Fótbolti

Skora á Lars að halda áfram með landsliðið

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Lars Lagerbäck röltir um með derhúfu á æfingasvæði landsliðsins í Annecy í gær.
Lars Lagerbäck röltir um með derhúfu á æfingasvæði landsliðsins í Annecy í gær. vísir/vilhelm
Íslendingar eru í skýjunum eftir sigurinn gegn Austurríkismönnum á Stade de France í gærkvöldi. Leikurinn hefði orðið sá síðasti undir stjórn Lars Lagerbäck hefði niðurstaðan orðið tap en eins og frægt er orðið eru okkar menn komnir í sextán liða úrslitin gegn Englandi. Leikið verður í Nice á mánudag.

Fjölmargir stuðningsmenn Íslands eru ekki tilbúnir að sleppa takinu af Lars Lagerbäck þótt sá sænski hafi greint frá því að hann hætti eftir mótið. Efnt hefur verið til undirskriftasöfnunar þar sem skorað er á Svíann að halda áfram.

Lars minnti á það í gær að hann hefði aldrei beðið lægri hlut gegn Englandi. Vonandi breytist það ekki á mánudaginn í Nice. 

Undirskriftasöfnunin fer fram hér en nú hafa tæplega tvö þúsund manns skráð sig.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×