Fótbolti

Lagerbäck: Ég er alls ekki sáttur

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Lars Lagerbäck.
Lars Lagerbäck. Vísir/Vilhelm
Allir nema tveir af byrjunarliðsmönnum íslenska liðsins verða á gulu spjaldi í leiknum gegn Frakklandi í dag, að því gefnu að sömu menn verði í byrjunarliði Íslands og í hinum fjórum leiksins á mótinu.

Aðeins Jón Daði Böðvarsson og Ragnar Sigurðsson eru ekki á gulu spjaldi. Aðrir koma inn í leikinn með áminningu á bakinu og myndu fara í bann með öðru spjaldi í leiknum í dag.

Sjá einnig: Bara Ragnar og Jón Daði mega fá gult ef spila á sama liði í undanúrslittum

„Ég er alls ekki sáttur við þetta. Þetta er allt of mikið,“ sagði Lagerbäck um gulu spjöldin á blaðamannafundi íslenska liðsins á Stade de France í gær.

Aron Einar Gunnarsson fyrirliði gat lítið sagt við því. „Þetta er bara hluti af þessu. Svona er fótboltinn. Ég held að hann [Lagerbäck] hafi svarað þessu. Hann vill ekki að við fáum gult og hann talar mikið um þau.“

Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×