Innlent

Stærsta útilistaverk landsins rís á Raufarhöfn

Nanna Elísa skrifar
6 metra há hlið sem vísa til höfuðáttanna hafa verið reist á staðnum og sést miðnætursólin frá suðurhliði í gegnum miðsúlu og norðurhlið.  Mynd/Erlingur Thoroddsen
6 metra há hlið sem vísa til höfuðáttanna hafa verið reist á staðnum og sést miðnætursólin frá suðurhliði í gegnum miðsúlu og norðurhlið. Mynd/Erlingur Thoroddsen
Heimskautsgerðið, útilistaverkið á Melrakkaási við Raufarhöfn, er farið að taka á sig mynd og tugir ferðamanna koma á hverjum degi til þess að berja verkið augum.

Hugmyndin kviknaði fyrir mörgum áratugum en fyrsti steinninn var lagður 2006 við hátíðlega athöfn og hafa framkvæmdir haldið áfram allar götur síðan. Erlingur Thoroddsen, frumkvöðull verkefnisins, segir erfitt að segja til um hvenær verkinu ljúki.

„Það er allt svo hverfult í þessum heimi. En það skiptir ekki máli hvort það verður innan fárra ára eða margra, verkið kemst upp. Við ætlum að klára þetta,“ segir hann ákveðinn.

Hann segir verkið aðallega stranda á fjárveitingum. Nú liggur þó fyrir að Framkvæmdasjóður ferðamála ætlar að leggja 25 milljónir í verkefnið og sveitarfélagið hefur skuldbundið sig til þess að leggja fram á móti. Erlingur segir að bæði ­íslenskir og erlendir ferðamenn heimsæki staðinn, þó ef til vill ívið fleiri erlendir. Heimskautsgerðið er því þegar byrjað að þjóna tilgangi sínum sem aðdráttarafl til þess að koma Raufarhöfn á kortið sem vinsælum ferðamannastað.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.