Lífið

Hömlulaus þórðargleði: Íslendingar fögnuðu ákaft þegar Ronaldo klúðraði vítinu

Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Ronaldo var ekki sáttur. Alls ekki.
Ronaldo var ekki sáttur. Alls ekki. Vísir/EPA
Cristiano Ronaldo klúðraði víti sem hann tók í dag í leik Portúgala gegn Austuríkismönnum á Evrópumótinu í knattspyrnu í kvöld. Leiknum lyktaði með jafntefli, núll núll.

Ronaldo skaut beint í stöng og skoraði svo úr marki sem var dæmt af vegna rangstöðu. Íslendingar bera augljóslega enn nokkurn kala til Ronaldo eftir að hann kallaði Íslendinga metnaðarlausa og spáði því að þeir myndu ekkert gera á mótinu eftir að gríðarleg fagnaðarlæti brutust út í kjölfar jafnteflis Portúgal og Íslands á þriðjudaginn síðastliðinn.

„Þeir fögnuðu eins og þeir hefðu unnið Evróputitilinn eða eitthvað,“ sagði Ronaldo en okkar menn fögnuðu stiginu vel í leikslok. „Það er merki um lélegt hugarfar. Það er ástæðan fyrir því að þeir munu ekki gera neitt á þessu móti,“ sagði Ronaldo eftir leik.

Sjá einnig: Ronaldo fær það óþvegið frá heimsbyggðinni eftir ummæli sín um litla Ísland

Á Facebook-síðu Vísis létu sér fjölmargir líka við færsluna þar sem flutt var fréttin af vítaspyrnunni og ummælin við eru fjölmörg og nokkuð skondin sum hver. Því þó ekki sé rétt að hlæja að óförum annarra finnst mörgum hverjum Ronaldo hafa kallað það yfir sig eftir að hafa komið fram af miklum hroka, til að mynda þegar hann harðneitaði að skipta um treyju við fyrirliða landsliðs okkar, Aron Einar Gunnarsson

 

Íslendingar fögnuðu ákaft klúðri Ronaldo í dag eins og sjá má á færslum á Twitter:


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×