Kríu og lunda fjölgar í Flatey á Skjálfanda Kristján Már Unnarsson skrifar 24. júní 2016 20:45 Kríu hefur fjölgað á ný við Skjálfanda í sumar og gamlir Flateyingar segja kríufjöldann í eynni nú gríðarlegan. Lundastofninn hefur einnig stækkað. Þetta kom fram í frétt Stöðvar 2 úr Flatey á Skjálfanda en þar var rætt við Flateyinginn Guðmund Aðalbjörn Hólmgeirsson. Það er brátt hálf öld frá því fastri búsetu lauk í Flatey á Skjálfanda. Brottfluttir Flateyingar og afkomendur halda þó vel við gömlu húsunum og dvelja þar langdvölum á sumrin.Úr Flatey á Skjálfanda. Kirkjan gnæfir yfir en neðst er íshúsið.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Þarna er einnig fuglaparadís og kríugerið fangar athygli okkar. „Þetta er svona með meiri fjölda af kríum sem ég hef séð í eyjunni undanfarin ár,” segir Alli Hólmgeirs, eins og Húsvíkingar kalla hann. Og hefur hann þó samanburðinn, eftir að hafa búið í Flatey fyrstu tuttugu ár ævi sínnar og síðan dvalið þar meira og minna á sumrin undanfarin fimmtíu ár. Hann segir alltaf hafa verið sveiflur í kríustofninum. „Reyndar alltaf verið mikil kría hérna en þó mjög mismunandi eftir því hvernig árar. Núna er gríðarlegur fjöldi."Flatey á Skjálfanda er undan Flateyjardal. Eyjan fór í eyði árið 1967.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.„Lundanum fer líka fjölgandi hér. Þannig að þeir virðast eiga auðvelt með að sækja æti í kringum eyjuna. Það leynir sér ekki.” Guðmundur sér athyglisverða breytingu á lundastofninum, hann geri sér nú lundaholur á mun fleiri stöðum í eynni en áður þegar þar var föst búseta manna. -Skynjið þið það á lífríkinu hér í Skjálfanda að það er meiri fæða þar? „Það virðist vera. Hvalirnir náttúrlega segja líka sína sögu í því. Það er óvenju mikill fjöldi af þeim. Steypireyður og hnúfubakur og fleira. Þeir virðast sækja æti bæði inn að sandi og svo út með fjöllunum líka, norður flóann. Þannig að þetta virðist vera mjög líflegt,” segir Flateyingurinn Guðmundur Aðalbjörn Hólmgeirsson.Lundinn hefur breitt úr sér í Flatey eftir að byggð manna lagðist af.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. Tengdar fréttir Stórhvelin taka yfir sem stjörnur Skjálfandaflóa Stórhveli eins og hnúfubakur eru að taka við af smáhvölum sem aðalsýningardýrin í hvalaskoðun frá Húsavík. 23. júní 2016 19:15 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fleiri fréttir Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Sjá meira
Kríu hefur fjölgað á ný við Skjálfanda í sumar og gamlir Flateyingar segja kríufjöldann í eynni nú gríðarlegan. Lundastofninn hefur einnig stækkað. Þetta kom fram í frétt Stöðvar 2 úr Flatey á Skjálfanda en þar var rætt við Flateyinginn Guðmund Aðalbjörn Hólmgeirsson. Það er brátt hálf öld frá því fastri búsetu lauk í Flatey á Skjálfanda. Brottfluttir Flateyingar og afkomendur halda þó vel við gömlu húsunum og dvelja þar langdvölum á sumrin.Úr Flatey á Skjálfanda. Kirkjan gnæfir yfir en neðst er íshúsið.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Þarna er einnig fuglaparadís og kríugerið fangar athygli okkar. „Þetta er svona með meiri fjölda af kríum sem ég hef séð í eyjunni undanfarin ár,” segir Alli Hólmgeirs, eins og Húsvíkingar kalla hann. Og hefur hann þó samanburðinn, eftir að hafa búið í Flatey fyrstu tuttugu ár ævi sínnar og síðan dvalið þar meira og minna á sumrin undanfarin fimmtíu ár. Hann segir alltaf hafa verið sveiflur í kríustofninum. „Reyndar alltaf verið mikil kría hérna en þó mjög mismunandi eftir því hvernig árar. Núna er gríðarlegur fjöldi."Flatey á Skjálfanda er undan Flateyjardal. Eyjan fór í eyði árið 1967.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.„Lundanum fer líka fjölgandi hér. Þannig að þeir virðast eiga auðvelt með að sækja æti í kringum eyjuna. Það leynir sér ekki.” Guðmundur sér athyglisverða breytingu á lundastofninum, hann geri sér nú lundaholur á mun fleiri stöðum í eynni en áður þegar þar var föst búseta manna. -Skynjið þið það á lífríkinu hér í Skjálfanda að það er meiri fæða þar? „Það virðist vera. Hvalirnir náttúrlega segja líka sína sögu í því. Það er óvenju mikill fjöldi af þeim. Steypireyður og hnúfubakur og fleira. Þeir virðast sækja æti bæði inn að sandi og svo út með fjöllunum líka, norður flóann. Þannig að þetta virðist vera mjög líflegt,” segir Flateyingurinn Guðmundur Aðalbjörn Hólmgeirsson.Lundinn hefur breitt úr sér í Flatey eftir að byggð manna lagðist af.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.
Tengdar fréttir Stórhvelin taka yfir sem stjörnur Skjálfandaflóa Stórhveli eins og hnúfubakur eru að taka við af smáhvölum sem aðalsýningardýrin í hvalaskoðun frá Húsavík. 23. júní 2016 19:15 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fleiri fréttir Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Sjá meira
Stórhvelin taka yfir sem stjörnur Skjálfandaflóa Stórhveli eins og hnúfubakur eru að taka við af smáhvölum sem aðalsýningardýrin í hvalaskoðun frá Húsavík. 23. júní 2016 19:15