Fótbolti

Ronaldo kallar Wales stjörnur en gerði lítið úr Íslandi

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Ronaldo og Bale eftir leikinn í gær.
Ronaldo og Bale eftir leikinn í gær. vísir/getty
Cristiano Ronaldo bar virðingu fyrir „smáliði“ Wales eftir sigurinn á þeim á EM í gær. Ólíkt því sem hann gerði eftir vonbrigði Portúgal gegn Íslandi.

Þá gerði Ronaldo lítið úr íslenska liðinu sem fagnaði góðu stigi gegn Portúgal. Sagði Íslendinga hugsa smátt og þess vegna myndi liðið ekki vinna neitt.

Sjá einnig: Ronaldo fær það óþvegið frá heimsbyggðinni eftir ummæli sín um litla Ísland

Hann gat leyft sér að vera hressari eftir sigurinn á Wales og gaf því Wales hrós.

„Ég óskaði þeim til hamingju með árangurinn. Þeir voru stjörnur mótsins, liðið sem kom mest á óvart,“ sagði Ronaldo en hann hafði betur gegn liðsfélaga sínum Gareth Bale.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×