mínútum fyrir lok venjulegs leiktíma. Lokatölur, 2-2. Frábær endurkoma hjá Grindavík sem vann Þór, 5-0, í síðustu umferð. Liðið var að gera sitt þriðja jafntefli í síðustu fjórum leikjum og er í þriðja sæti með 18 stig, stigi frá Þór í öðru sæti og fimm stigum frá toppliði KA. KA-menn héldu toppsætinu þrátt fyrir að missa sigurinn frá sér. Með þremur stigum hefði liðið sama og stungið af á toppnum en Grindvíkingar héldu spennu í toppbaráttunni með því að binda endi á fjögurra leikja sigurgöngu KA. Norðanmenn eru eftir sem áður ósigraðir í síðustu sjö leikjum. KA er með 23 stig á toppnum, Þór 19 stig í öðru sæti og Grindavík 18 í því þriðja. Einum leik er ólokið í kvöld en það er Leiknisslagurinn í Breiðholti.Sveinn Aron enn á skotskónum HK var hársbreidd frá gríðarlega mikilvægum sigri í botnbaráttu Inkasso-deildarinnar í kvöld þegar liðið mætti Huginn frá Seyðisfirði í Kórnum. Liðin skildu jöfn, 1-1. Sveinn Aron Guðjohnsen, sonur Eiðs Smára, skoraði fyrir HK á 42. mínútu leiksins. HK er á fínum skriði en liðið er taplaust í síðustu þremur leikjum sínum en gert tvö jafntefli. Sveinn Aron, sem er 18 ára gamall, er á meðal markahæstu manna í Inkasso-deildinni en markið í kvöld var hans fimmta í deildinni í tíu leikjum. Því miður fyrir HK náði liðið ekki að landa sigrinum því Huginn jafnaði metin á fimmtu mínútu í uppbótartíma en samkvæmt textaýsingu fótbolti.net frá leiknum var þar að verki Rúnar Freyr Þórhallsson. Lokatölur, 1-1. Selfoss vann svo mikilvægan sigur á Haukum, 1-0, þar sem Andrew James Pew skoraði sigurmarkið á 90. mínútu leiksins. HK er í 10. sæti eftir sigurinn í kvöld með tíu stig en Huginn er á botninum með fimm stig. Selfoss lyfti sér upp í sjötta sætið en liðið er með fjórtán stig. Haukar eru með ellefu stig í áttunda sæti.
Íslenski boltinn Mest lesið Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Fótbolti Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik Fótbolti McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Körfubolti Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Enski boltinn Fleiri fréttir Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Barcelona heiðrar Kobe Bryant með sérstökum búningi Hafnaði Los Angeles og valdi frekar Vancouver „Í þeirra augum er það skandall ef þeir detta út á móti KA“ Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Börsungar skoruðu sjö mörk í tíu marka leik „Þeir sannfærðu okkur um að þetta hafi verið algjörlega einstakt tilfelli“ Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Sjá meira