Hafa unnið sér inn traust þjóðarinnar Tómas Þór Þórðarson skrifar 21. júní 2016 06:00 Gylfi Þór Sigurðsson, Kolbeinn Sigþórsson og Birkir Bjarnason fagna marki Gylfa á móti Ungverjalandi. Vísir/EPA Strákarnir okkar munu vita það fyrir stórleikinn gegn Austurríki á Stade de France í lokaumferð riðlakeppni EM 2016 hvort þeir þurfi sigur eða eitt stig til að komast í 16 liða úrslitin. Leikaðferð liðsins gæti farið eftir því hvað það þarf til að komast áfram en strákarnir ætla sér í útsláttarkeppnina. Ari Freyr Skúlason og Ragnar Sigurðsson sátu fyrir svörum á blaðamannafundi íslenska liðsins í Annecy í gær ásamt þjálfaranum Heimi Hallgrímssyni. Það hefur verið furðu létt yfir hópnum eftir svekkelsið í Marseille þar sem Ungverjar stálu stigi af okkar mönnum á síðustu mínútum leiksins.Heimir Hallgrímsson.Vísir/EPASólin skín líka á okkur „Allt í allt er þetta góður dagur í þessum fallega bæ, Annecy. Sólin skín og líka á okkur. Við erum frekar glaðir. Það var svekkjandi að fá á sig mark á síðustu mínútunum gegn Ungverjalandi en staða okkar er þannig að við erum með tvö stig og með örlögin í eigin höndum. Við erum mjög ánægðir þessa stundina. Ef einhver hefði boðið okkur þessa stöðu fyrir mótið hefðum við tekið henni. Við förum samt inn í leikinn gegn Austurríki til að vinna hann,“ sagði Heimir skælbrosandi á blaðamannafundinum í gær. Leikmenn íslenska liðsins hafa varla brugðist þjóðinni í alvöru leik síðan liðið tapaði gegn Króatíu í frægum umspilsleik í Zagreb í nóvember 2013. Þeir felldu hvern risann á fætur öðrum á leið sinni á EM og hófu frumraun sína á stórmóti með því að gera jafntefli við Portúgal, fjórða besta lið álfunnar. Vissulega voru úrslitin gegn Ungverjalandi svekkjandi og spilamennskan ekki góð en liðið er enn ósigrað og með örlögin í eigin höndum.Ari Freyr Skúlason í Ungverjalandi.Vísir/EPAVitlaus spurning Strákarnir hafa unnið sér inn það traust hjá íslensku þjóðinni að henni er eiginlega skylt að trúa og treysta því að Íslandi nái þeim úrslitum sem þarf gegn Austurríki þar til annað kemur í ljós. Og það finnst strákunum líka. Þeir höfðu mjög svo takmarkaðan húmor fyrir spurningu þess efnis hvort þeir væru búnir að jafna sig á jafnteflinu gegn Ungverjalandi. „Já, og við höfum tvo daga í viðbót til að gera það. Það sást hvað við gerðum eftir tapið gegn Króatíu Þá fórum við í undankeppni EM og kláruðum hana,“ sagði Ragnar Sigurðsson, en Ari Freyr Skúlason setti upp víkingasvip og svaraði eiginlega reiður: „Þetta finnst mér vitlaus spurning, þú þekkir okkur og hvernig við erum. Það voru allir svekktir eftir leikinn gegn Ungverjalandi en það er nýr dagur á morgun. Við erum það góðir vinir að við getum talað hreint út ef eitthvað er að,“ sagði Ari Freyr Skúlason. EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Landsliðskonan á von á barni Fótbolti Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fótbolti Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Enski boltinn „Það er spurning fyrir stjórnina“ Sport Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Formúla 1 Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Körfubolti „Þetta er næstum því of gott til þess að vera satt“ Sport Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið Handbolti Fleiri fréttir Landsliðskonan á von á barni Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Napoli á toppinn eftir sigur í toppslag „Framtíðin er björt hérna á Skaganum“ „Förum eitt skref til baka en tökum svo tvö fram á við“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Andri Lucas tryggði Blackburn þrjú stig í endurkomusigri Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle FH - Fram: 3-4 | Þrenna Sigurðar Bjarts dugði skammt Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Mikael kom Djurgården á bragðið í stórsigri Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Leikurinn mikilvægi verður í Akraneshöllinni Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? Messi skoraði tvö eftir að hafa fengið enn einn gullskóinn Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Leeds afgreiddi West Ham Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Belgarnir hennar Betu fengu skell Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum Sænska ungstirnið klárt í El Clásico vegna meiðsla Raphinha Sjá meira
Strákarnir okkar munu vita það fyrir stórleikinn gegn Austurríki á Stade de France í lokaumferð riðlakeppni EM 2016 hvort þeir þurfi sigur eða eitt stig til að komast í 16 liða úrslitin. Leikaðferð liðsins gæti farið eftir því hvað það þarf til að komast áfram en strákarnir ætla sér í útsláttarkeppnina. Ari Freyr Skúlason og Ragnar Sigurðsson sátu fyrir svörum á blaðamannafundi íslenska liðsins í Annecy í gær ásamt þjálfaranum Heimi Hallgrímssyni. Það hefur verið furðu létt yfir hópnum eftir svekkelsið í Marseille þar sem Ungverjar stálu stigi af okkar mönnum á síðustu mínútum leiksins.Heimir Hallgrímsson.Vísir/EPASólin skín líka á okkur „Allt í allt er þetta góður dagur í þessum fallega bæ, Annecy. Sólin skín og líka á okkur. Við erum frekar glaðir. Það var svekkjandi að fá á sig mark á síðustu mínútunum gegn Ungverjalandi en staða okkar er þannig að við erum með tvö stig og með örlögin í eigin höndum. Við erum mjög ánægðir þessa stundina. Ef einhver hefði boðið okkur þessa stöðu fyrir mótið hefðum við tekið henni. Við förum samt inn í leikinn gegn Austurríki til að vinna hann,“ sagði Heimir skælbrosandi á blaðamannafundinum í gær. Leikmenn íslenska liðsins hafa varla brugðist þjóðinni í alvöru leik síðan liðið tapaði gegn Króatíu í frægum umspilsleik í Zagreb í nóvember 2013. Þeir felldu hvern risann á fætur öðrum á leið sinni á EM og hófu frumraun sína á stórmóti með því að gera jafntefli við Portúgal, fjórða besta lið álfunnar. Vissulega voru úrslitin gegn Ungverjalandi svekkjandi og spilamennskan ekki góð en liðið er enn ósigrað og með örlögin í eigin höndum.Ari Freyr Skúlason í Ungverjalandi.Vísir/EPAVitlaus spurning Strákarnir hafa unnið sér inn það traust hjá íslensku þjóðinni að henni er eiginlega skylt að trúa og treysta því að Íslandi nái þeim úrslitum sem þarf gegn Austurríki þar til annað kemur í ljós. Og það finnst strákunum líka. Þeir höfðu mjög svo takmarkaðan húmor fyrir spurningu þess efnis hvort þeir væru búnir að jafna sig á jafnteflinu gegn Ungverjalandi. „Já, og við höfum tvo daga í viðbót til að gera það. Það sást hvað við gerðum eftir tapið gegn Króatíu Þá fórum við í undankeppni EM og kláruðum hana,“ sagði Ragnar Sigurðsson, en Ari Freyr Skúlason setti upp víkingasvip og svaraði eiginlega reiður: „Þetta finnst mér vitlaus spurning, þú þekkir okkur og hvernig við erum. Það voru allir svekktir eftir leikinn gegn Ungverjalandi en það er nýr dagur á morgun. Við erum það góðir vinir að við getum talað hreint út ef eitthvað er að,“ sagði Ari Freyr Skúlason.
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Landsliðskonan á von á barni Fótbolti Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fótbolti Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Enski boltinn „Það er spurning fyrir stjórnina“ Sport Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Formúla 1 Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Körfubolti „Þetta er næstum því of gott til þess að vera satt“ Sport Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið Handbolti Fleiri fréttir Landsliðskonan á von á barni Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Napoli á toppinn eftir sigur í toppslag „Framtíðin er björt hérna á Skaganum“ „Förum eitt skref til baka en tökum svo tvö fram á við“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Andri Lucas tryggði Blackburn þrjú stig í endurkomusigri Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle FH - Fram: 3-4 | Þrenna Sigurðar Bjarts dugði skammt Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Mikael kom Djurgården á bragðið í stórsigri Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Leikurinn mikilvægi verður í Akraneshöllinni Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? Messi skoraði tvö eftir að hafa fengið enn einn gullskóinn Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Leeds afgreiddi West Ham Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Belgarnir hennar Betu fengu skell Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum Sænska ungstirnið klárt í El Clásico vegna meiðsla Raphinha Sjá meira