Innlent

Þrír leitað á neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis frá því um helgina

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Neyðarmóttaka Landspítalans fyrir þolendur kynferðisofbeldis er staðsett í Fossvogi.
Neyðarmóttaka Landspítalans fyrir þolendur kynferðisofbeldis er staðsett í Fossvogi. vísir/vilhelm

Þrír hafa leitað aðstoðar á neyðarmóttöku Landsspítalans fyrir þolendur kynferðisofbeldis síðan á föstudag í kjölfar kynferðisbrota. Þetta segir Eyrún Jónsdóttir verkefnastjóri neyðarmóttöku Landspítalans í samtali við Vísi.

Menningarnótt fór fram í Reykjavík á laugardag og voru margir samankomnir í miðbæ Reykjavíkur en talið er að um 120 þúsund manns hafi verið þar er mest lét.

Í samtali við Vísi fyrr í mánuðinum sagði Eyrún að það væru einhverjir sem leituðu til móttökunnar eftir flestrar helgar ársins. Þrír komu á neyðarmóttökuna eftir för á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum um verslunarmannahelgina og fjórir leituðu þangað um og eftir Hinsegin daga. Um hundrað hafa leitað til móttökunnar það sem af er ári.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.