David og Victoria Beckham lent í Reykjavík Jóhann Óli Eiðsson skrifar 7. júlí 2016 21:10 David Beckham sést hér vopnaður hatti. Eiginkona hans, Victoria, er rauðklædd fyrir framan hann. vísir/friðrik þór Kryddpían Victoria Beckham og eiginmaður hennar David Beckham, fyrrverandi landsliðsfyrirliði Englands og leikmaður Real Madrid og Manchester United, lentu á Reykjavíkurflugvelli á nú á níunda tímanum. Einkaflugvél þeirra hjóna lenti um klukkan 20.30. Með þeim í för voru yngri börn þeirra þrjú en elsti sonurinn, hinn sautján ára gamli Romeo Beckham, var ekki sjáanlegur. Athafnamaðurinn Björgólfur Thor Björgólfsson og fjölskylda hans tók á móti þeim. Einkaþota Björgólfs lenti á Reykjavíkurflugvelli á undan þotu Beckham-hjónanna. Heimildir herma að þau muni kíkja í veiði. Að auki má telja það líklegt að fjölskyldan kíki á Hamborgarabúllu Tómasar enda meðlimir hennar miklir aðdáendur staðarins. Þegar hjónin voru á leið út í bíl flykktist að þeim hópur stúlkna og kvenna. Sjónvarvottur segir að þar hafi verið á ferðinni að stærstum hluta erlendir ferðamenn þó einhverjir Íslendingar hafi verið í hópnum. Hjónin leiddu það að mestu hjá sér. David Beckham er 41 árs og er þekktastur fyrir baneitraðan hægri fót. Stærstan hluta knattspyrnuferils síns lék hann með Manchester United en síðar fór hann til Real Madrid og Los Angeles Galaxy. Undir lok ferils síns tók hann stutt stopp hjá AC Milan og Paris Saint German. Hann lék að auki 115 landsleiki fyrir Englands hönd og skoraði í þeim sautján mörk. Um skeið bar hann fyrirliðaband landsliðsins. Árið 2003 var hann aðlaður af Elísabetu Englandsdrottningu fyrir framlag sitt til knattspyrnunnar. Victoria Beckham var áður þekkt sem Victoria Adams. Á árum áður var hún þekkt sem Posh Spice í stúlknasveitinni Spice Girls. Sveitin sló eftirminnilega í gegn fyrir um tuttugu árum með laginu Wannabe. Eftir að míkrafóninn fór á hilluna hefur Victoria helgað lífi sínu tískunni. Þau David og Victoria giftu sig árið 1999. Saman eiga þau fjögur börn, Brooklyn, Romeo, Cruz og Harper. Hið elsta er fætt 1999 en sú yngsta árið 2011. vísir/friðrik þórBjörgólfur Thor tók á móti fjölskyldunni.vísir/friðrik þór Tengdar fréttir Beckham leigði Búlluna fyrir afmæli Tómas Tómasson staðfestir að knattspyrnugoðið hafi tekði yfir staðinn í London. 9. apríl 2015 13:05 Mest lesið Emma Watson svipt ökuleyfinu Lífið Yngsti gusumeistari landsins Lífið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið Birta og Króli eiga von á dreng Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Íslensk hátíska úr fiskileðri slær í gegn í Vogue Tíska og hönnun „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Menning „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Tónlist „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Lífið Fleiri fréttir Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Sjá meira
Kryddpían Victoria Beckham og eiginmaður hennar David Beckham, fyrrverandi landsliðsfyrirliði Englands og leikmaður Real Madrid og Manchester United, lentu á Reykjavíkurflugvelli á nú á níunda tímanum. Einkaflugvél þeirra hjóna lenti um klukkan 20.30. Með þeim í för voru yngri börn þeirra þrjú en elsti sonurinn, hinn sautján ára gamli Romeo Beckham, var ekki sjáanlegur. Athafnamaðurinn Björgólfur Thor Björgólfsson og fjölskylda hans tók á móti þeim. Einkaþota Björgólfs lenti á Reykjavíkurflugvelli á undan þotu Beckham-hjónanna. Heimildir herma að þau muni kíkja í veiði. Að auki má telja það líklegt að fjölskyldan kíki á Hamborgarabúllu Tómasar enda meðlimir hennar miklir aðdáendur staðarins. Þegar hjónin voru á leið út í bíl flykktist að þeim hópur stúlkna og kvenna. Sjónvarvottur segir að þar hafi verið á ferðinni að stærstum hluta erlendir ferðamenn þó einhverjir Íslendingar hafi verið í hópnum. Hjónin leiddu það að mestu hjá sér. David Beckham er 41 árs og er þekktastur fyrir baneitraðan hægri fót. Stærstan hluta knattspyrnuferils síns lék hann með Manchester United en síðar fór hann til Real Madrid og Los Angeles Galaxy. Undir lok ferils síns tók hann stutt stopp hjá AC Milan og Paris Saint German. Hann lék að auki 115 landsleiki fyrir Englands hönd og skoraði í þeim sautján mörk. Um skeið bar hann fyrirliðaband landsliðsins. Árið 2003 var hann aðlaður af Elísabetu Englandsdrottningu fyrir framlag sitt til knattspyrnunnar. Victoria Beckham var áður þekkt sem Victoria Adams. Á árum áður var hún þekkt sem Posh Spice í stúlknasveitinni Spice Girls. Sveitin sló eftirminnilega í gegn fyrir um tuttugu árum með laginu Wannabe. Eftir að míkrafóninn fór á hilluna hefur Victoria helgað lífi sínu tískunni. Þau David og Victoria giftu sig árið 1999. Saman eiga þau fjögur börn, Brooklyn, Romeo, Cruz og Harper. Hið elsta er fætt 1999 en sú yngsta árið 2011. vísir/friðrik þórBjörgólfur Thor tók á móti fjölskyldunni.vísir/friðrik þór
Tengdar fréttir Beckham leigði Búlluna fyrir afmæli Tómas Tómasson staðfestir að knattspyrnugoðið hafi tekði yfir staðinn í London. 9. apríl 2015 13:05 Mest lesið Emma Watson svipt ökuleyfinu Lífið Yngsti gusumeistari landsins Lífið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið Birta og Króli eiga von á dreng Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Íslensk hátíska úr fiskileðri slær í gegn í Vogue Tíska og hönnun „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Menning „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Tónlist „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Lífið Fleiri fréttir Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Sjá meira
Beckham leigði Búlluna fyrir afmæli Tómas Tómasson staðfestir að knattspyrnugoðið hafi tekði yfir staðinn í London. 9. apríl 2015 13:05