Hannes: Þetta var rétta skrefið fyrir minn feril Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. júlí 2016 10:36 Hannes Þór Halldórsson. Vísir/Getty Hannes Þór Halldórsson gekk í dag frá þriggja ára samningi við danska úrvalsdeildarliðið Randers og mun því spila fyrir Ólaf H. Kristjánsson næstu árin. „Ég er ótrúlega spenntur að byrja nýjan kafla hjá Randers FC. Ég tel að þetta sé rétta skrefið fyrir minn feril. Ég hef verið hjá félaginu áður og þekki því vel til þarna. Ég veit hvað félagið stendur fyrir og ég veit að þetta er líka góður staður fyrir fjölskylduna," sagði Hannes Þór Halldórsson í viðtali á heimasíðu Randers. Það var mikill áhugi á Hannesi eftir frábæra frammistöðu hans á EM og sáu einhverjir hann fyrir sér fara í sterkari deild en þá dönsku. Hannes er hinsvegar mjög sáttur við allt sem býðst hjá Randers. Hann er hinsvegar orðinn 32 ára gamall og þetta gæti því verið einn af síðustu stóru samningum hans á ferlinum. Hannes kom til reynslu hjá félaginu árið 2012 en var áfram í tvö tímabil með KR. Hannes fór til norska liðsins Sandnes 2014 eftir að hafa orðið Íslandsmeistari með KR í annað skiptið á þremur árum. „Ég er reyndur markvörðu sem er hægt að treysta á og ég geri ekki stór mistök. Það er samt erfitt að tala um sjálfan sig og ég mun því láta aðra um að dæma mig," sagði Hannes. Hannes hefur þó aldrei spilað fyrir Ólaf Kristjánsson áður þó að hann þekki til landa síns. „Ísland er nú ekki það stórt land og íslenski fótboltaheimurinn er enn minni. Við þekkjum því hvorn annan vel," sagði Hannes. „Ég ber mikla virðingu fyrir Ólafi. Hann er með góðan fótboltahaus og ég er mjög spenntur fyrir framtíðarsýn félagsins. Það verður því gott að fá að byrja," sagði Hannes. Hannes verður þriðji íslenska leikmaðurinn hjá Randers en félagar hans í íslenska landsliðinu, þeir Theódór Elmar Bjarnason og Ögmundur Kristinsson voru áður í herbúðum liðsins. EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Fótbolti á Norðurlöndum Tengdar fréttir Ólafur vill fá Hannes til Randers Ólafur Kristjánsson, nýráðinn þjálfari Randers, vill fá landsliðsmarkvörðinn Hannes Þór Halldórsson til danska liðsins. 14. júlí 2016 18:30 Hannes samdi við Randers FC Landsliðsmarkvörðurinn Hannes Þór Halldórsson er orðinn leikmaður danska félagsins Randers FC en Íslendingurinn Ólafur H. Kristjánsson þjálfar einmitt liðið. 15. júlí 2016 10:19 Enginn náði Hannesi - varði flest skot allra á EM 2016 Hannes Þór Halldórsson, markvörður íslenska landsliðsins, varð flest skot á EM í Frakklandi sem lauk í gær með úrslitaleik Portúgals og Frakklands. 11. júlí 2016 10:30 Mest lesið Í beinni: Tindastóll - Stjarnan | Baráttan um Íslandsmeistaratitilinn ræðst í Síkinu Körfubolti Sveindís til félags í eigu stórstjarna Fótbolti Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Körfubolti Guardiola hótar að hætta Enski boltinn Gunnar Nelson fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“ Sport Í beinni: Tottenham - Manchester United | Úrslitaleikur Evrópudeildarinnar Fótbolti Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Fótbolti Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Íslenski boltinn Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Fótbolti „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Tottenham - Manchester United | Úrslitaleikur Evrópudeildarinnar Sveindís til félags í eigu stórstjarna Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Vázquez víkur fyrir Trent Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Bellingham þarf að fara í aðgerð Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Yamal tekur við tíunni hjá Barcelona Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Guardiola hótar að hætta „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ „Verð aldrei trúður“ „Manchester er heima“ Sveinn Aron skoraði, lagði upp og klúðraði vítaspyrnu Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Pepe Reina leggur hanskana á hilluna Beckham varar Manchester United við Áhyggjulaus yfir þátttöku landsliðskvenna á spennandi móti: „Þar til einhver meiðist“ Titilbaráttan ræðst á föstudag eða í úrslitaleik á mánudag Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Nýtt sjónarhorn færir Arnari fullnaðarsigur Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt Orðuðu Klopp við Roma en drógu það strax til baka Valencia hótar lögsókn vegna Netflix-myndar um Vinícius Júnior Sjá meira
Hannes Þór Halldórsson gekk í dag frá þriggja ára samningi við danska úrvalsdeildarliðið Randers og mun því spila fyrir Ólaf H. Kristjánsson næstu árin. „Ég er ótrúlega spenntur að byrja nýjan kafla hjá Randers FC. Ég tel að þetta sé rétta skrefið fyrir minn feril. Ég hef verið hjá félaginu áður og þekki því vel til þarna. Ég veit hvað félagið stendur fyrir og ég veit að þetta er líka góður staður fyrir fjölskylduna," sagði Hannes Þór Halldórsson í viðtali á heimasíðu Randers. Það var mikill áhugi á Hannesi eftir frábæra frammistöðu hans á EM og sáu einhverjir hann fyrir sér fara í sterkari deild en þá dönsku. Hannes er hinsvegar mjög sáttur við allt sem býðst hjá Randers. Hann er hinsvegar orðinn 32 ára gamall og þetta gæti því verið einn af síðustu stóru samningum hans á ferlinum. Hannes kom til reynslu hjá félaginu árið 2012 en var áfram í tvö tímabil með KR. Hannes fór til norska liðsins Sandnes 2014 eftir að hafa orðið Íslandsmeistari með KR í annað skiptið á þremur árum. „Ég er reyndur markvörðu sem er hægt að treysta á og ég geri ekki stór mistök. Það er samt erfitt að tala um sjálfan sig og ég mun því láta aðra um að dæma mig," sagði Hannes. Hannes hefur þó aldrei spilað fyrir Ólaf Kristjánsson áður þó að hann þekki til landa síns. „Ísland er nú ekki það stórt land og íslenski fótboltaheimurinn er enn minni. Við þekkjum því hvorn annan vel," sagði Hannes. „Ég ber mikla virðingu fyrir Ólafi. Hann er með góðan fótboltahaus og ég er mjög spenntur fyrir framtíðarsýn félagsins. Það verður því gott að fá að byrja," sagði Hannes. Hannes verður þriðji íslenska leikmaðurinn hjá Randers en félagar hans í íslenska landsliðinu, þeir Theódór Elmar Bjarnason og Ögmundur Kristinsson voru áður í herbúðum liðsins.
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Fótbolti á Norðurlöndum Tengdar fréttir Ólafur vill fá Hannes til Randers Ólafur Kristjánsson, nýráðinn þjálfari Randers, vill fá landsliðsmarkvörðinn Hannes Þór Halldórsson til danska liðsins. 14. júlí 2016 18:30 Hannes samdi við Randers FC Landsliðsmarkvörðurinn Hannes Þór Halldórsson er orðinn leikmaður danska félagsins Randers FC en Íslendingurinn Ólafur H. Kristjánsson þjálfar einmitt liðið. 15. júlí 2016 10:19 Enginn náði Hannesi - varði flest skot allra á EM 2016 Hannes Þór Halldórsson, markvörður íslenska landsliðsins, varð flest skot á EM í Frakklandi sem lauk í gær með úrslitaleik Portúgals og Frakklands. 11. júlí 2016 10:30 Mest lesið Í beinni: Tindastóll - Stjarnan | Baráttan um Íslandsmeistaratitilinn ræðst í Síkinu Körfubolti Sveindís til félags í eigu stórstjarna Fótbolti Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Körfubolti Guardiola hótar að hætta Enski boltinn Gunnar Nelson fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“ Sport Í beinni: Tottenham - Manchester United | Úrslitaleikur Evrópudeildarinnar Fótbolti Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Fótbolti Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Íslenski boltinn Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Fótbolti „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Tottenham - Manchester United | Úrslitaleikur Evrópudeildarinnar Sveindís til félags í eigu stórstjarna Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Vázquez víkur fyrir Trent Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Bellingham þarf að fara í aðgerð Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Yamal tekur við tíunni hjá Barcelona Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Guardiola hótar að hætta „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ „Verð aldrei trúður“ „Manchester er heima“ Sveinn Aron skoraði, lagði upp og klúðraði vítaspyrnu Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Pepe Reina leggur hanskana á hilluna Beckham varar Manchester United við Áhyggjulaus yfir þátttöku landsliðskvenna á spennandi móti: „Þar til einhver meiðist“ Titilbaráttan ræðst á föstudag eða í úrslitaleik á mánudag Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Nýtt sjónarhorn færir Arnari fullnaðarsigur Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt Orðuðu Klopp við Roma en drógu það strax til baka Valencia hótar lögsókn vegna Netflix-myndar um Vinícius Júnior Sjá meira
Ólafur vill fá Hannes til Randers Ólafur Kristjánsson, nýráðinn þjálfari Randers, vill fá landsliðsmarkvörðinn Hannes Þór Halldórsson til danska liðsins. 14. júlí 2016 18:30
Hannes samdi við Randers FC Landsliðsmarkvörðurinn Hannes Þór Halldórsson er orðinn leikmaður danska félagsins Randers FC en Íslendingurinn Ólafur H. Kristjánsson þjálfar einmitt liðið. 15. júlí 2016 10:19
Enginn náði Hannesi - varði flest skot allra á EM 2016 Hannes Þór Halldórsson, markvörður íslenska landsliðsins, varð flest skot á EM í Frakklandi sem lauk í gær með úrslitaleik Portúgals og Frakklands. 11. júlí 2016 10:30