EM-dagbókin: Frá jafnteflissigrum yfir í tröllatrú á hið ómögulega Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 2. júlí 2016 06:00 Þórður Guðjónsson, Rúnar Kristinsson og Birkir Kristinsson eftir leikinn fræga gegn Frökkum, 1-1 jafnteflið,árið 1998. vísir/hilmar Elstu minningar mínar af landsleikjum í fótbolta eru af leikjum gegn Frökkum. Atli Eðvaldsson skoraði með hælspyrnu undir lokin og minnkaði muninn í 2-1 í tapi gegn Eric Cantona, Jean Pierre Papin og fleiri stjörnum á Laugardalsvellinum þegar ég var átta ára. Leikurinn var í undankeppni EM 1992. Galdramaðurinn Atli með mark og eins marks tap eitthvað sem hægt var að vera nokkuð sáttur við. Í seinni leiknum í Frakklandi var Birkir Kristinsson í banastuði en það dugði ekki í 3-1 tapi. Aftur minnkaði Ísland muninn þegar ungur strákur frá Sauðárkróki skoraði undir lokin. Eyjólfur Sverrisson átti eftir að koma aftur við sögu gegn Frökkum. Spólum nokkur ár fram í tímann þegar heimsmeistararnir mættu á Laugardalsvöll haustið 1998. Sextán ára bólugrafinn strákur mætti og fékk bolamyndir af sér með frönsku snillingunum. Einn á hótelganginum þegar Youri Djorkaeff og Zinedine Zidane koma gangandi í áttina til þín, hvað gerirðu? Jú, þú biður Djorkaeff um að taka myndina af þér og Zidane. Þeir hlógu.Eyjólfur Sverrisson hefur of komið við sögu í leikjum gegn Frakklandi.Vísir/Anton BrinkÞegar Frakkarnir hlógu Þeir voru ennþá hlæjandi þegar Jóhann Friðgeir kveikti í þeim með franska þjósöngnum. Stuðningsmenn fögnuðu hverju innkasti og fyrrnefndur Eyjólfur valdi sér góðan stað þegar markvörðurinn Fabian Barthez ætlaði í úthlaup. 1-0 fyrir Ísland, Rikki Daða með markið og í nokkrar mínútur vorum við á toppi tilverunnar. Skipti litlu þótt Frakkar jöfnuðu. Hvert innkast, bolti úr leik, var eins og mark fyrir okkur og jafntefli, toppað með kossi Ingólfs Hannessonar á þjálfarann Guðjón Þórðarson, var ígildi sigurs. Fyrir seinni leikinn í París, jú Stade de France, áttum við möguleika á að komast í lokakeppni EM 2000. Verkefnið var metnaðarfullt en á ótrúlegum kafla tókst okkur að jafna metin í 2-2, enn skoraði Eyjólfur, eftir að hafa lent undir 2-0. 3-2 tap varð staðreynd en í minningunni sigruðum við Frakka, allavega næstum því. Enginn svekkti sig á úrslitunum, þannig séð. Frammistaðan var stórkostleg. Þetta var þá. Frakkar eru vanir því að taka gull á heimavelli, gerðu það á EM 1984 og aftur á HM 1998. Þeir eru með afar sterkt lið og þrátt fyrir aðdáunarverða frammistöðu Íslands á enginn í Frakkaríki von á öðru en sigri á morgun. Þeir þykja líklegastir hjá verðbönkum til að standa uppi sem Evrópumeistarar en Íslendingar standa í veginum. Strákar sem hafa, ólíkt okkar fyrri landsliðum sem hafa náð jafnteflum, „næstum því unnið“ eða steinlegið, mikla trú á að þeir geti sigrað Frakka.Heimir Hallgrímsson og Lars Lagerbäck hafa náð frábærum árangri með íslenska liðið.vísir/gettySeinni hluti ævintýrisins að hefjast Lars Lagerbäck var nýtekinn við þegar við komust í 2-0 gegn Frökkum í æfingaleik á franskri grundu 2012. Leikurinn tapaðist reyndar 3-2 en gaf vísbendingu um hvað væri í vændum undir stjórn Svíans. Við eigum frábærar minningar frá Stade de France, aðeins tíu daga gamlar, þegar okkar menn tóku Austurríki. Nú mæta strákarnir á sama stað, með enn meira sjálfstraust og klárir í að skrifa næsta kafla í EM-ævintýrið. Í Hollywood er alveg ljóst hvernig leikurinn á morgun færi. Strákarnir með sérstöku eftirnöfnin frá landi íss færast nær takmarkinu ómögulega og ekki gleyma „þið munuð aldrei vinna neitt“ ummælunum. Vonda liðið, með skúrkinn Rögnvald Reginskitu, mjakar sér líka áfram í úrslitaleikinn án þess að vinna leik í venjulegum leiktíma. Við erum komin í seinni hluta ævintýrisins hjá söguhetjunum, fótboltastrákum frá Íslandi, sem þjóðin trúir að geti gert hvað sem er eftir landvinningana undanfarnar vikur. Okkar menn, stolt Íslands. EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Sport Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Fleiri fréttir „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Sjá meira
Elstu minningar mínar af landsleikjum í fótbolta eru af leikjum gegn Frökkum. Atli Eðvaldsson skoraði með hælspyrnu undir lokin og minnkaði muninn í 2-1 í tapi gegn Eric Cantona, Jean Pierre Papin og fleiri stjörnum á Laugardalsvellinum þegar ég var átta ára. Leikurinn var í undankeppni EM 1992. Galdramaðurinn Atli með mark og eins marks tap eitthvað sem hægt var að vera nokkuð sáttur við. Í seinni leiknum í Frakklandi var Birkir Kristinsson í banastuði en það dugði ekki í 3-1 tapi. Aftur minnkaði Ísland muninn þegar ungur strákur frá Sauðárkróki skoraði undir lokin. Eyjólfur Sverrisson átti eftir að koma aftur við sögu gegn Frökkum. Spólum nokkur ár fram í tímann þegar heimsmeistararnir mættu á Laugardalsvöll haustið 1998. Sextán ára bólugrafinn strákur mætti og fékk bolamyndir af sér með frönsku snillingunum. Einn á hótelganginum þegar Youri Djorkaeff og Zinedine Zidane koma gangandi í áttina til þín, hvað gerirðu? Jú, þú biður Djorkaeff um að taka myndina af þér og Zidane. Þeir hlógu.Eyjólfur Sverrisson hefur of komið við sögu í leikjum gegn Frakklandi.Vísir/Anton BrinkÞegar Frakkarnir hlógu Þeir voru ennþá hlæjandi þegar Jóhann Friðgeir kveikti í þeim með franska þjósöngnum. Stuðningsmenn fögnuðu hverju innkasti og fyrrnefndur Eyjólfur valdi sér góðan stað þegar markvörðurinn Fabian Barthez ætlaði í úthlaup. 1-0 fyrir Ísland, Rikki Daða með markið og í nokkrar mínútur vorum við á toppi tilverunnar. Skipti litlu þótt Frakkar jöfnuðu. Hvert innkast, bolti úr leik, var eins og mark fyrir okkur og jafntefli, toppað með kossi Ingólfs Hannessonar á þjálfarann Guðjón Þórðarson, var ígildi sigurs. Fyrir seinni leikinn í París, jú Stade de France, áttum við möguleika á að komast í lokakeppni EM 2000. Verkefnið var metnaðarfullt en á ótrúlegum kafla tókst okkur að jafna metin í 2-2, enn skoraði Eyjólfur, eftir að hafa lent undir 2-0. 3-2 tap varð staðreynd en í minningunni sigruðum við Frakka, allavega næstum því. Enginn svekkti sig á úrslitunum, þannig séð. Frammistaðan var stórkostleg. Þetta var þá. Frakkar eru vanir því að taka gull á heimavelli, gerðu það á EM 1984 og aftur á HM 1998. Þeir eru með afar sterkt lið og þrátt fyrir aðdáunarverða frammistöðu Íslands á enginn í Frakkaríki von á öðru en sigri á morgun. Þeir þykja líklegastir hjá verðbönkum til að standa uppi sem Evrópumeistarar en Íslendingar standa í veginum. Strákar sem hafa, ólíkt okkar fyrri landsliðum sem hafa náð jafnteflum, „næstum því unnið“ eða steinlegið, mikla trú á að þeir geti sigrað Frakka.Heimir Hallgrímsson og Lars Lagerbäck hafa náð frábærum árangri með íslenska liðið.vísir/gettySeinni hluti ævintýrisins að hefjast Lars Lagerbäck var nýtekinn við þegar við komust í 2-0 gegn Frökkum í æfingaleik á franskri grundu 2012. Leikurinn tapaðist reyndar 3-2 en gaf vísbendingu um hvað væri í vændum undir stjórn Svíans. Við eigum frábærar minningar frá Stade de France, aðeins tíu daga gamlar, þegar okkar menn tóku Austurríki. Nú mæta strákarnir á sama stað, með enn meira sjálfstraust og klárir í að skrifa næsta kafla í EM-ævintýrið. Í Hollywood er alveg ljóst hvernig leikurinn á morgun færi. Strákarnir með sérstöku eftirnöfnin frá landi íss færast nær takmarkinu ómögulega og ekki gleyma „þið munuð aldrei vinna neitt“ ummælunum. Vonda liðið, með skúrkinn Rögnvald Reginskitu, mjakar sér líka áfram í úrslitaleikinn án þess að vinna leik í venjulegum leiktíma. Við erum komin í seinni hluta ævintýrisins hjá söguhetjunum, fótboltastrákum frá Íslandi, sem þjóðin trúir að geti gert hvað sem er eftir landvinningana undanfarnar vikur. Okkar menn, stolt Íslands.
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Sport Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Fleiri fréttir „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Sjá meira