Varaforseti Barcelona: Eiður Smári er íslenska goðið hjá Barca Tómas Þór Þórðarson skrifar 13. júlí 2016 13:45 Eiður Smári Guðjohnsen, markahæsti leikmaður íslenska landsliðsins frá upphafi, var fenginn til að þjálfa í fótboltaskóla Barcelona á Íslandi sem lýkur í dag en hann fór fram á Valsvellinum í samstarfi við Knattspyrnuakademíu Íslands. Eiður Smári er eini Íslendingurinn sem hefur spilað með Katalóníurisanum en hann var á mála hjá Börsungum frá 2006-2009 og spilaði 112 leiki.Sjá einnig:Eiður Smári verður ekki aðstoðarþjálfari Heimis hjá landsliðinu „Við höfum lengi verið í sambandi við Eið Smára því hann er íslenska goðið hjá Barca. Það var ekki flókin ákvörðun fyrir okkur að vera í sambandi við hann þegar kom að þessum fótboltaskóna. Við vorum virkilega spenntir fyrir því að fá hann til að þjálfa í skólanum,“ sagði Carles Vilarrubí, varaforseti Barcelona, í viðtali við Vísi í Valsheimilinu í morgun.Fór eftir gildum félagsins Vilarrubí rölti um Valshöllina fyrir viðtalið í fylgd Guðna Bergssonar og Arnórs Guðjohnsen, föður Eiðs Smára. Spánverjinn sagði alla sem tengjast Barcelona bera Eiði Smára söguna vel. „Það er litið á hann sem mjög kappsfullan og metnaðarfullan leikmann. Hann var topp atvinnumaður sem var fljótur að meðtaka okkar gildi og gaf allt sitt fyrir félagið,“ sagði Vilarrubí.Sjá einnig:Eiður Smári vill sjá meira af Barcelona á Íslandi „Ef þú minnist á Eið Guðjohnsen við einhvern í Barcelona hefur fólk bara góða hluti að segja. Hann spilaði vel og var algjörlega til fyrirmyndar utan vallar og það kann fólk að meta.“ „Hann er auðvitað bara einn af fjölmörgum frábærum fótboltamönnum sem hafa spilað fyrir Barcelona en Eiður lifir í minningunni hjá Barcelona sem metnaðarfullur leikmaður sem spilaði og fór eftir gildum félagsins,“ sagði Carles Vilarrubí. Ítarlegt viðtal við varaforsetann verður í Fréttablaðinu á morgun. Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Eiður Smári vill sjá meira af Barcelona á Íslandi Eiður Smári Guðjohnsen átti sinn þátt í því að sannfæra Barcelona að koma með fótboltaskólann félagsins til Íslands og hann var einnig til í að hjálpa til þegar FCBEscola fór fram síðustu daga. 13. júlí 2016 09:30 Solskjær búinn að næla í annan íslenskan framherja Björn Bergmann Sigurðarson hefur gert samning við norska úrvalsdeildarliðið Molde og mun spila með liðinu út tímabili. Þetta er staðfest á heimasíðu félagsins. 12. júlí 2016 09:44 Eiður Smári þjálfar efnilegar stelpur í fótboltaskóla Barcelona Tæplega 300 stúlkur taka þátt í þessu nýja verkefni sem fram fer á Valsvellinum. 12. júlí 2016 16:00 Eiður Smári verður ekki aðstoðarþjálfari Heimis hjá landsliðinu Eiður Smári Guðjohnsen var gestur "Í bítinu" á Bylgjunni í morgun og þar kom fram að hann sækist ekki eftir því að verða aðstoðarþjálfari Heimis Hallgrímssonar í íslenska landsliðinu. 13. júlí 2016 12:00 Mest lesið Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Enski boltinn Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Íslenski boltinn „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Fótbolti Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Enski boltinn Dagskráin í dag: Verður markamet efstu deildar karla bætt? Sport „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Íslenski boltinn Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Golf Fleiri fréttir Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Orri Steinn fær portúgalska samkeppni Breiðablik og Víkingur vita hverjum þau mæta næst Rashford með sitt fyrsta mark fyrir Barcelona Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Barist um undirskrift Nunez Tómas Bent seldur til Skotlands Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ Sjá meira
Eiður Smári Guðjohnsen, markahæsti leikmaður íslenska landsliðsins frá upphafi, var fenginn til að þjálfa í fótboltaskóla Barcelona á Íslandi sem lýkur í dag en hann fór fram á Valsvellinum í samstarfi við Knattspyrnuakademíu Íslands. Eiður Smári er eini Íslendingurinn sem hefur spilað með Katalóníurisanum en hann var á mála hjá Börsungum frá 2006-2009 og spilaði 112 leiki.Sjá einnig:Eiður Smári verður ekki aðstoðarþjálfari Heimis hjá landsliðinu „Við höfum lengi verið í sambandi við Eið Smára því hann er íslenska goðið hjá Barca. Það var ekki flókin ákvörðun fyrir okkur að vera í sambandi við hann þegar kom að þessum fótboltaskóna. Við vorum virkilega spenntir fyrir því að fá hann til að þjálfa í skólanum,“ sagði Carles Vilarrubí, varaforseti Barcelona, í viðtali við Vísi í Valsheimilinu í morgun.Fór eftir gildum félagsins Vilarrubí rölti um Valshöllina fyrir viðtalið í fylgd Guðna Bergssonar og Arnórs Guðjohnsen, föður Eiðs Smára. Spánverjinn sagði alla sem tengjast Barcelona bera Eiði Smára söguna vel. „Það er litið á hann sem mjög kappsfullan og metnaðarfullan leikmann. Hann var topp atvinnumaður sem var fljótur að meðtaka okkar gildi og gaf allt sitt fyrir félagið,“ sagði Vilarrubí.Sjá einnig:Eiður Smári vill sjá meira af Barcelona á Íslandi „Ef þú minnist á Eið Guðjohnsen við einhvern í Barcelona hefur fólk bara góða hluti að segja. Hann spilaði vel og var algjörlega til fyrirmyndar utan vallar og það kann fólk að meta.“ „Hann er auðvitað bara einn af fjölmörgum frábærum fótboltamönnum sem hafa spilað fyrir Barcelona en Eiður lifir í minningunni hjá Barcelona sem metnaðarfullur leikmaður sem spilaði og fór eftir gildum félagsins,“ sagði Carles Vilarrubí. Ítarlegt viðtal við varaforsetann verður í Fréttablaðinu á morgun.
Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Eiður Smári vill sjá meira af Barcelona á Íslandi Eiður Smári Guðjohnsen átti sinn þátt í því að sannfæra Barcelona að koma með fótboltaskólann félagsins til Íslands og hann var einnig til í að hjálpa til þegar FCBEscola fór fram síðustu daga. 13. júlí 2016 09:30 Solskjær búinn að næla í annan íslenskan framherja Björn Bergmann Sigurðarson hefur gert samning við norska úrvalsdeildarliðið Molde og mun spila með liðinu út tímabili. Þetta er staðfest á heimasíðu félagsins. 12. júlí 2016 09:44 Eiður Smári þjálfar efnilegar stelpur í fótboltaskóla Barcelona Tæplega 300 stúlkur taka þátt í þessu nýja verkefni sem fram fer á Valsvellinum. 12. júlí 2016 16:00 Eiður Smári verður ekki aðstoðarþjálfari Heimis hjá landsliðinu Eiður Smári Guðjohnsen var gestur "Í bítinu" á Bylgjunni í morgun og þar kom fram að hann sækist ekki eftir því að verða aðstoðarþjálfari Heimis Hallgrímssonar í íslenska landsliðinu. 13. júlí 2016 12:00 Mest lesið Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Enski boltinn Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Íslenski boltinn „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Fótbolti Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Enski boltinn Dagskráin í dag: Verður markamet efstu deildar karla bætt? Sport „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Íslenski boltinn Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Golf Fleiri fréttir Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Orri Steinn fær portúgalska samkeppni Breiðablik og Víkingur vita hverjum þau mæta næst Rashford með sitt fyrsta mark fyrir Barcelona Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Barist um undirskrift Nunez Tómas Bent seldur til Skotlands Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ Sjá meira
Eiður Smári vill sjá meira af Barcelona á Íslandi Eiður Smári Guðjohnsen átti sinn þátt í því að sannfæra Barcelona að koma með fótboltaskólann félagsins til Íslands og hann var einnig til í að hjálpa til þegar FCBEscola fór fram síðustu daga. 13. júlí 2016 09:30
Solskjær búinn að næla í annan íslenskan framherja Björn Bergmann Sigurðarson hefur gert samning við norska úrvalsdeildarliðið Molde og mun spila með liðinu út tímabili. Þetta er staðfest á heimasíðu félagsins. 12. júlí 2016 09:44
Eiður Smári þjálfar efnilegar stelpur í fótboltaskóla Barcelona Tæplega 300 stúlkur taka þátt í þessu nýja verkefni sem fram fer á Valsvellinum. 12. júlí 2016 16:00
Eiður Smári verður ekki aðstoðarþjálfari Heimis hjá landsliðinu Eiður Smári Guðjohnsen var gestur "Í bítinu" á Bylgjunni í morgun og þar kom fram að hann sækist ekki eftir því að verða aðstoðarþjálfari Heimis Hallgrímssonar í íslenska landsliðinu. 13. júlí 2016 12:00