Hættir á fréttastofu RÚV og gengur til liðs við Pírata Jakob Bjarnar skrifar 1. júlí 2016 13:41 Gunnar Hrafn söðlar um, úr fréttasettinu og gengur til liðs við Pírata. Gunnar Hrafn Jónsson fréttamaður gaf nú rétt í þessu út yfirlýsingu á Facebooksíðu sinni, þar sem hann tilkynnir að hann hafi nú látið af störfum hjá RÚV eftir átta ára feril þar til að ganga til liðs við Pírata. Gunnar Hrafn segir þetta erfiðustu ákvörðun ævi sinnar en hann hafi fundið fyrir vaxandi óþoli gagnvart samfélagsmálum, svo mjög að ekki verði við búið lengur. Og þar sem stefna RÚV sé sú að fréttamenn tjái sig ekki um álitamál í samfélaginu eigi hann engan kost annan en segja upp störfum.Tortóla er skattaskjól og ríkisstjórnin sökkarSvo lætur Gunnar Hrafn vaða: „Þessi ríkisstjórn sökkar. Tortóla er skattaskjól. Piparfylltar lakkrísreimar eru ekki alveg að gera sig. Guðni verður flottur forseti. Eiður Smári ætti að fá að spila meira,“ segir Gunnar Hrafn. En, að öllu gamni slepptu, segir Gunnar Hrafn, er bara einn flokkur sem veitir honum von um bjartari tíð og það eru Píratar. „Þar eru stefnumál mótuð af almennum kjósendum en ekki einhverri forystusveit, grasrótin er flokkurinn. Næst á dagskrá hjá mér er því að hella mér í að hjálpa Pírötum á hvern þann hátt sem ég get og tryggja að eitthvað af þessu góða fylgi í könnunum skili sér í kjörkassana. Það er ekkert sjálfsagt mál.“Nálgast Píratana af fullri auðmýktÞað vakti athygli þegar Björn Þorláksson gekk til liðs við Pírata, og vildi leiða lista þeirra fyrir Norð-Austan. Hann hlaut ekki brautargengi og brást fremur illa við því. Gunnar Hrafn nálgast þetta hins vegar af meiri auðmýkt. „Strax og ég nefndi það að ég ætlaði að segja upp í góðri og öruggri vinnu sem ég elska til að ganga í Pírata var ég spurður hvort ég ætlaði þá í prófkjör. Auðvitað langar mig til þess,“ skrifar Gunnar Hrafn. Og hann heldur áfram:Gunnar Hrafn telur ekki að þessi skref verði olía á eld samsæriskenninga um að RÚV vinni gegn núverandi ríkisstjórnarflokkum.„Hins vegar ætla ég að byrja á að hella mér út í þetta af fullum hug, athuga hvernig hljómgrunnurinn er meðal félagsmanna og sjá svo til Ég tók alls ekki þetta skref til að sækjast eftir einhverju tilteknu hlutverki. Það skiptir öllu að fá sem fjölbreyttastan hóp í öll þau mikilvægu störf sem þarf að sinna. Þingsætin, jafn mikilvæg og þau eru, verða alltaf mun færri en þeir stólar sem þarf að fylla á öðrum stöðum. Ég verð til staðar hvar sem menn vilja hafa mig.“Hefur ekkert með hlutleysi RÚV að geraStutt er síðan Gunnar Hrafn tilkynnti um þetta og hann segist hafa fengið veruleg viðbrögð nú þegar, talsvert meiri en hann hugði. Vísir spurði Gunnar Hrafn hvort hann óttaðist ekki að þessi uppsögn gæti orðið olía á eld þeirra samsæriskenninga sem ganga út á að fréttastofa Ríkisútvarpsins sé andsnúin núverandi ríkisstjórnarflokkum? Gunnar Hrafn heldur ekki: „Það sem mér finnst best við RÚV er að við fáum yfirleitt sömu gagnrýni úr báðum áttum og það ýtti alltaf undir trú mína að við værum að gera eitthvað rétt. Ég hafði aldrei neitt ritstjórnarvald eða yfirsýn yfir fréttaflutning en mér dettur ekki í hug í eina sekúndu að nokkur fréttamaður þar starfi af óheilindum eða láti annað en fréttamat ráða ferðinni - þetta er allt mjög sanngjarnt fólk og passar sig kannski einmitt sérstaklega þegar það gæti verið sakað um hlutdrægni.“ Hér fyrir neðan getur að líta tilkynningu Gunnars Hrafns í heild sinni. Kosningar 2016 Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Innlent Fleiri fréttir Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Framburður Spánverjans að engu hafandi Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Sjá meira
Gunnar Hrafn Jónsson fréttamaður gaf nú rétt í þessu út yfirlýsingu á Facebooksíðu sinni, þar sem hann tilkynnir að hann hafi nú látið af störfum hjá RÚV eftir átta ára feril þar til að ganga til liðs við Pírata. Gunnar Hrafn segir þetta erfiðustu ákvörðun ævi sinnar en hann hafi fundið fyrir vaxandi óþoli gagnvart samfélagsmálum, svo mjög að ekki verði við búið lengur. Og þar sem stefna RÚV sé sú að fréttamenn tjái sig ekki um álitamál í samfélaginu eigi hann engan kost annan en segja upp störfum.Tortóla er skattaskjól og ríkisstjórnin sökkarSvo lætur Gunnar Hrafn vaða: „Þessi ríkisstjórn sökkar. Tortóla er skattaskjól. Piparfylltar lakkrísreimar eru ekki alveg að gera sig. Guðni verður flottur forseti. Eiður Smári ætti að fá að spila meira,“ segir Gunnar Hrafn. En, að öllu gamni slepptu, segir Gunnar Hrafn, er bara einn flokkur sem veitir honum von um bjartari tíð og það eru Píratar. „Þar eru stefnumál mótuð af almennum kjósendum en ekki einhverri forystusveit, grasrótin er flokkurinn. Næst á dagskrá hjá mér er því að hella mér í að hjálpa Pírötum á hvern þann hátt sem ég get og tryggja að eitthvað af þessu góða fylgi í könnunum skili sér í kjörkassana. Það er ekkert sjálfsagt mál.“Nálgast Píratana af fullri auðmýktÞað vakti athygli þegar Björn Þorláksson gekk til liðs við Pírata, og vildi leiða lista þeirra fyrir Norð-Austan. Hann hlaut ekki brautargengi og brást fremur illa við því. Gunnar Hrafn nálgast þetta hins vegar af meiri auðmýkt. „Strax og ég nefndi það að ég ætlaði að segja upp í góðri og öruggri vinnu sem ég elska til að ganga í Pírata var ég spurður hvort ég ætlaði þá í prófkjör. Auðvitað langar mig til þess,“ skrifar Gunnar Hrafn. Og hann heldur áfram:Gunnar Hrafn telur ekki að þessi skref verði olía á eld samsæriskenninga um að RÚV vinni gegn núverandi ríkisstjórnarflokkum.„Hins vegar ætla ég að byrja á að hella mér út í þetta af fullum hug, athuga hvernig hljómgrunnurinn er meðal félagsmanna og sjá svo til Ég tók alls ekki þetta skref til að sækjast eftir einhverju tilteknu hlutverki. Það skiptir öllu að fá sem fjölbreyttastan hóp í öll þau mikilvægu störf sem þarf að sinna. Þingsætin, jafn mikilvæg og þau eru, verða alltaf mun færri en þeir stólar sem þarf að fylla á öðrum stöðum. Ég verð til staðar hvar sem menn vilja hafa mig.“Hefur ekkert með hlutleysi RÚV að geraStutt er síðan Gunnar Hrafn tilkynnti um þetta og hann segist hafa fengið veruleg viðbrögð nú þegar, talsvert meiri en hann hugði. Vísir spurði Gunnar Hrafn hvort hann óttaðist ekki að þessi uppsögn gæti orðið olía á eld þeirra samsæriskenninga sem ganga út á að fréttastofa Ríkisútvarpsins sé andsnúin núverandi ríkisstjórnarflokkum? Gunnar Hrafn heldur ekki: „Það sem mér finnst best við RÚV er að við fáum yfirleitt sömu gagnrýni úr báðum áttum og það ýtti alltaf undir trú mína að við værum að gera eitthvað rétt. Ég hafði aldrei neitt ritstjórnarvald eða yfirsýn yfir fréttaflutning en mér dettur ekki í hug í eina sekúndu að nokkur fréttamaður þar starfi af óheilindum eða láti annað en fréttamat ráða ferðinni - þetta er allt mjög sanngjarnt fólk og passar sig kannski einmitt sérstaklega þegar það gæti verið sakað um hlutdrægni.“ Hér fyrir neðan getur að líta tilkynningu Gunnars Hrafns í heild sinni.
Kosningar 2016 Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Innlent Fleiri fréttir Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Framburður Spánverjans að engu hafandi Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Sjá meira