Daniel Taylor: Ísland er ekki lið sem tapar 3-0 Tómas Þór Þórðarson skrifar 27. júní 2016 15:04 Daniel Taylor, yfirmaður fótboltaskrifa á enska blaðinu The Guardian, segir að enska liðið þurfi að passa sig á því íslenska í kvöld þegar liðin mætast í 16 liða úrslitum EM 2016 í Nice. Enska liðið er mun sigurstranglegra en það hefur ekki alltaf hentað Englendingum að fara undir svona mikilli pressu inn í leiki. Taylor er mjög hrifinn af íslenska liðinu og sögu þess. „Þetta er búin að vera ein besta saga mótsins. Það var nú nógu flott saga bara að komast á EM og vera minnsta þjóðin sem afrekar það,“ segir Taylor í viðtali við Vísi en hann er einn allra fremsti fótboltablaðamaður Englands og hefur rakað inn verðlaunum fyrir skrif sín á undanförnum árum. „Ég man eftir þeim tímum þegar Ísland var eitt liðanna sem stóru liðin mættu til að auka sjálfstraustið og vinna auðveldlega. Ísland var í 133. sæti heimslistans fyrir fjórum árum þannig þetta er búið að vera mögnuð saga.“ Hann segir að England eigi að vinna leikinn í kvöld en þetta sé alls ekki þægilegur leikur fyrir leikmenn liðsins. „Stærsti óttinn fyrir England er óttinn sjálfur. Ef England spilar eins og það getur best á það að vinna. Það er mikil pressa á Englandi samt og liðið ræður illa við hana,“ segir Taylor. „Ég hef heyrt suma segja að England eigi að vinna þrjú eða fjögur núll en Ísland er ekki lið sem tapar með þannig tölum,“ segir Daniel Taylor. Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365). EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Ármann Smári: Ekki gleyma því að Ísland er ósigrað á EM Ármann Smári Björnsson, fyrirliði ÍA í Pepsi-deildinni, segir að pressan sé öll á Englandi fyrir leikinn gegn Íslandi í Nice í 16-liða úrslitum EM 2016 í kvöld. 27. júní 2016 14:30 Þetta er ástæðan fyrir því að allir vilja fara í vítakeppni á móti Englandi Englendingar þekkja það þjóða best að tapa í vítakeppni á stórmótum. 27. júní 2016 12:26 Úttekt Guardian: Þetta eru veikleikarnir í íslenska liðinu sem England þarf að nýta sér Íslendingar halda ekki boltanum, eru veikir fyrir vinstra megin í vörninni og löng innköst aðalvopnið að sögn Michael Cox. 27. júní 2016 12:45 Enskir miðlar hita upp fyrir leikinn í kvöld: „Tuttugu ára sárindi gætu haldið áfram“ Enskir fjölmiðlar setja alla pressuna á Roy Hodgson og enska landsliðið fyrir leik Íslands og Englands í kvöld. 27. júní 2016 14:30 Mest lesið „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Handbolti Fundu loksins boxarann eftir tveggja vikna leit Sport EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Handbolti Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Handbolti Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti Fleiri fréttir Brann slapp inn í umspilið eftir hjálp frá öðrum velli Mourinho bað Arbeloa afsökunar á fagnaðarlátunum Hvaða lið gætu mæst í umspili og sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar? Sjáðu markaflóðið í Meistaradeildinni Fékk þjálfarann til að dansa við sig í miðjum leik Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni Mættu með snjóinn með sér til Madrid Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Sjá meira
Daniel Taylor, yfirmaður fótboltaskrifa á enska blaðinu The Guardian, segir að enska liðið þurfi að passa sig á því íslenska í kvöld þegar liðin mætast í 16 liða úrslitum EM 2016 í Nice. Enska liðið er mun sigurstranglegra en það hefur ekki alltaf hentað Englendingum að fara undir svona mikilli pressu inn í leiki. Taylor er mjög hrifinn af íslenska liðinu og sögu þess. „Þetta er búin að vera ein besta saga mótsins. Það var nú nógu flott saga bara að komast á EM og vera minnsta þjóðin sem afrekar það,“ segir Taylor í viðtali við Vísi en hann er einn allra fremsti fótboltablaðamaður Englands og hefur rakað inn verðlaunum fyrir skrif sín á undanförnum árum. „Ég man eftir þeim tímum þegar Ísland var eitt liðanna sem stóru liðin mættu til að auka sjálfstraustið og vinna auðveldlega. Ísland var í 133. sæti heimslistans fyrir fjórum árum þannig þetta er búið að vera mögnuð saga.“ Hann segir að England eigi að vinna leikinn í kvöld en þetta sé alls ekki þægilegur leikur fyrir leikmenn liðsins. „Stærsti óttinn fyrir England er óttinn sjálfur. Ef England spilar eins og það getur best á það að vinna. Það er mikil pressa á Englandi samt og liðið ræður illa við hana,“ segir Taylor. „Ég hef heyrt suma segja að England eigi að vinna þrjú eða fjögur núll en Ísland er ekki lið sem tapar með þannig tölum,“ segir Daniel Taylor. Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Ármann Smári: Ekki gleyma því að Ísland er ósigrað á EM Ármann Smári Björnsson, fyrirliði ÍA í Pepsi-deildinni, segir að pressan sé öll á Englandi fyrir leikinn gegn Íslandi í Nice í 16-liða úrslitum EM 2016 í kvöld. 27. júní 2016 14:30 Þetta er ástæðan fyrir því að allir vilja fara í vítakeppni á móti Englandi Englendingar þekkja það þjóða best að tapa í vítakeppni á stórmótum. 27. júní 2016 12:26 Úttekt Guardian: Þetta eru veikleikarnir í íslenska liðinu sem England þarf að nýta sér Íslendingar halda ekki boltanum, eru veikir fyrir vinstra megin í vörninni og löng innköst aðalvopnið að sögn Michael Cox. 27. júní 2016 12:45 Enskir miðlar hita upp fyrir leikinn í kvöld: „Tuttugu ára sárindi gætu haldið áfram“ Enskir fjölmiðlar setja alla pressuna á Roy Hodgson og enska landsliðið fyrir leik Íslands og Englands í kvöld. 27. júní 2016 14:30 Mest lesið „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Handbolti Fundu loksins boxarann eftir tveggja vikna leit Sport EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Handbolti Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Handbolti Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti Fleiri fréttir Brann slapp inn í umspilið eftir hjálp frá öðrum velli Mourinho bað Arbeloa afsökunar á fagnaðarlátunum Hvaða lið gætu mæst í umspili og sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar? Sjáðu markaflóðið í Meistaradeildinni Fékk þjálfarann til að dansa við sig í miðjum leik Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni Mættu með snjóinn með sér til Madrid Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Sjá meira
Ármann Smári: Ekki gleyma því að Ísland er ósigrað á EM Ármann Smári Björnsson, fyrirliði ÍA í Pepsi-deildinni, segir að pressan sé öll á Englandi fyrir leikinn gegn Íslandi í Nice í 16-liða úrslitum EM 2016 í kvöld. 27. júní 2016 14:30
Þetta er ástæðan fyrir því að allir vilja fara í vítakeppni á móti Englandi Englendingar þekkja það þjóða best að tapa í vítakeppni á stórmótum. 27. júní 2016 12:26
Úttekt Guardian: Þetta eru veikleikarnir í íslenska liðinu sem England þarf að nýta sér Íslendingar halda ekki boltanum, eru veikir fyrir vinstra megin í vörninni og löng innköst aðalvopnið að sögn Michael Cox. 27. júní 2016 12:45
Enskir miðlar hita upp fyrir leikinn í kvöld: „Tuttugu ára sárindi gætu haldið áfram“ Enskir fjölmiðlar setja alla pressuna á Roy Hodgson og enska landsliðið fyrir leik Íslands og Englands í kvöld. 27. júní 2016 14:30
Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti
Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti