Daniel Taylor: Ísland er ekki lið sem tapar 3-0 Tómas Þór Þórðarson skrifar 27. júní 2016 15:04 Daniel Taylor, yfirmaður fótboltaskrifa á enska blaðinu The Guardian, segir að enska liðið þurfi að passa sig á því íslenska í kvöld þegar liðin mætast í 16 liða úrslitum EM 2016 í Nice. Enska liðið er mun sigurstranglegra en það hefur ekki alltaf hentað Englendingum að fara undir svona mikilli pressu inn í leiki. Taylor er mjög hrifinn af íslenska liðinu og sögu þess. „Þetta er búin að vera ein besta saga mótsins. Það var nú nógu flott saga bara að komast á EM og vera minnsta þjóðin sem afrekar það,“ segir Taylor í viðtali við Vísi en hann er einn allra fremsti fótboltablaðamaður Englands og hefur rakað inn verðlaunum fyrir skrif sín á undanförnum árum. „Ég man eftir þeim tímum þegar Ísland var eitt liðanna sem stóru liðin mættu til að auka sjálfstraustið og vinna auðveldlega. Ísland var í 133. sæti heimslistans fyrir fjórum árum þannig þetta er búið að vera mögnuð saga.“ Hann segir að England eigi að vinna leikinn í kvöld en þetta sé alls ekki þægilegur leikur fyrir leikmenn liðsins. „Stærsti óttinn fyrir England er óttinn sjálfur. Ef England spilar eins og það getur best á það að vinna. Það er mikil pressa á Englandi samt og liðið ræður illa við hana,“ segir Taylor. „Ég hef heyrt suma segja að England eigi að vinna þrjú eða fjögur núll en Ísland er ekki lið sem tapar með þannig tölum,“ segir Daniel Taylor. Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365). EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Ármann Smári: Ekki gleyma því að Ísland er ósigrað á EM Ármann Smári Björnsson, fyrirliði ÍA í Pepsi-deildinni, segir að pressan sé öll á Englandi fyrir leikinn gegn Íslandi í Nice í 16-liða úrslitum EM 2016 í kvöld. 27. júní 2016 14:30 Þetta er ástæðan fyrir því að allir vilja fara í vítakeppni á móti Englandi Englendingar þekkja það þjóða best að tapa í vítakeppni á stórmótum. 27. júní 2016 12:26 Úttekt Guardian: Þetta eru veikleikarnir í íslenska liðinu sem England þarf að nýta sér Íslendingar halda ekki boltanum, eru veikir fyrir vinstra megin í vörninni og löng innköst aðalvopnið að sögn Michael Cox. 27. júní 2016 12:45 Enskir miðlar hita upp fyrir leikinn í kvöld: „Tuttugu ára sárindi gætu haldið áfram“ Enskir fjölmiðlar setja alla pressuna á Roy Hodgson og enska landsliðið fyrir leik Íslands og Englands í kvöld. 27. júní 2016 14:30 Mest lesið Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Fótbolti Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti Fleiri fréttir Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Sjá meira
Daniel Taylor, yfirmaður fótboltaskrifa á enska blaðinu The Guardian, segir að enska liðið þurfi að passa sig á því íslenska í kvöld þegar liðin mætast í 16 liða úrslitum EM 2016 í Nice. Enska liðið er mun sigurstranglegra en það hefur ekki alltaf hentað Englendingum að fara undir svona mikilli pressu inn í leiki. Taylor er mjög hrifinn af íslenska liðinu og sögu þess. „Þetta er búin að vera ein besta saga mótsins. Það var nú nógu flott saga bara að komast á EM og vera minnsta þjóðin sem afrekar það,“ segir Taylor í viðtali við Vísi en hann er einn allra fremsti fótboltablaðamaður Englands og hefur rakað inn verðlaunum fyrir skrif sín á undanförnum árum. „Ég man eftir þeim tímum þegar Ísland var eitt liðanna sem stóru liðin mættu til að auka sjálfstraustið og vinna auðveldlega. Ísland var í 133. sæti heimslistans fyrir fjórum árum þannig þetta er búið að vera mögnuð saga.“ Hann segir að England eigi að vinna leikinn í kvöld en þetta sé alls ekki þægilegur leikur fyrir leikmenn liðsins. „Stærsti óttinn fyrir England er óttinn sjálfur. Ef England spilar eins og það getur best á það að vinna. Það er mikil pressa á Englandi samt og liðið ræður illa við hana,“ segir Taylor. „Ég hef heyrt suma segja að England eigi að vinna þrjú eða fjögur núll en Ísland er ekki lið sem tapar með þannig tölum,“ segir Daniel Taylor. Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Ármann Smári: Ekki gleyma því að Ísland er ósigrað á EM Ármann Smári Björnsson, fyrirliði ÍA í Pepsi-deildinni, segir að pressan sé öll á Englandi fyrir leikinn gegn Íslandi í Nice í 16-liða úrslitum EM 2016 í kvöld. 27. júní 2016 14:30 Þetta er ástæðan fyrir því að allir vilja fara í vítakeppni á móti Englandi Englendingar þekkja það þjóða best að tapa í vítakeppni á stórmótum. 27. júní 2016 12:26 Úttekt Guardian: Þetta eru veikleikarnir í íslenska liðinu sem England þarf að nýta sér Íslendingar halda ekki boltanum, eru veikir fyrir vinstra megin í vörninni og löng innköst aðalvopnið að sögn Michael Cox. 27. júní 2016 12:45 Enskir miðlar hita upp fyrir leikinn í kvöld: „Tuttugu ára sárindi gætu haldið áfram“ Enskir fjölmiðlar setja alla pressuna á Roy Hodgson og enska landsliðið fyrir leik Íslands og Englands í kvöld. 27. júní 2016 14:30 Mest lesið Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Fótbolti Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti Fleiri fréttir Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Sjá meira
Ármann Smári: Ekki gleyma því að Ísland er ósigrað á EM Ármann Smári Björnsson, fyrirliði ÍA í Pepsi-deildinni, segir að pressan sé öll á Englandi fyrir leikinn gegn Íslandi í Nice í 16-liða úrslitum EM 2016 í kvöld. 27. júní 2016 14:30
Þetta er ástæðan fyrir því að allir vilja fara í vítakeppni á móti Englandi Englendingar þekkja það þjóða best að tapa í vítakeppni á stórmótum. 27. júní 2016 12:26
Úttekt Guardian: Þetta eru veikleikarnir í íslenska liðinu sem England þarf að nýta sér Íslendingar halda ekki boltanum, eru veikir fyrir vinstra megin í vörninni og löng innköst aðalvopnið að sögn Michael Cox. 27. júní 2016 12:45
Enskir miðlar hita upp fyrir leikinn í kvöld: „Tuttugu ára sárindi gætu haldið áfram“ Enskir fjölmiðlar setja alla pressuna á Roy Hodgson og enska landsliðið fyrir leik Íslands og Englands í kvöld. 27. júní 2016 14:30