Fótbolti

Aron: Ekki að reyna að vera eins og Leicester

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir/Vilhelm
Ófáir hafa borið ævintýri íslenska landsliðsins á EM í Frakklandi við ævintýri Leicester sem varð Englandsmeistari í knattspyrnu í vor.

Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði, var spurður út í þetta á blaðamannafundi íslenska liðsins fyrir leikinn gegn Frakklandi í 8-liða úrslitum EM á morgun.

„Við erum ekki að reyna að vera eins og Leicester. Leicester stóð sig vel og var lítilmagni. En við erum ekki að reyna að vera eins og neitt annað lið. Við erum bara Ísland. Það er okkar einkenni,“ sagði landsliðsfyrirliðinn.

Sjá einnig: Sjáðu blaðamannafund strákanna á Stade de France í heild sinni | Myndband

„Það er frábært að fá að vera með öllum þessum leikmönnum. Það verður erfitt að spila gegn leikmönnum sem eru að á mála hjá stærstu félögum heims en maður er í þessu til að prófa sig.“

„Þetta verður mikil prófraun fyrir okkur á morgun en við erum tilbúnir.“

Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×