Hunsar þöggunartilmæli lögreglustjóra Erla Björg Gunnarsdóttir og Nadine Guðrún Yaghi skrifa 19. júlí 2016 07:00 Páley Borgþórsdóttir Lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum segir verkferla í kringum tilkynningar um kynferðisafbrot vera þá sömu á Þjóðhátíð og aðra daga ársins. Því muni lögreglan í Vestmannaeyjum ekki upplýsa fjölmiðla jafnóðum um tilkynnt kynferðisbrot. Það er sama stefna og var sett í fyrra, sem var afar umdeild. Páley Borgþórsdóttir lögreglustjóri segir þetta gert til að vernda brotaþola frá ytra álagi og auka líkur á góðri frásögn. „Síðar þegar það er tímabært og skaðar ekki rannsóknarhagsmuni er eðlilegt að upplýsa um fjölda tilkynntra mála en eigi að vera mark takandi á slíkum upplýsingum þarf tíminn að fá að líða,“ stendur í svari Páleyjar við fyrirspurn Fréttablaðsins. Hún tekur aftur á móti ekki fram hversu margir dagar þurfi að líða. Páley hafði samband við Neyðarmóttöku Landspítalans á dögunum og bað um að sama verklag yrði viðhaft þar. Hrönn Stefánsdóttir, verkefnastjóri Neyðarmóttökunnar, segir stefnu spítalans vera þá að svara fyrirspurnum fjölmiðla og upplýsa um fjölda mála, skiptir þá ekki hvers eðlis málið er. Því verði ekki orðið við beiðni lögreglustjórans.Hún bendir á að samskiptamiðlar hafi oft mun meiri áhrif á rannsóknarhagsmuni en tilkynningar viðbragðsaðila um brot. „Það eru oft meiri líkur á að umfjöllun á samskiptamiðlum hafi áhrif á rannsóknarhagsmuni. Til dæmis getur það haft áhrif á brotaþola og ákvörðun hans um að kæra ef vinir tjá sig um málið á Facebook,“ segir Hrönn.Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta, telur rangt að segja ekki frá kynferðisbrotum. „Ég hef ekki breytt skoðun minni frá því í fyrra og segi enn þá að þetta verklag verndi ekki þolendur kynferðisofbeldis. Þessi framgangur er á skjön við það sem tíðkast í öðrum málum. Ég veit að flestir fagaðilar eru sammála um að það sé rétt að veita þessar upplýsingar,“ segir Guðrún. Hún bætir við að gaman væri að vita hvort lögreglustjórinn ætlaði ekki að segja frá neinum öðrum brotum sem gætu átt sér stað á hátíðinni. Í ársskýrslu Stígamóta frá árinu 2015 kemur fram að átján kynferðisbrot á útihátíðum hafi verið tilkynnt til þeirra í fyrra. Þar af voru tólf nauðganir. „Þetta er ástæðan fyrir því að við látum okkur þetta mál varða.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 19. júlí Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Upplýstu um kynferðisbrot vegna frétta frá neyðarmóttöku Þrjár konur hafa leitað til neyðarmóttöku kynferðisbrota á Landspítalanum í Fossvogi eftir Verslunarmannahelgina. Brotin voru öll framin á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. Einn þriðji þeirra sem leitar á neyðarmóttökuna er undir lögaldri. Páley Borgþórsdóttir sér ekki eftir ákvörðun um að upplýsa ekki um fjölda kynferðisbrota á Þjóðhátíð. Ekki stóð til að upplýsa strax um fjölda kynferðisbrota en upplýsingagjöf neyðarmóttökunnar varð til þess að lögreglan í Vestmannaeyjum fylgdi á eftir. 4. ágúst 2015 19:00 Nauðgað á Þjóðhátíð: „Mér finnst Páley vera að gera svo rétt“ „Var þetta mér að kenna? Hefði ég ekki átt að kæra þetta strax, hefði ég átt að bíða í nokkrar vikur uppá að losna við þessa fjölmiðlaumfjöllun?“ spyr Marta Möller, sem óttaðist að kæra nauðgun vegna fjölmiðlaumfjöllunar. 7. ágúst 2015 09:30 Lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum: Erfitt að koma í veg fyrir kynferðisbrot á fjölmennum útihátíðum Þrjár konur leituðu á neyðarmóttöku vegna kynferðisbrota á Þjóðhátíð. 4. ágúst 2015 13:47 Fimm kynferðisbrot á Þjóðhátíð tilkynnt til lögreglu Um er að ræða þrjár nauðganir, kynferðislega áreitni og brot gegn blygðunarsemi. 9. október 2015 16:21 Mest lesið Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Witkoff fundar með Selenskí Erlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Fleiri fréttir Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Sjá meira
Páley Borgþórsdóttir Lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum segir verkferla í kringum tilkynningar um kynferðisafbrot vera þá sömu á Þjóðhátíð og aðra daga ársins. Því muni lögreglan í Vestmannaeyjum ekki upplýsa fjölmiðla jafnóðum um tilkynnt kynferðisbrot. Það er sama stefna og var sett í fyrra, sem var afar umdeild. Páley Borgþórsdóttir lögreglustjóri segir þetta gert til að vernda brotaþola frá ytra álagi og auka líkur á góðri frásögn. „Síðar þegar það er tímabært og skaðar ekki rannsóknarhagsmuni er eðlilegt að upplýsa um fjölda tilkynntra mála en eigi að vera mark takandi á slíkum upplýsingum þarf tíminn að fá að líða,“ stendur í svari Páleyjar við fyrirspurn Fréttablaðsins. Hún tekur aftur á móti ekki fram hversu margir dagar þurfi að líða. Páley hafði samband við Neyðarmóttöku Landspítalans á dögunum og bað um að sama verklag yrði viðhaft þar. Hrönn Stefánsdóttir, verkefnastjóri Neyðarmóttökunnar, segir stefnu spítalans vera þá að svara fyrirspurnum fjölmiðla og upplýsa um fjölda mála, skiptir þá ekki hvers eðlis málið er. Því verði ekki orðið við beiðni lögreglustjórans.Hún bendir á að samskiptamiðlar hafi oft mun meiri áhrif á rannsóknarhagsmuni en tilkynningar viðbragðsaðila um brot. „Það eru oft meiri líkur á að umfjöllun á samskiptamiðlum hafi áhrif á rannsóknarhagsmuni. Til dæmis getur það haft áhrif á brotaþola og ákvörðun hans um að kæra ef vinir tjá sig um málið á Facebook,“ segir Hrönn.Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta, telur rangt að segja ekki frá kynferðisbrotum. „Ég hef ekki breytt skoðun minni frá því í fyrra og segi enn þá að þetta verklag verndi ekki þolendur kynferðisofbeldis. Þessi framgangur er á skjön við það sem tíðkast í öðrum málum. Ég veit að flestir fagaðilar eru sammála um að það sé rétt að veita þessar upplýsingar,“ segir Guðrún. Hún bætir við að gaman væri að vita hvort lögreglustjórinn ætlaði ekki að segja frá neinum öðrum brotum sem gætu átt sér stað á hátíðinni. Í ársskýrslu Stígamóta frá árinu 2015 kemur fram að átján kynferðisbrot á útihátíðum hafi verið tilkynnt til þeirra í fyrra. Þar af voru tólf nauðganir. „Þetta er ástæðan fyrir því að við látum okkur þetta mál varða.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 19. júlí
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Upplýstu um kynferðisbrot vegna frétta frá neyðarmóttöku Þrjár konur hafa leitað til neyðarmóttöku kynferðisbrota á Landspítalanum í Fossvogi eftir Verslunarmannahelgina. Brotin voru öll framin á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. Einn þriðji þeirra sem leitar á neyðarmóttökuna er undir lögaldri. Páley Borgþórsdóttir sér ekki eftir ákvörðun um að upplýsa ekki um fjölda kynferðisbrota á Þjóðhátíð. Ekki stóð til að upplýsa strax um fjölda kynferðisbrota en upplýsingagjöf neyðarmóttökunnar varð til þess að lögreglan í Vestmannaeyjum fylgdi á eftir. 4. ágúst 2015 19:00 Nauðgað á Þjóðhátíð: „Mér finnst Páley vera að gera svo rétt“ „Var þetta mér að kenna? Hefði ég ekki átt að kæra þetta strax, hefði ég átt að bíða í nokkrar vikur uppá að losna við þessa fjölmiðlaumfjöllun?“ spyr Marta Möller, sem óttaðist að kæra nauðgun vegna fjölmiðlaumfjöllunar. 7. ágúst 2015 09:30 Lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum: Erfitt að koma í veg fyrir kynferðisbrot á fjölmennum útihátíðum Þrjár konur leituðu á neyðarmóttöku vegna kynferðisbrota á Þjóðhátíð. 4. ágúst 2015 13:47 Fimm kynferðisbrot á Þjóðhátíð tilkynnt til lögreglu Um er að ræða þrjár nauðganir, kynferðislega áreitni og brot gegn blygðunarsemi. 9. október 2015 16:21 Mest lesið Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Witkoff fundar með Selenskí Erlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Fleiri fréttir Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Sjá meira
Upplýstu um kynferðisbrot vegna frétta frá neyðarmóttöku Þrjár konur hafa leitað til neyðarmóttöku kynferðisbrota á Landspítalanum í Fossvogi eftir Verslunarmannahelgina. Brotin voru öll framin á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. Einn þriðji þeirra sem leitar á neyðarmóttökuna er undir lögaldri. Páley Borgþórsdóttir sér ekki eftir ákvörðun um að upplýsa ekki um fjölda kynferðisbrota á Þjóðhátíð. Ekki stóð til að upplýsa strax um fjölda kynferðisbrota en upplýsingagjöf neyðarmóttökunnar varð til þess að lögreglan í Vestmannaeyjum fylgdi á eftir. 4. ágúst 2015 19:00
Nauðgað á Þjóðhátíð: „Mér finnst Páley vera að gera svo rétt“ „Var þetta mér að kenna? Hefði ég ekki átt að kæra þetta strax, hefði ég átt að bíða í nokkrar vikur uppá að losna við þessa fjölmiðlaumfjöllun?“ spyr Marta Möller, sem óttaðist að kæra nauðgun vegna fjölmiðlaumfjöllunar. 7. ágúst 2015 09:30
Lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum: Erfitt að koma í veg fyrir kynferðisbrot á fjölmennum útihátíðum Þrjár konur leituðu á neyðarmóttöku vegna kynferðisbrota á Þjóðhátíð. 4. ágúst 2015 13:47
Fimm kynferðisbrot á Þjóðhátíð tilkynnt til lögreglu Um er að ræða þrjár nauðganir, kynferðislega áreitni og brot gegn blygðunarsemi. 9. október 2015 16:21