Svona lætur hann drekann spúa eldi Kristján Már Unnarsson skrifar 9. júlí 2016 14:00 Ógurlegur dreki, sem meira að segja spýr eldi, mætir nú sjófarendum á Raufarhöfn, ekki sem ógnvaldur heldur sem einn af landvættum Íslands. Drekinn var sýndur í fréttum Stöðvar 2 og rætt við listamanninn, Helga Ólafsson, rafvirkja á Raufarhöfn. Eldspúandi drekar finnast yfirleitt aðeins í ævintýrum. Á Raufarhöfn er þó einn sem heilsar sæfarendum. Sjómennirnir á heimabátunum vita orðið hverju við má búast en mönnum á aðkomubátum gæti brugðið þegar þeir sjá hann allt í einu: Já, þetta er dreki á hafnargarðinum og það eldspúandi, þó ekki af holdi og blóði heldur úr málmi. „Þetta er búið að brjótast í mér í mörg ár, með eitthvert svona útilistaverk, ef hægt er að kalla þetta listaverk. En svo þegar upplýst var að við værum á drekasvæðinu, þá kom hugmyndin að búa til dreka, og helst að láta hann spúa eldi,“ segir Helgi.Helgi Ólafsson á Raufarhöfn, höfundur drekans.Stöð 2/Friðrik Þór HalldórssonHelgi var þó ekki að hugsa um olíuleitarsvæði heldur drekann í skjaldamerki Íslands, sem er einn af landvættunum. Drekinn er því verndari Raufarhafnar. Helgi segist ekki hafa verið einn að verki. Barnabarn hans hafi tölvuteiknað drekann og kunningi hans hjá vélsmiðjunni Héðni skorið hann út. „Sonur minn og mágur hjálpuðu mér að sjóða þetta saman. Ég er ekki einn í því að hafa gert þetta,“ segir Helgi. Eflaust nýtur drekinn sín betur í myrkri heldur en nú yfir hásumarið þegar bjart er allan sólarhringinn. En hver er tæknin á bak við eldinn? „Þetta er dísilolía, - úr gömlu brennslutæki sem ég hirti einhversstaðar frá.“ Eftir að búið er að ýta á takka getur Drekinn logað sjálfvirkt allan daginn en hann á það til að slá út vegna hitans. „Ég er með þetta á tímaleiða. Eins og þið sáuð þá slökknar svolitla stund og kviknar svo aftur. Þetta er bara eins og var í miðstöðvarkötlum í gamla daga. Þegar kom straumur á þá dælist olían upp í spíss og háspennukefli kveikir neistann. Þetta er ósköp einfalt,“ segir Helgi Ólafsson á Raufarhöfn.Stærð drekans má sjá í samanburði við mennina sem eru að huga að honum.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. Tengdar fréttir Staðfest að Rifstangi liggur norðar en Hraunhafnartangi Dæmi eru um að erlendir ferðamenn láti gifta sig á Hraunhafnartanga þar sem þeir telja hann nyrsta tanga Íslands. 1. júlí 2016 21:34 Stærsta útilistaverk landsins rís á Raufarhöfn Heimskautsgerðið, útilistaverkið á Melrakkaási við Raufarhöfn, er farið að taka á sig mynd og tugir ferðamanna koma á hverjum degi til þess að berja verkið augum. 19. júní 2013 08:00 Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Erlent Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Innlent Trump kynnti friðarráðið Erlent „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Innlent Fleiri fréttir Kærði mótmælendurna til að fæla aðra frá Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Sjá meira
Ógurlegur dreki, sem meira að segja spýr eldi, mætir nú sjófarendum á Raufarhöfn, ekki sem ógnvaldur heldur sem einn af landvættum Íslands. Drekinn var sýndur í fréttum Stöðvar 2 og rætt við listamanninn, Helga Ólafsson, rafvirkja á Raufarhöfn. Eldspúandi drekar finnast yfirleitt aðeins í ævintýrum. Á Raufarhöfn er þó einn sem heilsar sæfarendum. Sjómennirnir á heimabátunum vita orðið hverju við má búast en mönnum á aðkomubátum gæti brugðið þegar þeir sjá hann allt í einu: Já, þetta er dreki á hafnargarðinum og það eldspúandi, þó ekki af holdi og blóði heldur úr málmi. „Þetta er búið að brjótast í mér í mörg ár, með eitthvert svona útilistaverk, ef hægt er að kalla þetta listaverk. En svo þegar upplýst var að við værum á drekasvæðinu, þá kom hugmyndin að búa til dreka, og helst að láta hann spúa eldi,“ segir Helgi.Helgi Ólafsson á Raufarhöfn, höfundur drekans.Stöð 2/Friðrik Þór HalldórssonHelgi var þó ekki að hugsa um olíuleitarsvæði heldur drekann í skjaldamerki Íslands, sem er einn af landvættunum. Drekinn er því verndari Raufarhafnar. Helgi segist ekki hafa verið einn að verki. Barnabarn hans hafi tölvuteiknað drekann og kunningi hans hjá vélsmiðjunni Héðni skorið hann út. „Sonur minn og mágur hjálpuðu mér að sjóða þetta saman. Ég er ekki einn í því að hafa gert þetta,“ segir Helgi. Eflaust nýtur drekinn sín betur í myrkri heldur en nú yfir hásumarið þegar bjart er allan sólarhringinn. En hver er tæknin á bak við eldinn? „Þetta er dísilolía, - úr gömlu brennslutæki sem ég hirti einhversstaðar frá.“ Eftir að búið er að ýta á takka getur Drekinn logað sjálfvirkt allan daginn en hann á það til að slá út vegna hitans. „Ég er með þetta á tímaleiða. Eins og þið sáuð þá slökknar svolitla stund og kviknar svo aftur. Þetta er bara eins og var í miðstöðvarkötlum í gamla daga. Þegar kom straumur á þá dælist olían upp í spíss og háspennukefli kveikir neistann. Þetta er ósköp einfalt,“ segir Helgi Ólafsson á Raufarhöfn.Stærð drekans má sjá í samanburði við mennina sem eru að huga að honum.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.
Tengdar fréttir Staðfest að Rifstangi liggur norðar en Hraunhafnartangi Dæmi eru um að erlendir ferðamenn láti gifta sig á Hraunhafnartanga þar sem þeir telja hann nyrsta tanga Íslands. 1. júlí 2016 21:34 Stærsta útilistaverk landsins rís á Raufarhöfn Heimskautsgerðið, útilistaverkið á Melrakkaási við Raufarhöfn, er farið að taka á sig mynd og tugir ferðamanna koma á hverjum degi til þess að berja verkið augum. 19. júní 2013 08:00 Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Erlent Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Innlent Trump kynnti friðarráðið Erlent „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Innlent Fleiri fréttir Kærði mótmælendurna til að fæla aðra frá Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Sjá meira
Staðfest að Rifstangi liggur norðar en Hraunhafnartangi Dæmi eru um að erlendir ferðamenn láti gifta sig á Hraunhafnartanga þar sem þeir telja hann nyrsta tanga Íslands. 1. júlí 2016 21:34
Stærsta útilistaverk landsins rís á Raufarhöfn Heimskautsgerðið, útilistaverkið á Melrakkaási við Raufarhöfn, er farið að taka á sig mynd og tugir ferðamanna koma á hverjum degi til þess að berja verkið augum. 19. júní 2013 08:00