Stórhvelin taka yfir sem stjörnur Skjálfandaflóa Kristján Már Unnarsson skrifar 23. júní 2016 19:15 Stórhveli eins og hnúfubakur og steypireyður eru að verða fastur liður í hvalaskoðun frá Húsavík og eru að taka við af smáhvölum sem aðalsýningardýrin á Skjálfandaflóa. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2 í viðtali við Stefán Guðmundsson, framkvæmdastjóra Gentle Giants. Um tuttugu ár eru frá því Húsvíkingar stimpluðu bæ sinn inn sem höfuðstað hvalaskoðunar á Íslandi og það er sennilega hvergi á landinu sem hvalir er jafn þýðingarmikill þáttur atvinnulífs eins og á Húsavík. Þetta má raunar telja eitt af ævintýrum íslenskrar ferðaþjónustu en um sautján bátar eru nú gerðir út þaðan til hvalaskoðunar, sem kallar á um 200 starfsmenn í bænum í sumar. Stefán segir að á fyrstu árunum hafi það aðallega verið hrefnur og höfrungar sem sáust á Skjálfanda. Fyrirtæki hans fagnar 15 ára afmæli í ár og Stefán kveðst vel muna eftir því þegar fyrsti hnúfubakurinn og fyrsta steypireyðin sáust inni á flóanum. „En svo hefur þetta bara farið stigvaxandi á síðustu átta til tíu árum. Og þetta jaðrar bara við flugeldasýningu hérna á hverju sumri,“ segir Stefán. Stefán Guðmundsson, framkvæmdastjóri Gentle Giants.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Í stuttum skreppitúr út á Skjálfandaflóa í gær sáu fréttamenn Stöðvar 2 bæði hnúfubak og steypireyði. „Hnúfubakurinn er okkar aðalsýningardýr og steypireyðarnar hafa verið að venja komu sínar af og til í apríl og maí en hafa verið hérna undanfarin ár í þrjár vikur, kannski, í júní.“ Það er hnúfubakur sem ferðamennirnir ná hvað bestum myndum af enda sést hann iðulega stökkva. Og svo ná ferðamenn stundum að klappa hnúfubak. Þeir virðast þó hrífast mest af því að sjá steypireyðina, að sögn Stefáns, enda er hún stærsta dýr sem lifað hefur á jörðinni, verður allt að 33 metra löng og 190 tonn að þyngd. „Það er aðalmálið hjá þeim að sjá þetta dýr. Það er bara allur tilfinningaskalinn sem menn sjá hjá mismunandi fólki,“ segir Stefán um viðbrögð ferðamanna. Mest lesið Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi Atvinnulíf Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Alvotech Viðskipti innlent Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Kemur frá Icelandair til Varðar Viðskipti innlent Krambúðin lækkar verð: 200 vörur á Prísverði Samstarf Hvetur eigendur Tesla til að fylgjast með bilunum Neytendur Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Halda til loðnuveiða í kvöld Viðskipti innlent Fleiri fréttir Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Sjá meira
Stórhveli eins og hnúfubakur og steypireyður eru að verða fastur liður í hvalaskoðun frá Húsavík og eru að taka við af smáhvölum sem aðalsýningardýrin á Skjálfandaflóa. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2 í viðtali við Stefán Guðmundsson, framkvæmdastjóra Gentle Giants. Um tuttugu ár eru frá því Húsvíkingar stimpluðu bæ sinn inn sem höfuðstað hvalaskoðunar á Íslandi og það er sennilega hvergi á landinu sem hvalir er jafn þýðingarmikill þáttur atvinnulífs eins og á Húsavík. Þetta má raunar telja eitt af ævintýrum íslenskrar ferðaþjónustu en um sautján bátar eru nú gerðir út þaðan til hvalaskoðunar, sem kallar á um 200 starfsmenn í bænum í sumar. Stefán segir að á fyrstu árunum hafi það aðallega verið hrefnur og höfrungar sem sáust á Skjálfanda. Fyrirtæki hans fagnar 15 ára afmæli í ár og Stefán kveðst vel muna eftir því þegar fyrsti hnúfubakurinn og fyrsta steypireyðin sáust inni á flóanum. „En svo hefur þetta bara farið stigvaxandi á síðustu átta til tíu árum. Og þetta jaðrar bara við flugeldasýningu hérna á hverju sumri,“ segir Stefán. Stefán Guðmundsson, framkvæmdastjóri Gentle Giants.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Í stuttum skreppitúr út á Skjálfandaflóa í gær sáu fréttamenn Stöðvar 2 bæði hnúfubak og steypireyði. „Hnúfubakurinn er okkar aðalsýningardýr og steypireyðarnar hafa verið að venja komu sínar af og til í apríl og maí en hafa verið hérna undanfarin ár í þrjár vikur, kannski, í júní.“ Það er hnúfubakur sem ferðamennirnir ná hvað bestum myndum af enda sést hann iðulega stökkva. Og svo ná ferðamenn stundum að klappa hnúfubak. Þeir virðast þó hrífast mest af því að sjá steypireyðina, að sögn Stefáns, enda er hún stærsta dýr sem lifað hefur á jörðinni, verður allt að 33 metra löng og 190 tonn að þyngd. „Það er aðalmálið hjá þeim að sjá þetta dýr. Það er bara allur tilfinningaskalinn sem menn sjá hjá mismunandi fólki,“ segir Stefán um viðbrögð ferðamanna.
Mest lesið Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi Atvinnulíf Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Alvotech Viðskipti innlent Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Kemur frá Icelandair til Varðar Viðskipti innlent Krambúðin lækkar verð: 200 vörur á Prísverði Samstarf Hvetur eigendur Tesla til að fylgjast með bilunum Neytendur Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Halda til loðnuveiða í kvöld Viðskipti innlent Fleiri fréttir Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Sjá meira