Gummi Ben vill ekkert um skopmynd Moggans segja Jakob Bjarnar skrifar 24. júní 2016 12:41 Davíð smyr boltann í samskeytin, við erum komin með nýjan forseta og hinir frambjóðendur eru sem áhorfendur. Guðmundur Benediktsson, sem er í aðalhlutverki í nýjasta verki skopmyndateiknarans Helga Sigurðssonar, vill ekkert tjá sig um umdeilda teikninguna. Ýmsir eiga erfitt með að sjá húmorinn í myndinni. Í téðri teikningu er Gummi Ben í aðalhlutverki. Hann hefur öðlast heimsfrægð fyrir framgöngu sína við míkrófóninn þá er hann hefur lýst leikjum íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, og nú bregður svo við að í meðförum skopmyndateiknara Morgunblaðsins er Gummi að lýsa niðurstöðum kosningaúrslita. Og það er enginn annar en ritstjóri Morgunblaðsins, forsetaframbjóðandinn Davíð Oddsson sem óvænt vinnur sigur með því að smyrja boltanum í samskeytin. Hinir forsetaframbjóðendur eru sem áhorfendur og er þar vísað til fraseringar Gumma Ben. Gummi vildi sem minnst um málið segja í samtali við Vísi. „Ekkert. Núll.“ Þegar Gummi er spurður hvort hann styðji einhvern tiltekinn í forsetakjörinu segir hann það sitt að vita. Og Gummi afgreiddi spurninguna um það hvort honum þætti myndin fyndin fremur snaggaralega: „Ég er ekki búinn að sjá hana. Ég heyrði bara af þessu áðan.“ Og, svo mörg voru þau orð. Ýmsir á Facebook birta þessa skopteikningu og furða sig á myndinni. Talað er um lágkúru og átakanlegan skort á fyndni -- það sé fátt eitt tvírætt við teikningar Helga. Þórður Snær Júlíusson, svo eitt dæmi sé nefnt, er einn fjölmargra sem furðar sig á myndinni: „Þetta er eiginlega fyndið, vegna þess hversu sorglegt þetta er.“ Halldór Auðar Svansson borgarfulltrúi leggur orð í belg og segir: „Hvílík firring. Verst er að þetta er ekki einu sinni í áttina að því að vera fyndið.“ Teikningar Helga hafa vakið talsverða hneykslan og hér má sjá þegar skopmyndateiknarinn útskýrir grínið í einni af sínum umdeildu teikningum. Mest lesið Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Ráðuneytisstjóri bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ í kjölfar viðtals Innlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Innlent „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Innlent Óbreytt ástand kemur ekki til greina Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Innlent Fimm keyptu gám sem er ekki til Innlent Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Innlent Fleiri fréttir Ráðuneytisstjóri bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ í kjölfar viðtals Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ „Í fullkomnum heimi væri best að allir töluðu góða íslensku“ Alma vill efla íslenskukunnáttu erlendra hjúkrunarfræðinga Agnes Johansen er látin Foreldrar hafi ekki haft önnur úrræði en að tilkynna sig til barnaverndar Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Manni bjargað eftir að fiskibátur hans strandaði við grjótgarð Reyna sáttaleið eftir að aðalfundi MÍR var aftur hleypt upp Brúin komin upp við Dugguvog Sjá meira
Guðmundur Benediktsson, sem er í aðalhlutverki í nýjasta verki skopmyndateiknarans Helga Sigurðssonar, vill ekkert tjá sig um umdeilda teikninguna. Ýmsir eiga erfitt með að sjá húmorinn í myndinni. Í téðri teikningu er Gummi Ben í aðalhlutverki. Hann hefur öðlast heimsfrægð fyrir framgöngu sína við míkrófóninn þá er hann hefur lýst leikjum íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, og nú bregður svo við að í meðförum skopmyndateiknara Morgunblaðsins er Gummi að lýsa niðurstöðum kosningaúrslita. Og það er enginn annar en ritstjóri Morgunblaðsins, forsetaframbjóðandinn Davíð Oddsson sem óvænt vinnur sigur með því að smyrja boltanum í samskeytin. Hinir forsetaframbjóðendur eru sem áhorfendur og er þar vísað til fraseringar Gumma Ben. Gummi vildi sem minnst um málið segja í samtali við Vísi. „Ekkert. Núll.“ Þegar Gummi er spurður hvort hann styðji einhvern tiltekinn í forsetakjörinu segir hann það sitt að vita. Og Gummi afgreiddi spurninguna um það hvort honum þætti myndin fyndin fremur snaggaralega: „Ég er ekki búinn að sjá hana. Ég heyrði bara af þessu áðan.“ Og, svo mörg voru þau orð. Ýmsir á Facebook birta þessa skopteikningu og furða sig á myndinni. Talað er um lágkúru og átakanlegan skort á fyndni -- það sé fátt eitt tvírætt við teikningar Helga. Þórður Snær Júlíusson, svo eitt dæmi sé nefnt, er einn fjölmargra sem furðar sig á myndinni: „Þetta er eiginlega fyndið, vegna þess hversu sorglegt þetta er.“ Halldór Auðar Svansson borgarfulltrúi leggur orð í belg og segir: „Hvílík firring. Verst er að þetta er ekki einu sinni í áttina að því að vera fyndið.“ Teikningar Helga hafa vakið talsverða hneykslan og hér má sjá þegar skopmyndateiknarinn útskýrir grínið í einni af sínum umdeildu teikningum.
Mest lesið Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Ráðuneytisstjóri bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ í kjölfar viðtals Innlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Innlent „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Innlent Óbreytt ástand kemur ekki til greina Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Innlent Fimm keyptu gám sem er ekki til Innlent Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Innlent Fleiri fréttir Ráðuneytisstjóri bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ í kjölfar viðtals Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ „Í fullkomnum heimi væri best að allir töluðu góða íslensku“ Alma vill efla íslenskukunnáttu erlendra hjúkrunarfræðinga Agnes Johansen er látin Foreldrar hafi ekki haft önnur úrræði en að tilkynna sig til barnaverndar Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Manni bjargað eftir að fiskibátur hans strandaði við grjótgarð Reyna sáttaleið eftir að aðalfundi MÍR var aftur hleypt upp Brúin komin upp við Dugguvog Sjá meira
Ráðuneytisstjóri bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ í kjölfar viðtals Innlent
Ráðuneytisstjóri bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ í kjölfar viðtals
Ráðuneytisstjóri bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ í kjölfar viðtals Innlent