Stórhvelin taka yfir sem stjörnur Skjálfandaflóa Kristján Már Unnarsson skrifar 23. júní 2016 19:15 Stórhveli eins og hnúfubakur og steypireyður eru að verða fastur liður í hvalaskoðun frá Húsavík og eru að taka við af smáhvölum sem aðalsýningardýrin á Skjálfandaflóa. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2 í viðtali við Stefán Guðmundsson, framkvæmdastjóra Gentle Giants. Um tuttugu ár eru frá því Húsvíkingar stimpluðu bæ sinn inn sem höfuðstað hvalaskoðunar á Íslandi og það er sennilega hvergi á landinu sem hvalir er jafn þýðingarmikill þáttur atvinnulífs eins og á Húsavík. Þetta má raunar telja eitt af ævintýrum íslenskrar ferðaþjónustu en um sautján bátar eru nú gerðir út þaðan til hvalaskoðunar, sem kallar á um 200 starfsmenn í bænum í sumar. Stefán segir að á fyrstu árunum hafi það aðallega verið hrefnur og höfrungar sem sáust á Skjálfanda. Fyrirtæki hans fagnar 15 ára afmæli í ár og Stefán kveðst vel muna eftir því þegar fyrsti hnúfubakurinn og fyrsta steypireyðin sáust inni á flóanum. „En svo hefur þetta bara farið stigvaxandi á síðustu átta til tíu árum. Og þetta jaðrar bara við flugeldasýningu hérna á hverju sumri,“ segir Stefán. Stefán Guðmundsson, framkvæmdastjóri Gentle Giants.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Í stuttum skreppitúr út á Skjálfandaflóa í gær sáu fréttamenn Stöðvar 2 bæði hnúfubak og steypireyði. „Hnúfubakurinn er okkar aðalsýningardýr og steypireyðarnar hafa verið að venja komu sínar af og til í apríl og maí en hafa verið hérna undanfarin ár í þrjár vikur, kannski, í júní.“ Það er hnúfubakur sem ferðamennirnir ná hvað bestum myndum af enda sést hann iðulega stökkva. Og svo ná ferðamenn stundum að klappa hnúfubak. Þeir virðast þó hrífast mest af því að sjá steypireyðina, að sögn Stefáns, enda er hún stærsta dýr sem lifað hefur á jörðinni, verður allt að 33 metra löng og 190 tonn að þyngd. „Það er aðalmálið hjá þeim að sjá þetta dýr. Það er bara allur tilfinningaskalinn sem menn sjá hjá mismunandi fólki,“ segir Stefán um viðbrögð ferðamanna. Mest lesið Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Viðskipti innlent Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Atvinnulíf Spá aukinni verðbólgu um jólin Viðskipti innlent Brú Talent kaupir Geko Consulting Viðskipti innlent Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Viðskipti innlent Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar Viðskipti innlent Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Sjá meira
Stórhveli eins og hnúfubakur og steypireyður eru að verða fastur liður í hvalaskoðun frá Húsavík og eru að taka við af smáhvölum sem aðalsýningardýrin á Skjálfandaflóa. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2 í viðtali við Stefán Guðmundsson, framkvæmdastjóra Gentle Giants. Um tuttugu ár eru frá því Húsvíkingar stimpluðu bæ sinn inn sem höfuðstað hvalaskoðunar á Íslandi og það er sennilega hvergi á landinu sem hvalir er jafn þýðingarmikill þáttur atvinnulífs eins og á Húsavík. Þetta má raunar telja eitt af ævintýrum íslenskrar ferðaþjónustu en um sautján bátar eru nú gerðir út þaðan til hvalaskoðunar, sem kallar á um 200 starfsmenn í bænum í sumar. Stefán segir að á fyrstu árunum hafi það aðallega verið hrefnur og höfrungar sem sáust á Skjálfanda. Fyrirtæki hans fagnar 15 ára afmæli í ár og Stefán kveðst vel muna eftir því þegar fyrsti hnúfubakurinn og fyrsta steypireyðin sáust inni á flóanum. „En svo hefur þetta bara farið stigvaxandi á síðustu átta til tíu árum. Og þetta jaðrar bara við flugeldasýningu hérna á hverju sumri,“ segir Stefán. Stefán Guðmundsson, framkvæmdastjóri Gentle Giants.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Í stuttum skreppitúr út á Skjálfandaflóa í gær sáu fréttamenn Stöðvar 2 bæði hnúfubak og steypireyði. „Hnúfubakurinn er okkar aðalsýningardýr og steypireyðarnar hafa verið að venja komu sínar af og til í apríl og maí en hafa verið hérna undanfarin ár í þrjár vikur, kannski, í júní.“ Það er hnúfubakur sem ferðamennirnir ná hvað bestum myndum af enda sést hann iðulega stökkva. Og svo ná ferðamenn stundum að klappa hnúfubak. Þeir virðast þó hrífast mest af því að sjá steypireyðina, að sögn Stefáns, enda er hún stærsta dýr sem lifað hefur á jörðinni, verður allt að 33 metra löng og 190 tonn að þyngd. „Það er aðalmálið hjá þeim að sjá þetta dýr. Það er bara allur tilfinningaskalinn sem menn sjá hjá mismunandi fólki,“ segir Stefán um viðbrögð ferðamanna.
Mest lesið Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Viðskipti innlent Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Atvinnulíf Spá aukinni verðbólgu um jólin Viðskipti innlent Brú Talent kaupir Geko Consulting Viðskipti innlent Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Viðskipti innlent Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar Viðskipti innlent Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Sjá meira