Guðjón Þórðar: KSÍ er ekki að fara bjóða mér neitt starf Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 6. júlí 2016 18:31 Guðjón Þórðarson, fyrrverandi landsliðsþjálfari, mætti í viðtal til Hjartar Hjartarsonar í útvarpsþáttinn Akraborgina á X-inu í dag. Skagamennirnir fóru um víðan völl í viðtalinu en aðal umræðuefnið var íslenska landsliðið, bæði í fortíð og nútíð. Guðjón ræddi m.a. um Frakkaleikina frægu í undankeppni EM 2000 og hvort þeir hefðu verið hvatning fyrir strákana sem eru í landsliðinu í dag. „Þetta er þróun og hún hefst í yngri landsliðunum. Við skulum alveg gera okkur grein fyrir því að þessir strákar fara að spila saman í yngri liðunum og þeir eiga langan feril saman. En það getur verið að einhverjir leikir eða augnablik fyrr í ferlinu hafi verið hvatning,“ sagði Guðjón sem var nálægt því að koma Íslandi í umspil fyrir EM 2000. „Það er alveg ljóst að viðureignir okkar við heimsmeistara Frakka urðu hvatning til margra. Það sást að það var hægt að gera góða hluti skipti og skipti en það náðist ekki þessi stöðugleiki,“ bætti Guðjón við. Ísland mætti Frakklandi á Stade de France í lokaleik sínum í undankeppninni fyrir EM 2000 og var 2-0 undir í hálfleik. Íslenska liðið gafst hins vegar ekki upp og eftir 11 mínútna leik í seinni hálfleik var staðan orðin jöfn. David Trezeguet skoraði svo sigurmark Frakka þegar 19 mínútur voru til leiksloka. Eftir leikinn hrósaði Didier Deschamps, þáverandi fyrirliði og núverandi þjálfari Frakka, íslenska liðinu. „Deschamps dáðist að hugrekki íslenska liðsins, hvernig þeir báru sig. Hann sagði að Ísland hefði getað lagst í vörn eftir að hafa jafnað leikinn en gerði það ekki. Það var eftir þessu tekið,“ sagði Guðjón. Að hans mati nálguðust Frakkar leikinn gegn Íslandi á sunnudaginn, sem fór einmitt fram á Stade de France, hárrétt.Guðjón telur ólíklegt að KSÍ bjóði honum starf.vísir/getty„Þeir voru búnir að lesa okkur og gerðu hluti sem ég hélt að Englendingar myndu gera. Þeir nálguðust þetta sennilega af hroka og yfirlæti og héldu að þeir þyrftu ekki að undirbúa sig neitt. Frakkarnir gerðu það ekki, þeir hældu okkur og hrósuðu og það hefur kannski deyft nálgunina hjá okkur,“ sagði þjálfarinn gamalreyndi. „Þeir bökkuðu og sóttu svo af krafti á okkur, með gegnumbrotsleiðum sem við áttum fullt í fangi með að svara. Frakkarnir eru betur skipulagðir en Englendingar og svo eru þeir með miklu betri liðsheild.“ Umræðan barst einnig að næstu skrefum hjá íslenska landsliðinu en sem kunnugt er mun Heimir Hallgrímsson taka einn við því eftir EM. Hann á enn eftir að ráða sér aðstoðarmann og Guðjón segir að Heimir þurfi sterkan karakter með sér. „Mikilvægast að hann fái mann með sér sem hann treystir fullkomlega. Ég myndi halda að hann þyrfti mann sem segir ekki bara það sem hann heldur að Heimir vilji heyra. Þetta þarf að vera gagnrýnin og vitræn samsetning og það skiptir miklu máli hvernig tekst til,“ sagði Guðjón. En hefur hann sjálfur áhuga á starfinu? „Ég á ekki von á því að KSÍ bjóði mér neina vinnu. Ég hef ekki trú á því að ég passi inn í það munstur. Það er ekkert verið að leitast eftir mínum kröftum þar frekar en annars staðar,“ sagði Guðjón.Hlusta má á viðtalið í heild sinni hér að ofan. EM 2016 í Frakklandi Mest lesið „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Íslenski boltinn Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Sport „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Fótbolti Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Körfubolti Fleiri fréttir Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Mikilvægur sigur Kristianstad og norsku meistararnir náðu í þrjú stig Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni Fyrsti deildarsigur Brøndby á árinu Þriðja jafntefli Düsseldorf í röð en umspilið enn í augsýn Karólína lagði upp sigurmark Leverkusen Tímabilinu líklega lokið hjá Orra „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Sjáðu mörkin úr öruggum Evrópusigrum United og Spurs Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Juventus-parið hætt saman Sjá meira
Guðjón Þórðarson, fyrrverandi landsliðsþjálfari, mætti í viðtal til Hjartar Hjartarsonar í útvarpsþáttinn Akraborgina á X-inu í dag. Skagamennirnir fóru um víðan völl í viðtalinu en aðal umræðuefnið var íslenska landsliðið, bæði í fortíð og nútíð. Guðjón ræddi m.a. um Frakkaleikina frægu í undankeppni EM 2000 og hvort þeir hefðu verið hvatning fyrir strákana sem eru í landsliðinu í dag. „Þetta er þróun og hún hefst í yngri landsliðunum. Við skulum alveg gera okkur grein fyrir því að þessir strákar fara að spila saman í yngri liðunum og þeir eiga langan feril saman. En það getur verið að einhverjir leikir eða augnablik fyrr í ferlinu hafi verið hvatning,“ sagði Guðjón sem var nálægt því að koma Íslandi í umspil fyrir EM 2000. „Það er alveg ljóst að viðureignir okkar við heimsmeistara Frakka urðu hvatning til margra. Það sást að það var hægt að gera góða hluti skipti og skipti en það náðist ekki þessi stöðugleiki,“ bætti Guðjón við. Ísland mætti Frakklandi á Stade de France í lokaleik sínum í undankeppninni fyrir EM 2000 og var 2-0 undir í hálfleik. Íslenska liðið gafst hins vegar ekki upp og eftir 11 mínútna leik í seinni hálfleik var staðan orðin jöfn. David Trezeguet skoraði svo sigurmark Frakka þegar 19 mínútur voru til leiksloka. Eftir leikinn hrósaði Didier Deschamps, þáverandi fyrirliði og núverandi þjálfari Frakka, íslenska liðinu. „Deschamps dáðist að hugrekki íslenska liðsins, hvernig þeir báru sig. Hann sagði að Ísland hefði getað lagst í vörn eftir að hafa jafnað leikinn en gerði það ekki. Það var eftir þessu tekið,“ sagði Guðjón. Að hans mati nálguðust Frakkar leikinn gegn Íslandi á sunnudaginn, sem fór einmitt fram á Stade de France, hárrétt.Guðjón telur ólíklegt að KSÍ bjóði honum starf.vísir/getty„Þeir voru búnir að lesa okkur og gerðu hluti sem ég hélt að Englendingar myndu gera. Þeir nálguðust þetta sennilega af hroka og yfirlæti og héldu að þeir þyrftu ekki að undirbúa sig neitt. Frakkarnir gerðu það ekki, þeir hældu okkur og hrósuðu og það hefur kannski deyft nálgunina hjá okkur,“ sagði þjálfarinn gamalreyndi. „Þeir bökkuðu og sóttu svo af krafti á okkur, með gegnumbrotsleiðum sem við áttum fullt í fangi með að svara. Frakkarnir eru betur skipulagðir en Englendingar og svo eru þeir með miklu betri liðsheild.“ Umræðan barst einnig að næstu skrefum hjá íslenska landsliðinu en sem kunnugt er mun Heimir Hallgrímsson taka einn við því eftir EM. Hann á enn eftir að ráða sér aðstoðarmann og Guðjón segir að Heimir þurfi sterkan karakter með sér. „Mikilvægast að hann fái mann með sér sem hann treystir fullkomlega. Ég myndi halda að hann þyrfti mann sem segir ekki bara það sem hann heldur að Heimir vilji heyra. Þetta þarf að vera gagnrýnin og vitræn samsetning og það skiptir miklu máli hvernig tekst til,“ sagði Guðjón. En hefur hann sjálfur áhuga á starfinu? „Ég á ekki von á því að KSÍ bjóði mér neina vinnu. Ég hef ekki trú á því að ég passi inn í það munstur. Það er ekkert verið að leitast eftir mínum kröftum þar frekar en annars staðar,“ sagði Guðjón.Hlusta má á viðtalið í heild sinni hér að ofan.
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Íslenski boltinn Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Sport „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Fótbolti Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Körfubolti Fleiri fréttir Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Mikilvægur sigur Kristianstad og norsku meistararnir náðu í þrjú stig Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni Fyrsti deildarsigur Brøndby á árinu Þriðja jafntefli Düsseldorf í röð en umspilið enn í augsýn Karólína lagði upp sigurmark Leverkusen Tímabilinu líklega lokið hjá Orra „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Sjáðu mörkin úr öruggum Evrópusigrum United og Spurs Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Juventus-parið hætt saman Sjá meira