Lífið

Stuðningsmaður Portúgals skammast sín fyrir Ronaldo

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Cristiano Ronaldo var ekki sáttur í leikslok.
Cristiano Ronaldo var ekki sáttur í leikslok. Vísir/EPA
„Ég var einn örfárra sem klæddist rauðu innan um haf blárra treyja á leikvanginum í gær,“ segir Henrique Albuquerque stuðningsmaður Portúgala. „

Og það sem ég skemmti mér. Að finna andrúmsloftið á ykkar enda, hvernig þið studduð ykkar lið og fögnuðuð í lokin.“

Henrique segist vera vonsvikinn.



„Ég er vonsvikinn með úrslitin en aðallega vonsvikinn þegar ég heyrði það sem fyrirliði okkar hafði að segja um liðið ykkar,“ segir Henrique og á við ummæli Cristiano Ronaldo.

„Þið eignuðust aðdáanda,“ segir Henrique sem hlakkar til að heimsækja Ísland, það hafi hann langað lengi og enn meira nú.

„Í leikslok fagnaði ég ykkur stuðningsmönnunum og leikmönnunum.“


 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×