Fótbolti

Aron Einar klár í slaginn: Get ekki beðið eftir leiknum á morgun

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Aron Einar æfði ekki fyrr í vikunni en gat æft í gær og í dag..
Aron Einar æfði ekki fyrr í vikunni en gat æft í gær og í dag.. Vísir/Vilhelm
Aron Einar Gunnarsson landsliðsfyrirliði verður á sínum stað í byrjunarliði Íslands gegn Frakklandi í átta liða úrslitunum á EM í fótbolta á morgun. Miðjumaðurinn hvíldi í fyrrradag vegna bakmeiðsla en er í góðu lagi að eigin sögn.

Aron Einar sagðist hafa æft af krafti bæði í gær og í dag og það gilti um alla leikmennina í hópnum. Allir væru klárir og hann gæti ekki beðið eftir leiknum.

Níu leikmenn eru á gulu spjaldi fyrir leikinn, allir byrjunarliðsmennirnir nema Ragnar Sigurðsson og Jón Daði Böðvarsson, og fara í leikbann fái þeir gult spjald og Ísland kemst áfram.

 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×