Dæmi um tímakaup upp á tæpar 600 krónur sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 18. júlí 2016 11:33 Grunur leikur á brotið hafi verið alvarlega á réttindum starfsmanna á vinnusvæðinu við Bakka norðan Húsavíkur. Vísir/GVA Grunur leikur á brotið hafi verið alvarlega á réttindum starfsmanna á vinnusvæðinu við Bakka norðan Húsavíkur. Dæmi eru um að starfsfólk hafi fengið undir sex hundruð krónur í tímakaup og að það hafi verið svikið um á þriðja hundrað þúsund krónur í hverjum mánuði. Morgunblaðið greindi fyrst frá. Framsýn stéttarfélag fundaði með lögreglu í síðustu viku til að hafa yfir mál sem komið hafa inn á borð félagsins og varða alvarleg brot á vinnumarkaði á félagssvæðinu, að því er segir á heimasíðu félagsins. Aðalsteinn Árni Baldursson, formaður Framsýnar, segir að um sé að ræða brot af hálfu erlendra undirverktaka, ýmist frá Póllandi og Litháen.Aðalsteinn Árni Baldursson, formaður Framsýnar. „Við erum að sjá kaup til dæmis, laun í kringum 150 þúsund krónur á mánuði fyrir fulla vinnu, þegar lágmarkslaun eru 250 þúsund á Íslandi til dæmis. Við erum að sjá hugmyndir um tímakaup upp á 588 krónur, sem og kaup upp á 700-800 krónur, sem náttúrulega langt neðan við þær reglur sem gilda á Íslandi,“ segir Aðalsteinn í samtali við Vísi. Brotin séu margvísleg, en að um sé að ræða brot á íslenskum lögum og kjarasamningum. Hann segir að umræddir starfsmenn vinni um 120 til 130 prósent vinnu, og þannig séu þeir sviknir um hátt í þrjú hundruð þúsund krónur á mánuði. „Miðað við vinnutímann hjá þessum mönnum þá hefði þessi mánuður átt að gefa þeim í kringum 400 þúsund krónur, því þetta eru menn sem vinna umfram fulla vinnuskyldu.“ Aðalsteinn ítrekar að flest allir á svæðinu standi sig vel. Einungis sé um einstaka undirverktaka að ræða, og að vel sé fylgst með öllum þeim sem þarna starfi, en mikil uppbygging á sér stað á þessu svæði. „Við vinnum þetta á breiðum grundvelli. Það hefur tekist mjög vel að koma í veg fyrir þessi undirboð með þessu eftirliti og skilningi verkkaupa og verktaka sem eru ráðandi verktakar, þannig að við eigum mjög gott samstarf við þá. Í þessari viku erum við með mál sem við erum að fylgja eftir og reynum að leysa. Það eru tvö mál í þessari viku sem við þurfum að leysa og tengjast þessum undirboðum,“ segir Aðalsteinn.Leiðrétting: Upphaflega var birt mynd af gröfu og vörubíl í eigu Þ.S Verktaka. Tekið er fram að ekki er átt við Þ.S Verktaka í þessari frétt. Beðist er velvirðingar á þessu. Tengdar fréttir Brotið á verkafólki á Þeistareykjum Tugir starfsmanna fengu um 1.200 krónur á tímann síðasta sumar fyrir vinnu við uppbyggingu við Þeistareyki. Unnu 68 tíma á viku. 29. mars 2016 06:00 Verksmiðjuhúsin rísa og Húsvíkingar brosa Mestu framkvæmdir í sögu Norðurlands eru komnar á fulla ferð á Húsavík. 28. júní 2016 19:45 Áætlað að íbúum Húsavíkur fjölgi um allt að 400 manns Ráðamenn Norðurþings sjá fram á að reisa þurfi 120 nýjar íbúðir á Húsavík á næstu árum. 9. júlí 2016 22:22 Þeir nota stultur til að létta sér störfin Stultur eins og krakkar léku sér gjarnan á í gamla daga geta komið sér vel á ólíklegustu stöðum. 10. júlí 2016 22:36 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Innlent Fleiri fréttir Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Alls ekki og engan veginn“ sé hægt að hagga ESB Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Sjá meira
Grunur leikur á brotið hafi verið alvarlega á réttindum starfsmanna á vinnusvæðinu við Bakka norðan Húsavíkur. Dæmi eru um að starfsfólk hafi fengið undir sex hundruð krónur í tímakaup og að það hafi verið svikið um á þriðja hundrað þúsund krónur í hverjum mánuði. Morgunblaðið greindi fyrst frá. Framsýn stéttarfélag fundaði með lögreglu í síðustu viku til að hafa yfir mál sem komið hafa inn á borð félagsins og varða alvarleg brot á vinnumarkaði á félagssvæðinu, að því er segir á heimasíðu félagsins. Aðalsteinn Árni Baldursson, formaður Framsýnar, segir að um sé að ræða brot af hálfu erlendra undirverktaka, ýmist frá Póllandi og Litháen.Aðalsteinn Árni Baldursson, formaður Framsýnar. „Við erum að sjá kaup til dæmis, laun í kringum 150 þúsund krónur á mánuði fyrir fulla vinnu, þegar lágmarkslaun eru 250 þúsund á Íslandi til dæmis. Við erum að sjá hugmyndir um tímakaup upp á 588 krónur, sem og kaup upp á 700-800 krónur, sem náttúrulega langt neðan við þær reglur sem gilda á Íslandi,“ segir Aðalsteinn í samtali við Vísi. Brotin séu margvísleg, en að um sé að ræða brot á íslenskum lögum og kjarasamningum. Hann segir að umræddir starfsmenn vinni um 120 til 130 prósent vinnu, og þannig séu þeir sviknir um hátt í þrjú hundruð þúsund krónur á mánuði. „Miðað við vinnutímann hjá þessum mönnum þá hefði þessi mánuður átt að gefa þeim í kringum 400 þúsund krónur, því þetta eru menn sem vinna umfram fulla vinnuskyldu.“ Aðalsteinn ítrekar að flest allir á svæðinu standi sig vel. Einungis sé um einstaka undirverktaka að ræða, og að vel sé fylgst með öllum þeim sem þarna starfi, en mikil uppbygging á sér stað á þessu svæði. „Við vinnum þetta á breiðum grundvelli. Það hefur tekist mjög vel að koma í veg fyrir þessi undirboð með þessu eftirliti og skilningi verkkaupa og verktaka sem eru ráðandi verktakar, þannig að við eigum mjög gott samstarf við þá. Í þessari viku erum við með mál sem við erum að fylgja eftir og reynum að leysa. Það eru tvö mál í þessari viku sem við þurfum að leysa og tengjast þessum undirboðum,“ segir Aðalsteinn.Leiðrétting: Upphaflega var birt mynd af gröfu og vörubíl í eigu Þ.S Verktaka. Tekið er fram að ekki er átt við Þ.S Verktaka í þessari frétt. Beðist er velvirðingar á þessu.
Tengdar fréttir Brotið á verkafólki á Þeistareykjum Tugir starfsmanna fengu um 1.200 krónur á tímann síðasta sumar fyrir vinnu við uppbyggingu við Þeistareyki. Unnu 68 tíma á viku. 29. mars 2016 06:00 Verksmiðjuhúsin rísa og Húsvíkingar brosa Mestu framkvæmdir í sögu Norðurlands eru komnar á fulla ferð á Húsavík. 28. júní 2016 19:45 Áætlað að íbúum Húsavíkur fjölgi um allt að 400 manns Ráðamenn Norðurþings sjá fram á að reisa þurfi 120 nýjar íbúðir á Húsavík á næstu árum. 9. júlí 2016 22:22 Þeir nota stultur til að létta sér störfin Stultur eins og krakkar léku sér gjarnan á í gamla daga geta komið sér vel á ólíklegustu stöðum. 10. júlí 2016 22:36 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Innlent Fleiri fréttir Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Alls ekki og engan veginn“ sé hægt að hagga ESB Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Sjá meira
Brotið á verkafólki á Þeistareykjum Tugir starfsmanna fengu um 1.200 krónur á tímann síðasta sumar fyrir vinnu við uppbyggingu við Þeistareyki. Unnu 68 tíma á viku. 29. mars 2016 06:00
Verksmiðjuhúsin rísa og Húsvíkingar brosa Mestu framkvæmdir í sögu Norðurlands eru komnar á fulla ferð á Húsavík. 28. júní 2016 19:45
Áætlað að íbúum Húsavíkur fjölgi um allt að 400 manns Ráðamenn Norðurþings sjá fram á að reisa þurfi 120 nýjar íbúðir á Húsavík á næstu árum. 9. júlí 2016 22:22
Þeir nota stultur til að létta sér störfin Stultur eins og krakkar léku sér gjarnan á í gamla daga geta komið sér vel á ólíklegustu stöðum. 10. júlí 2016 22:36