Elliði stendur með ákvörðun Páleyjar Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 19. júlí 2016 13:05 Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, segist standa með ákvörðun Páleyjar Borgþórsdóttur lögreglustjóra um að greina ekki opinberlega frá tilkynntum kynferðisbrotum á þjóðhátíð í ár. Ákvörðunin sé tekin með hagsmuni þolenda að leiðarljósi. „Þessum brotum, sem og öllum öðrum, þarf að sinna af mikilli nærgætni og gæta að því að verkferlar séu skýrir. Ég veit ekki betur en til þess að þessir verkferlar séu þeir sömu og lögregla notar um allt land, alla daga ársins, og að þetta sé það besta sem hægt er að gera bæði fyrir sóknarhagsmuni og vellíðan þolenda," segir Elliði í samtali við Vísi. Lögregla greinir alla jafna ekki frá meintum kynferðisbrotum, en svarar hins vegar fyrirspurnum þegar eftir því er óskað, sem Páley ætlar ekki að gera.Greint var frá því í dag að Páley hyggist viðhalda sama verklagi og í fyrra, að upplýsa ekki um tilkynnt kynferðisbrot. Hefur hún farið þess á leit við Landspítalann að fjölmiðlar verði ekki upplýstir um meint brot, en Landspítalinn hyggst ekki verða við beiðni Páleyjar. Ýmsir fagaðilar hafa gagnrýnt þessa ákvörðun, en Elliði segir ekki tilefni til að endurskoða hana, þrátt fyrir það. „Fagaðilar hafa líka lýst því yfir að þetta sé besta leiðin. Nú er ég sjálfur með mastersgráðu í sálfræði og hef komið að úrvinnslu á málum sem þessum. Ég geri ekki athugasemdir við þá verkferla sem þarna verða viðhafðir og tel þá vera til þess að gæta að hagsmunum fórnarlamba fyrst og fremst og lögreglan segir að þetta gæti að rannsóknarhagsmunum, sé í takt við það sem best er hægt að gera. Þannig að ég geri ekki athugasemdir við það," segir Elliði. Hann vísar orðrómi um þöggunartilburði á bug. „Er einhver þannig innrættur að hann haldi að hagsmunum kynferðisfórnarlamba sé fórnað fyrir hagsmuni Þjóðhátíðar sem haldin er af íþróttafélagi í Vestmannaeyjum? Ég einfaldlega trúi því ekki að nokkur beri slíkt á borð. Það er allt gert sem hægt er og allir verkferlar eru unnir með hagsmuni fórnarlamba og rannsóknarhagsmuni að leiðarljósi." Tengdar fréttir Hunsar þöggunartilmæli lögreglustjóra Lögreglan í Vestmannaeyjum mun ekki upplýsa um tilkynnt kynferðisbrot á Þjóðhátíð fyrr en nokkur tími er liðinn frá hinum meintu brotum. Lögreglustjórinn segir þetta auka líkur á góðri frásögn. Fagaðilar segja rétt að upplýsa um 19. júlí 2016 07:00 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Fleiri fréttir Þingfundi slitið án niðurstöðu Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Sjá meira
Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, segist standa með ákvörðun Páleyjar Borgþórsdóttur lögreglustjóra um að greina ekki opinberlega frá tilkynntum kynferðisbrotum á þjóðhátíð í ár. Ákvörðunin sé tekin með hagsmuni þolenda að leiðarljósi. „Þessum brotum, sem og öllum öðrum, þarf að sinna af mikilli nærgætni og gæta að því að verkferlar séu skýrir. Ég veit ekki betur en til þess að þessir verkferlar séu þeir sömu og lögregla notar um allt land, alla daga ársins, og að þetta sé það besta sem hægt er að gera bæði fyrir sóknarhagsmuni og vellíðan þolenda," segir Elliði í samtali við Vísi. Lögregla greinir alla jafna ekki frá meintum kynferðisbrotum, en svarar hins vegar fyrirspurnum þegar eftir því er óskað, sem Páley ætlar ekki að gera.Greint var frá því í dag að Páley hyggist viðhalda sama verklagi og í fyrra, að upplýsa ekki um tilkynnt kynferðisbrot. Hefur hún farið þess á leit við Landspítalann að fjölmiðlar verði ekki upplýstir um meint brot, en Landspítalinn hyggst ekki verða við beiðni Páleyjar. Ýmsir fagaðilar hafa gagnrýnt þessa ákvörðun, en Elliði segir ekki tilefni til að endurskoða hana, þrátt fyrir það. „Fagaðilar hafa líka lýst því yfir að þetta sé besta leiðin. Nú er ég sjálfur með mastersgráðu í sálfræði og hef komið að úrvinnslu á málum sem þessum. Ég geri ekki athugasemdir við þá verkferla sem þarna verða viðhafðir og tel þá vera til þess að gæta að hagsmunum fórnarlamba fyrst og fremst og lögreglan segir að þetta gæti að rannsóknarhagsmunum, sé í takt við það sem best er hægt að gera. Þannig að ég geri ekki athugasemdir við það," segir Elliði. Hann vísar orðrómi um þöggunartilburði á bug. „Er einhver þannig innrættur að hann haldi að hagsmunum kynferðisfórnarlamba sé fórnað fyrir hagsmuni Þjóðhátíðar sem haldin er af íþróttafélagi í Vestmannaeyjum? Ég einfaldlega trúi því ekki að nokkur beri slíkt á borð. Það er allt gert sem hægt er og allir verkferlar eru unnir með hagsmuni fórnarlamba og rannsóknarhagsmuni að leiðarljósi."
Tengdar fréttir Hunsar þöggunartilmæli lögreglustjóra Lögreglan í Vestmannaeyjum mun ekki upplýsa um tilkynnt kynferðisbrot á Þjóðhátíð fyrr en nokkur tími er liðinn frá hinum meintu brotum. Lögreglustjórinn segir þetta auka líkur á góðri frásögn. Fagaðilar segja rétt að upplýsa um 19. júlí 2016 07:00 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Fleiri fréttir Þingfundi slitið án niðurstöðu Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Sjá meira
Hunsar þöggunartilmæli lögreglustjóra Lögreglan í Vestmannaeyjum mun ekki upplýsa um tilkynnt kynferðisbrot á Þjóðhátíð fyrr en nokkur tími er liðinn frá hinum meintu brotum. Lögreglustjórinn segir þetta auka líkur á góðri frásögn. Fagaðilar segja rétt að upplýsa um 19. júlí 2016 07:00