Þrír hafa leitað aðstoðar á neyðarmóttöku Landsspítalans fyrir þolendur kynferðisofbeldis síðan á föstudag í kjölfar kynferðisbrota. Þetta segir Eyrún Jónsdóttir verkefnastjóri neyðarmóttöku Landspítalans í samtali við Vísi.
Menningarnótt fór fram í Reykjavík á laugardag og voru margir samankomnir í miðbæ Reykjavíkur en talið er að um 120 þúsund manns hafi verið þar er mest lét.
Í samtali við Vísi fyrr í mánuðinum sagði Eyrún að það væru einhverjir sem leituðu til móttökunnar eftir flestrar helgar ársins. Þrír komu á neyðarmóttökuna eftir för á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum um verslunarmannahelgina og fjórir leituðu þangað um og eftir Hinsegin daga. Um hundrað hafa leitað til móttökunnar það sem af er ári.
Þrír leitað á neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis frá því um helgina

Tengdar fréttir

Lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum: Erfitt að koma í veg fyrir kynferðisbrot á fjölmennum útihátíðum
Þrjár konur leituðu á neyðarmóttöku vegna kynferðisbrota á Þjóðhátíð.

„Það að enginn hafi leitað til okkar segir ekkert til um raunveruleikann“
Talskona Stígamóta segir þolendur kynferðisofbeldis ekki leita strax til samtakanna eftir verslunarmannahelgi.

Fjórir leitað á neyðarmóttöku vegna kynferðisbrota eftir helgina
Alls hafa tæplega hundrað leitað á neyðarmóttökuna það sem af er ári.

Þrjár konur leituðu á neyðarmóttöku vegna kynferðisbrota á Þjóðhátíð
Leituðu á neyðarmóttöku í Reykjavík.