Fótbolti

Íslendingar komnir á stjá í París | Myndir

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Glæsilegar skvísur.
Glæsilegar skvísur. vísir/Vilhelm
Búast má við mikilli stemningu í París í dag og á morgun í aðdraganda leiks Frakklands og Íslands í átta liða úrslitum EM 2016 í fótbolta.

Leikurinn fer fram á þjóðarleikvangi Frakka, Stade de France, klukkan 21.00 annað kvöld en sigurvegarinn mætir annað hvort Þýskalandi eða Ítalíu í undanúrslitum. Þau eigast við í kvöld.

Fyrstu Íslendingarnir sem eiga miða á leikinn voru að mæta til Parísar í gær en kjarni Tólfunnar kom seint í gærkvöldi og var í miklu stuði þegar fréttateymi 365 hitti Tólfurnar.

Tólfan verður með mikla veislu á írska barnum O'Sullivans í Moulin Rouge-hverfinu í París í kvöld sem hefst klukkan 18.00 en meira má lesa um það hér. Þar kemur meðal annars fram Blaz Roca en af þessu má enginn missa.

Það var ekki mikið um Íslendinga í miðborg París þegar Vilhelm Gunnarsson rölti þangað í morgunsárið en smám saman fór hann að finna fleiri og fleiri vel merkta landi og þjóð.

Hann hitti tvo félaga á förnu vegi og prúðbúnar stúlkur sem voru heldur betur klárar í slaginn í stúkunni á morgun.

Búist er við allavega 8.000 Íslendingum á Stade de France á morgun en það þarf ekki að vera endanleg tala.

Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).

Auðvitað með fánann með sér.vísir/vilhelm

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×