Fótbolti

BBC slúðrar um Guðna Th.

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Guðni Th. Jóhannesson á leik Íslands og Englands í vikunni.
Guðni Th. Jóhannesson á leik Íslands og Englands í vikunni. vísir/vilhelm
Óvæntur íslenskur gestur ratar í sportslúðurpakka breska ríkisútvarpsins BBC í dag þar sem vanalega er að finna nýjustu tíðindi úr íþróttaheiminum. Í pakkanum er þó ekki fjallað um íslenskan íþróttamann heldur er birt skjáskot af verðandi forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannessyni, í stúkunni á Stade de France í gær.

Við myndina stendur að Frakkar hafi slegið Íslendinga út í 8-liða úrslitum EM í gær en nýkjörinn forseti Guðni Thor Johannesson hafi verið stoltur í stúkunni. Undir myndinni stendur síðan að mannfjöldinn sem var samankominn á Arnarhóli í gærkvöldi til að horfa á leikinn hafi fagnað mikið þegar verðandi forseti kom í mynd.

Það er rétt að halda því til haga að BBC fer ekki alveg rétt með nafn Guðna þar sem Th. stendur ekki fyrir Thor heldur ættarnafnið Thorlacius sem er ættarnafn móður Guðna.


Tengdar fréttir

Sögulok á Stade de France

Ævintýri íslenska landsliðsins lauk á troðfullum Stade de France í gærkvöldi þar sem heimamenn í gríðarsterku frönsku landsliðið unnu 5-2 sigur á baráttuglöðu íslensku liði. Enginn gafst upp fyrr en í fulla hnefana, hvorki leikmenn




Fleiri fréttir

Sjá meira


×