Dæmi um tímakaup upp á tæpar 600 krónur sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 18. júlí 2016 11:33 Grunur leikur á brotið hafi verið alvarlega á réttindum starfsmanna á vinnusvæðinu við Bakka norðan Húsavíkur. Vísir/GVA Grunur leikur á brotið hafi verið alvarlega á réttindum starfsmanna á vinnusvæðinu við Bakka norðan Húsavíkur. Dæmi eru um að starfsfólk hafi fengið undir sex hundruð krónur í tímakaup og að það hafi verið svikið um á þriðja hundrað þúsund krónur í hverjum mánuði. Morgunblaðið greindi fyrst frá. Framsýn stéttarfélag fundaði með lögreglu í síðustu viku til að hafa yfir mál sem komið hafa inn á borð félagsins og varða alvarleg brot á vinnumarkaði á félagssvæðinu, að því er segir á heimasíðu félagsins. Aðalsteinn Árni Baldursson, formaður Framsýnar, segir að um sé að ræða brot af hálfu erlendra undirverktaka, ýmist frá Póllandi og Litháen.Aðalsteinn Árni Baldursson, formaður Framsýnar. „Við erum að sjá kaup til dæmis, laun í kringum 150 þúsund krónur á mánuði fyrir fulla vinnu, þegar lágmarkslaun eru 250 þúsund á Íslandi til dæmis. Við erum að sjá hugmyndir um tímakaup upp á 588 krónur, sem og kaup upp á 700-800 krónur, sem náttúrulega langt neðan við þær reglur sem gilda á Íslandi,“ segir Aðalsteinn í samtali við Vísi. Brotin séu margvísleg, en að um sé að ræða brot á íslenskum lögum og kjarasamningum. Hann segir að umræddir starfsmenn vinni um 120 til 130 prósent vinnu, og þannig séu þeir sviknir um hátt í þrjú hundruð þúsund krónur á mánuði. „Miðað við vinnutímann hjá þessum mönnum þá hefði þessi mánuður átt að gefa þeim í kringum 400 þúsund krónur, því þetta eru menn sem vinna umfram fulla vinnuskyldu.“ Aðalsteinn ítrekar að flest allir á svæðinu standi sig vel. Einungis sé um einstaka undirverktaka að ræða, og að vel sé fylgst með öllum þeim sem þarna starfi, en mikil uppbygging á sér stað á þessu svæði. „Við vinnum þetta á breiðum grundvelli. Það hefur tekist mjög vel að koma í veg fyrir þessi undirboð með þessu eftirliti og skilningi verkkaupa og verktaka sem eru ráðandi verktakar, þannig að við eigum mjög gott samstarf við þá. Í þessari viku erum við með mál sem við erum að fylgja eftir og reynum að leysa. Það eru tvö mál í þessari viku sem við þurfum að leysa og tengjast þessum undirboðum,“ segir Aðalsteinn.Leiðrétting: Upphaflega var birt mynd af gröfu og vörubíl í eigu Þ.S Verktaka. Tekið er fram að ekki er átt við Þ.S Verktaka í þessari frétt. Beðist er velvirðingar á þessu. Tengdar fréttir Brotið á verkafólki á Þeistareykjum Tugir starfsmanna fengu um 1.200 krónur á tímann síðasta sumar fyrir vinnu við uppbyggingu við Þeistareyki. Unnu 68 tíma á viku. 29. mars 2016 06:00 Verksmiðjuhúsin rísa og Húsvíkingar brosa Mestu framkvæmdir í sögu Norðurlands eru komnar á fulla ferð á Húsavík. 28. júní 2016 19:45 Áætlað að íbúum Húsavíkur fjölgi um allt að 400 manns Ráðamenn Norðurþings sjá fram á að reisa þurfi 120 nýjar íbúðir á Húsavík á næstu árum. 9. júlí 2016 22:22 Þeir nota stultur til að létta sér störfin Stultur eins og krakkar léku sér gjarnan á í gamla daga geta komið sér vel á ólíklegustu stöðum. 10. júlí 2016 22:36 Mest lesið Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Innlent Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Innlent Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Innlent Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Innlent „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Innlent Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Innlent Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Innlent Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Innlent Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” Innlent Fleiri fréttir Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Sjá meira
Grunur leikur á brotið hafi verið alvarlega á réttindum starfsmanna á vinnusvæðinu við Bakka norðan Húsavíkur. Dæmi eru um að starfsfólk hafi fengið undir sex hundruð krónur í tímakaup og að það hafi verið svikið um á þriðja hundrað þúsund krónur í hverjum mánuði. Morgunblaðið greindi fyrst frá. Framsýn stéttarfélag fundaði með lögreglu í síðustu viku til að hafa yfir mál sem komið hafa inn á borð félagsins og varða alvarleg brot á vinnumarkaði á félagssvæðinu, að því er segir á heimasíðu félagsins. Aðalsteinn Árni Baldursson, formaður Framsýnar, segir að um sé að ræða brot af hálfu erlendra undirverktaka, ýmist frá Póllandi og Litháen.Aðalsteinn Árni Baldursson, formaður Framsýnar. „Við erum að sjá kaup til dæmis, laun í kringum 150 þúsund krónur á mánuði fyrir fulla vinnu, þegar lágmarkslaun eru 250 þúsund á Íslandi til dæmis. Við erum að sjá hugmyndir um tímakaup upp á 588 krónur, sem og kaup upp á 700-800 krónur, sem náttúrulega langt neðan við þær reglur sem gilda á Íslandi,“ segir Aðalsteinn í samtali við Vísi. Brotin séu margvísleg, en að um sé að ræða brot á íslenskum lögum og kjarasamningum. Hann segir að umræddir starfsmenn vinni um 120 til 130 prósent vinnu, og þannig séu þeir sviknir um hátt í þrjú hundruð þúsund krónur á mánuði. „Miðað við vinnutímann hjá þessum mönnum þá hefði þessi mánuður átt að gefa þeim í kringum 400 þúsund krónur, því þetta eru menn sem vinna umfram fulla vinnuskyldu.“ Aðalsteinn ítrekar að flest allir á svæðinu standi sig vel. Einungis sé um einstaka undirverktaka að ræða, og að vel sé fylgst með öllum þeim sem þarna starfi, en mikil uppbygging á sér stað á þessu svæði. „Við vinnum þetta á breiðum grundvelli. Það hefur tekist mjög vel að koma í veg fyrir þessi undirboð með þessu eftirliti og skilningi verkkaupa og verktaka sem eru ráðandi verktakar, þannig að við eigum mjög gott samstarf við þá. Í þessari viku erum við með mál sem við erum að fylgja eftir og reynum að leysa. Það eru tvö mál í þessari viku sem við þurfum að leysa og tengjast þessum undirboðum,“ segir Aðalsteinn.Leiðrétting: Upphaflega var birt mynd af gröfu og vörubíl í eigu Þ.S Verktaka. Tekið er fram að ekki er átt við Þ.S Verktaka í þessari frétt. Beðist er velvirðingar á þessu.
Tengdar fréttir Brotið á verkafólki á Þeistareykjum Tugir starfsmanna fengu um 1.200 krónur á tímann síðasta sumar fyrir vinnu við uppbyggingu við Þeistareyki. Unnu 68 tíma á viku. 29. mars 2016 06:00 Verksmiðjuhúsin rísa og Húsvíkingar brosa Mestu framkvæmdir í sögu Norðurlands eru komnar á fulla ferð á Húsavík. 28. júní 2016 19:45 Áætlað að íbúum Húsavíkur fjölgi um allt að 400 manns Ráðamenn Norðurþings sjá fram á að reisa þurfi 120 nýjar íbúðir á Húsavík á næstu árum. 9. júlí 2016 22:22 Þeir nota stultur til að létta sér störfin Stultur eins og krakkar léku sér gjarnan á í gamla daga geta komið sér vel á ólíklegustu stöðum. 10. júlí 2016 22:36 Mest lesið Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Innlent Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Innlent Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Innlent Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Innlent „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Innlent Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Innlent Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Innlent Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Innlent Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” Innlent Fleiri fréttir Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Sjá meira
Brotið á verkafólki á Þeistareykjum Tugir starfsmanna fengu um 1.200 krónur á tímann síðasta sumar fyrir vinnu við uppbyggingu við Þeistareyki. Unnu 68 tíma á viku. 29. mars 2016 06:00
Verksmiðjuhúsin rísa og Húsvíkingar brosa Mestu framkvæmdir í sögu Norðurlands eru komnar á fulla ferð á Húsavík. 28. júní 2016 19:45
Áætlað að íbúum Húsavíkur fjölgi um allt að 400 manns Ráðamenn Norðurþings sjá fram á að reisa þurfi 120 nýjar íbúðir á Húsavík á næstu árum. 9. júlí 2016 22:22
Þeir nota stultur til að létta sér störfin Stultur eins og krakkar léku sér gjarnan á í gamla daga geta komið sér vel á ólíklegustu stöðum. 10. júlí 2016 22:36