Brotið á verkafólki á Þeistareykjum Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 29. mars 2016 06:00 Uppbyggingu við Húsavík fylgir aukið eftirlit verkalýðsfélagsins Framsýnar. Mynd/Framsýn „Hér kemst enginn upp með svona lagað,“ segir Aðalsteinn Á. Baldursson, formaður Framsýnar sem hefur staðið í ströngu eftir að framkvæmdir við Húsavík hófust, um brot á kjörum verkafólks. Kjör á fimmta tug starfsmanna undirverktaka LNS Saga voru leiðrétt með aðkomu verkalýðsfélagsins á síðasta ári. Aðalsteinn segir þörf á miklu eftirliti því tugir fyrirtækja vinni að uppbyggingu við Húsavík. Stærstu verkkauparnir sem koma að uppbyggingu eru Landsvirkjun, Vegagerðin og Landsnet. „LNS Saga er stóri verktakinn á svæðinu. Svo eru aðrir smærri verktakar á öllu svæðinu sem heyra ýmist undir verkkaupana á svæðinu sem eru með vélar og tæki á svæðinu,“ segir Aðalsteinn. LNS Saga samdi við pólskt fyrirtæki um að reisa stöðvarhúsið á Þeistareykjum. „Það fyrirtæki kom með fimmtíu verkamenn til landsins sem var brotið á. Þessi stóri pólski verktaki fór ekki eftir reglum um lágmarkskjör. Við unnum það mál með Vinnumálastofnun og tókum þetta föstum tökum. Við gengum frá samningi við þetta fólk hjá fyrirtækinu að um að virða íslensk lög og reglur.“ Aðalsteinn segir stóran hóp starfsmanna pólska fyrirtækisins hafa verið fyrir neðan lágmarkskjör. „Þeir voru með á milli 1200 og 1300 krónur á tímann. Við gátum ekki ráðið af ráðningarsamningum að það væri verið að greiða yfirvinnu. Þeir unnu sextíu og átta tíma á viku.“ Ætla ekki að missa tökin 800 starfsmenn verða á svæðinu í vinnu þegar mest verður og Framsýn hefur bætt við manni í eftirlit. Aðalsteinn segir að auk undirverktaka á vegum stóru fyrirtækjanna séu mikill fjöldi verktaka og starfsmanna við vinnu frá höfuðborgarsvæðinu, Eyjafjarðarsvæðinu og víða um land. „Þetta kemur með tvöföldum þunga á okkur við erum að fá aukningu í ferðaþjónustunni sem var mikil fyrir og framkvæmdirnar kalla á átta hundrað starfsmenn sem verða á svæðinu við hafnargerð, gangnagerð, vegagerð, byggingu á vinnuhúsum úti á Bakka, sem eru 12-14 byggingar. Síðan er byggð öryggisgirðing í kringum svæðið. Þá eru framkvæmdir tengdar rafmagnslögn, háspennulínu frá Húsavík upp á Kröflu og Þeistareykjum, svo er bygging á stöðvarhúsi uppi í Þeistareykjum og lögnum frá borholum að stöðvarhúsinu. Þess má geta að það stendur til að bora nokkrar stórar holur í viðbót á næstu tveimur árum. Við reynum að fylgjast með þessu öllu og höfum lært af framkvæmd á borð við Kárahnjúka. Horfandi á ósköpin þar. Þetta er að takast hjá okkur og við ætlum ekki að missa tökin.“Ábyrgð stórfyrirtækja mikil Aðalsteinn segir ábyrgð stærstu verkkaupanna og verktakanna mikla. „Ábyrgð þeirra er mikil að tryggja það að allir undirverktakar fari að lögum og reglum. Og svo verktakar undirverktakanna. Ábyrgðin er víða.“Hafa fyrirtækin staðið undir ábyrgð? „Ég vil orða það þannig að við höfum átt gott samstarf um að hafa hlutina í lagi. En auðvitað greinir okkur á, við tökumst á og það hefur verið barið í borðið. Okkur hefur samt tekist að vinna saman. Mál sem hafa komið upp hafa verið leyst farsællega.“ Aðalsteinn bendir á að samfara þeirri vertíð sem nú er hafin við Húsavík sé full þörf á því að efla innviði samfélagsins, svo sem lögreglu og heilbrigðisþjónustu. „Það hefur verið skorið mikið niður til lögreglu síðustu ár, nú þarf að efla lögreglu og alla innviði samfélagsins. Framkvæmdir og aukinn ferðamannafjöldi krefst þess.“ Þá þurfi að gæta að því að fyrirtæki komist ekki upp með að nýta sér svigrúm í íslenskum lögum til þess að greiða ekki skatta. „Það er eitthvað um það að fyrirtæki greiði hér enga skatta með því að starfa í styttra tímabil en 183 daga. Það þarf að koma í veg fyrir þetta.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 29. mars. Mest lesið Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Stigmögnunin heldur áfram Erlent Fleiri fréttir „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Sjá meira
„Hér kemst enginn upp með svona lagað,“ segir Aðalsteinn Á. Baldursson, formaður Framsýnar sem hefur staðið í ströngu eftir að framkvæmdir við Húsavík hófust, um brot á kjörum verkafólks. Kjör á fimmta tug starfsmanna undirverktaka LNS Saga voru leiðrétt með aðkomu verkalýðsfélagsins á síðasta ári. Aðalsteinn segir þörf á miklu eftirliti því tugir fyrirtækja vinni að uppbyggingu við Húsavík. Stærstu verkkauparnir sem koma að uppbyggingu eru Landsvirkjun, Vegagerðin og Landsnet. „LNS Saga er stóri verktakinn á svæðinu. Svo eru aðrir smærri verktakar á öllu svæðinu sem heyra ýmist undir verkkaupana á svæðinu sem eru með vélar og tæki á svæðinu,“ segir Aðalsteinn. LNS Saga samdi við pólskt fyrirtæki um að reisa stöðvarhúsið á Þeistareykjum. „Það fyrirtæki kom með fimmtíu verkamenn til landsins sem var brotið á. Þessi stóri pólski verktaki fór ekki eftir reglum um lágmarkskjör. Við unnum það mál með Vinnumálastofnun og tókum þetta föstum tökum. Við gengum frá samningi við þetta fólk hjá fyrirtækinu að um að virða íslensk lög og reglur.“ Aðalsteinn segir stóran hóp starfsmanna pólska fyrirtækisins hafa verið fyrir neðan lágmarkskjör. „Þeir voru með á milli 1200 og 1300 krónur á tímann. Við gátum ekki ráðið af ráðningarsamningum að það væri verið að greiða yfirvinnu. Þeir unnu sextíu og átta tíma á viku.“ Ætla ekki að missa tökin 800 starfsmenn verða á svæðinu í vinnu þegar mest verður og Framsýn hefur bætt við manni í eftirlit. Aðalsteinn segir að auk undirverktaka á vegum stóru fyrirtækjanna séu mikill fjöldi verktaka og starfsmanna við vinnu frá höfuðborgarsvæðinu, Eyjafjarðarsvæðinu og víða um land. „Þetta kemur með tvöföldum þunga á okkur við erum að fá aukningu í ferðaþjónustunni sem var mikil fyrir og framkvæmdirnar kalla á átta hundrað starfsmenn sem verða á svæðinu við hafnargerð, gangnagerð, vegagerð, byggingu á vinnuhúsum úti á Bakka, sem eru 12-14 byggingar. Síðan er byggð öryggisgirðing í kringum svæðið. Þá eru framkvæmdir tengdar rafmagnslögn, háspennulínu frá Húsavík upp á Kröflu og Þeistareykjum, svo er bygging á stöðvarhúsi uppi í Þeistareykjum og lögnum frá borholum að stöðvarhúsinu. Þess má geta að það stendur til að bora nokkrar stórar holur í viðbót á næstu tveimur árum. Við reynum að fylgjast með þessu öllu og höfum lært af framkvæmd á borð við Kárahnjúka. Horfandi á ósköpin þar. Þetta er að takast hjá okkur og við ætlum ekki að missa tökin.“Ábyrgð stórfyrirtækja mikil Aðalsteinn segir ábyrgð stærstu verkkaupanna og verktakanna mikla. „Ábyrgð þeirra er mikil að tryggja það að allir undirverktakar fari að lögum og reglum. Og svo verktakar undirverktakanna. Ábyrgðin er víða.“Hafa fyrirtækin staðið undir ábyrgð? „Ég vil orða það þannig að við höfum átt gott samstarf um að hafa hlutina í lagi. En auðvitað greinir okkur á, við tökumst á og það hefur verið barið í borðið. Okkur hefur samt tekist að vinna saman. Mál sem hafa komið upp hafa verið leyst farsællega.“ Aðalsteinn bendir á að samfara þeirri vertíð sem nú er hafin við Húsavík sé full þörf á því að efla innviði samfélagsins, svo sem lögreglu og heilbrigðisþjónustu. „Það hefur verið skorið mikið niður til lögreglu síðustu ár, nú þarf að efla lögreglu og alla innviði samfélagsins. Framkvæmdir og aukinn ferðamannafjöldi krefst þess.“ Þá þurfi að gæta að því að fyrirtæki komist ekki upp með að nýta sér svigrúm í íslenskum lögum til þess að greiða ekki skatta. „Það er eitthvað um það að fyrirtæki greiði hér enga skatta með því að starfa í styttra tímabil en 183 daga. Það þarf að koma í veg fyrir þetta.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 29. mars.
Mest lesið Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Stigmögnunin heldur áfram Erlent Fleiri fréttir „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Sjá meira