Stórhvelin taka yfir sem stjörnur Skjálfandaflóa Kristján Már Unnarsson skrifar 23. júní 2016 19:15 Stórhveli eins og hnúfubakur og steypireyður eru að verða fastur liður í hvalaskoðun frá Húsavík og eru að taka við af smáhvölum sem aðalsýningardýrin á Skjálfandaflóa. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2 í viðtali við Stefán Guðmundsson, framkvæmdastjóra Gentle Giants. Um tuttugu ár eru frá því Húsvíkingar stimpluðu bæ sinn inn sem höfuðstað hvalaskoðunar á Íslandi og það er sennilega hvergi á landinu sem hvalir er jafn þýðingarmikill þáttur atvinnulífs eins og á Húsavík. Þetta má raunar telja eitt af ævintýrum íslenskrar ferðaþjónustu en um sautján bátar eru nú gerðir út þaðan til hvalaskoðunar, sem kallar á um 200 starfsmenn í bænum í sumar. Stefán segir að á fyrstu árunum hafi það aðallega verið hrefnur og höfrungar sem sáust á Skjálfanda. Fyrirtæki hans fagnar 15 ára afmæli í ár og Stefán kveðst vel muna eftir því þegar fyrsti hnúfubakurinn og fyrsta steypireyðin sáust inni á flóanum. „En svo hefur þetta bara farið stigvaxandi á síðustu átta til tíu árum. Og þetta jaðrar bara við flugeldasýningu hérna á hverju sumri,“ segir Stefán. Stefán Guðmundsson, framkvæmdastjóri Gentle Giants.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Í stuttum skreppitúr út á Skjálfandaflóa í gær sáu fréttamenn Stöðvar 2 bæði hnúfubak og steypireyði. „Hnúfubakurinn er okkar aðalsýningardýr og steypireyðarnar hafa verið að venja komu sínar af og til í apríl og maí en hafa verið hérna undanfarin ár í þrjár vikur, kannski, í júní.“ Það er hnúfubakur sem ferðamennirnir ná hvað bestum myndum af enda sést hann iðulega stökkva. Og svo ná ferðamenn stundum að klappa hnúfubak. Þeir virðast þó hrífast mest af því að sjá steypireyðina, að sögn Stefáns, enda er hún stærsta dýr sem lifað hefur á jörðinni, verður allt að 33 metra löng og 190 tonn að þyngd. „Það er aðalmálið hjá þeim að sjá þetta dýr. Það er bara allur tilfinningaskalinn sem menn sjá hjá mismunandi fólki,“ segir Stefán um viðbrögð ferðamanna. Mest lesið Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Neytendur Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Fleiri fréttir S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sjá meira
Stórhveli eins og hnúfubakur og steypireyður eru að verða fastur liður í hvalaskoðun frá Húsavík og eru að taka við af smáhvölum sem aðalsýningardýrin á Skjálfandaflóa. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2 í viðtali við Stefán Guðmundsson, framkvæmdastjóra Gentle Giants. Um tuttugu ár eru frá því Húsvíkingar stimpluðu bæ sinn inn sem höfuðstað hvalaskoðunar á Íslandi og það er sennilega hvergi á landinu sem hvalir er jafn þýðingarmikill þáttur atvinnulífs eins og á Húsavík. Þetta má raunar telja eitt af ævintýrum íslenskrar ferðaþjónustu en um sautján bátar eru nú gerðir út þaðan til hvalaskoðunar, sem kallar á um 200 starfsmenn í bænum í sumar. Stefán segir að á fyrstu árunum hafi það aðallega verið hrefnur og höfrungar sem sáust á Skjálfanda. Fyrirtæki hans fagnar 15 ára afmæli í ár og Stefán kveðst vel muna eftir því þegar fyrsti hnúfubakurinn og fyrsta steypireyðin sáust inni á flóanum. „En svo hefur þetta bara farið stigvaxandi á síðustu átta til tíu árum. Og þetta jaðrar bara við flugeldasýningu hérna á hverju sumri,“ segir Stefán. Stefán Guðmundsson, framkvæmdastjóri Gentle Giants.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Í stuttum skreppitúr út á Skjálfandaflóa í gær sáu fréttamenn Stöðvar 2 bæði hnúfubak og steypireyði. „Hnúfubakurinn er okkar aðalsýningardýr og steypireyðarnar hafa verið að venja komu sínar af og til í apríl og maí en hafa verið hérna undanfarin ár í þrjár vikur, kannski, í júní.“ Það er hnúfubakur sem ferðamennirnir ná hvað bestum myndum af enda sést hann iðulega stökkva. Og svo ná ferðamenn stundum að klappa hnúfubak. Þeir virðast þó hrífast mest af því að sjá steypireyðina, að sögn Stefáns, enda er hún stærsta dýr sem lifað hefur á jörðinni, verður allt að 33 metra löng og 190 tonn að þyngd. „Það er aðalmálið hjá þeim að sjá þetta dýr. Það er bara allur tilfinningaskalinn sem menn sjá hjá mismunandi fólki,“ segir Stefán um viðbrögð ferðamanna.
Mest lesið Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Neytendur Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Fleiri fréttir S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sjá meira