Lögreglustjóri telur að fólk leggi saman tvo og tvo Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 19. júlí 2016 19:15 Lögreglan í Vestmannaeyjum ætlar ekki að upplýsa fjölmiðla um tilkynnt kynferðisbrot sem upp kunna að koma á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum fyrr en eftir hátíðina. Lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum segir brotin vera sérlega viðkvæm þar sem þau gerist oft á milli tengdra aðila í lokuðu rými. Fréttablaðið greindi frá því í dag að Páley Borgþórsdóttir lögreglustjóri í Vestmannaeyjum hyggist viðhalda sama verklagi og í fyrra, að upplýsa ekki um tilkynnt kynferðisbrot á Þjóðhátíð fyrr en eftir hátíðina, þegar lögregla telur það tímabært. „Við höfum nú yfirleitt tilkynnt um fjölda fíkniefnamála og líkamsrása sem gerast á almannafæri. Að sjálfsögðu ef það er einhver almannahætta þá tilkynnum við það og upplýsum gesti um það jafnóðum. Markmið okkar á þessari hátíð er auðvitað að allir fari heilir heim. Þetta er bara verklag sem gildir allt árið um kring. Gildir allstaðar. Viðkvæmustu málin fara ekki jafnóðum í fjölmiðla,“ segir hún. Páley bendir á að kynferðisbrot séu sérlega viðkvæm. „Við erum bara á svo litlu landi. Um leið og það er búið að tilkynna að það hafi orðið brot þá fer fólk að leggja saman tvo og tvo,“ segir hún. „Flest þessara brota eiga sér stað á milli tveggja einstaklinga í lokuðum rýmum þangað sem fólk fer yfirleitt sjálfviljugt. Það er bara staðreyndin. Við erum ekki að sjá þessi brot, sem betur fer og vonandi munum við ekki sjá það og reynum að fyrirbyggja með öflugri gæslu og svona, þessi almannafærisbrot. Og það er náttúrlega það sem sífellt er verkefni lögreglu. Að reyna að tryggja löggæslu á almannafæri og allstaðar svo fólk sé óhullt þar sem það er á gangi á ýmsum vettvangi. En það er erfiðara við að eiga, og þess vegna eru þetta svona viðkvæm brot, þau gerast mjög oft á milli tengdra og nátengdra aðila inni í lokuðu rými.“ Páley vill taka skýrt fram að mikið sé lagt upp úr góðri gæslu á Þjóðhátíð. 27 lögreglumenn verða að störfum auk 100 manns í gæslu á vegum Þjóðhátíðarnefndar. Læknar og hjúkrunarfræðingar verða starfandi í dalnum auk sálgæsluteymis. „Við reynum að gera allt sem við getum til að tryggja öryggi gesta og það er auðvitað alltaf okkar markmið.“ Tengdar fréttir Þrír leitað á neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis frá því um helgina Verkefnisstjóri neyðarmóttökunnar segir að einhverjir leiti til móttökunnar flestar helgar ársins. 27. ágúst 2015 16:07 Hunsar þöggunartilmæli lögreglustjóra Lögreglan í Vestmannaeyjum mun ekki upplýsa um tilkynnt kynferðisbrot á Þjóðhátíð fyrr en nokkur tími er liðinn frá hinum meintu brotum. Lögreglustjórinn segir þetta auka líkur á góðri frásögn. Fagaðilar segja rétt að upplýsa um 19. júlí 2016 07:00 Tveimur konum bætt við dagskrá Þjóðhátíðar í ár Sylvía Erlu og Röggu Gísla bætt við dagskránna. Það verða því þrjár konur sem verða á sviði Þjóðhátíðar í ár. 6. júlí 2016 14:53 Elliði stendur með ákvörðun Páleyjar Elliði Vignisson segir það rétta ákvörðun að upplýsa ekki um tilkynnt kynferðisbrot. 19. júlí 2016 13:05 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Erlent Fleiri fréttir Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um varðandi samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Sjá meira
Lögreglan í Vestmannaeyjum ætlar ekki að upplýsa fjölmiðla um tilkynnt kynferðisbrot sem upp kunna að koma á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum fyrr en eftir hátíðina. Lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum segir brotin vera sérlega viðkvæm þar sem þau gerist oft á milli tengdra aðila í lokuðu rými. Fréttablaðið greindi frá því í dag að Páley Borgþórsdóttir lögreglustjóri í Vestmannaeyjum hyggist viðhalda sama verklagi og í fyrra, að upplýsa ekki um tilkynnt kynferðisbrot á Þjóðhátíð fyrr en eftir hátíðina, þegar lögregla telur það tímabært. „Við höfum nú yfirleitt tilkynnt um fjölda fíkniefnamála og líkamsrása sem gerast á almannafæri. Að sjálfsögðu ef það er einhver almannahætta þá tilkynnum við það og upplýsum gesti um það jafnóðum. Markmið okkar á þessari hátíð er auðvitað að allir fari heilir heim. Þetta er bara verklag sem gildir allt árið um kring. Gildir allstaðar. Viðkvæmustu málin fara ekki jafnóðum í fjölmiðla,“ segir hún. Páley bendir á að kynferðisbrot séu sérlega viðkvæm. „Við erum bara á svo litlu landi. Um leið og það er búið að tilkynna að það hafi orðið brot þá fer fólk að leggja saman tvo og tvo,“ segir hún. „Flest þessara brota eiga sér stað á milli tveggja einstaklinga í lokuðum rýmum þangað sem fólk fer yfirleitt sjálfviljugt. Það er bara staðreyndin. Við erum ekki að sjá þessi brot, sem betur fer og vonandi munum við ekki sjá það og reynum að fyrirbyggja með öflugri gæslu og svona, þessi almannafærisbrot. Og það er náttúrlega það sem sífellt er verkefni lögreglu. Að reyna að tryggja löggæslu á almannafæri og allstaðar svo fólk sé óhullt þar sem það er á gangi á ýmsum vettvangi. En það er erfiðara við að eiga, og þess vegna eru þetta svona viðkvæm brot, þau gerast mjög oft á milli tengdra og nátengdra aðila inni í lokuðu rými.“ Páley vill taka skýrt fram að mikið sé lagt upp úr góðri gæslu á Þjóðhátíð. 27 lögreglumenn verða að störfum auk 100 manns í gæslu á vegum Þjóðhátíðarnefndar. Læknar og hjúkrunarfræðingar verða starfandi í dalnum auk sálgæsluteymis. „Við reynum að gera allt sem við getum til að tryggja öryggi gesta og það er auðvitað alltaf okkar markmið.“
Tengdar fréttir Þrír leitað á neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis frá því um helgina Verkefnisstjóri neyðarmóttökunnar segir að einhverjir leiti til móttökunnar flestar helgar ársins. 27. ágúst 2015 16:07 Hunsar þöggunartilmæli lögreglustjóra Lögreglan í Vestmannaeyjum mun ekki upplýsa um tilkynnt kynferðisbrot á Þjóðhátíð fyrr en nokkur tími er liðinn frá hinum meintu brotum. Lögreglustjórinn segir þetta auka líkur á góðri frásögn. Fagaðilar segja rétt að upplýsa um 19. júlí 2016 07:00 Tveimur konum bætt við dagskrá Þjóðhátíðar í ár Sylvía Erlu og Röggu Gísla bætt við dagskránna. Það verða því þrjár konur sem verða á sviði Þjóðhátíðar í ár. 6. júlí 2016 14:53 Elliði stendur með ákvörðun Páleyjar Elliði Vignisson segir það rétta ákvörðun að upplýsa ekki um tilkynnt kynferðisbrot. 19. júlí 2016 13:05 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Erlent Fleiri fréttir Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um varðandi samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Sjá meira
Þrír leitað á neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis frá því um helgina Verkefnisstjóri neyðarmóttökunnar segir að einhverjir leiti til móttökunnar flestar helgar ársins. 27. ágúst 2015 16:07
Hunsar þöggunartilmæli lögreglustjóra Lögreglan í Vestmannaeyjum mun ekki upplýsa um tilkynnt kynferðisbrot á Þjóðhátíð fyrr en nokkur tími er liðinn frá hinum meintu brotum. Lögreglustjórinn segir þetta auka líkur á góðri frásögn. Fagaðilar segja rétt að upplýsa um 19. júlí 2016 07:00
Tveimur konum bætt við dagskrá Þjóðhátíðar í ár Sylvía Erlu og Röggu Gísla bætt við dagskránna. Það verða því þrjár konur sem verða á sviði Þjóðhátíðar í ár. 6. júlí 2016 14:53
Elliði stendur með ákvörðun Páleyjar Elliði Vignisson segir það rétta ákvörðun að upplýsa ekki um tilkynnt kynferðisbrot. 19. júlí 2016 13:05