Kolbeinn: Erum að spila fyrir þjóðina Tómas Þór Þórðarson skrifar 27. júní 2016 23:05 Kolbeinn fagnar markinu. vísir/getty Kolbeinn Sigþórsson sagði tilfinnungina ólýsanlega þegar hann skoraði sigurmark Íslands gegn Englandi í 16-liða úrslitum á EM í Frakklandi í kvöld. „Þetta er nátturlega draumi líkast. Ég er hrikalega ánægður með hvernig við komum til baka í þessum leik," sagði Kolbeinn við Vísi í leikslok. „Bara strax eftir að við skoruðum jöfnum við og að vera komnir yfir eftir tuttugu mínútur gegn Englendingum er stórkostlegt." „Við vorum bara betri aðilinn. Þeir áttu engin svör við varnarleiknum og við áttum sjálfir dauðafæri í þessum leik. Við hefðum getað bætt við í endann." Úr stúkunni virtist Englendingar vera búnir að gefast upp eftir rúmlega sextíu mínútur, en líkamstjáning þeirra var ekki góð. Var það upplifun strákana á vellinum líka? „Algjörlega. Þeir áttu engin svör, en í síðari hálfleik voru þeir bara búnir að tapa þessu. Það er fáránlegt að vera komnir í átta liða úrslitin og hvernig við erum að gera það er stórkostlegt." „Stuðningurinn sem við höfum fengið frá allri þjóðinni er frábær og það er nátturlega bara að gefa okkur heilmikið. Við erum að spila fyrir þjóðina með hjartanu og ég held að þjóðin sjái það." „Hún er með okkur í þessu og það er frábært að geta glatt fólkið heima með þessum sigrum. Nú er bara að fara til París og vinna Frakkana." Kolbeinn valdi heldur betur réttan tímapunkt til að skora fyrsta mark sitt í mótinu, en einnig var þetta fyrsta skot hans á markið í mótinu og það fór inn. „Heldur betur. Þetta var frábært fyrir mig að skora þarna, en ég hélt að hann myndi verja þetta. Hann var aðeins seinn niður og mómentið þegar hann var inni var ólýsanlegt." Íslenska liðið eyddi stundarfjórðung með íslenska liðinu eftir leikinn, en Kolbeinn segir að samstaðan milli stuðningsmanna og liðsins sé æðisleg. „Í stúkunni eru vinir og fjölskylda og að geta upplifað þetta með fólkinu er æðislegt. Þetta verður bara gaman á sunnudaginn. Við förum inn í leikinn á sunnuadginn til að vinna hann," sagði Kolbeinn að lokum. EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Umfjöllun: England - Ísland 1-2 | Strákarnir sendu Englendinga heim Kolbeinn Sigþórsson skoraði sigurmarkið fyrir íslenska liðið eftir að það lenti 1-0 undir. 27. júní 2016 22:45 Mest lesið Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Íslenski boltinn Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Messi slær enn eitt metið Fótbolti Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Íslenski boltinn Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Í beinni: England - Wales | Nágrannaslagur í lokaleiknum Í beinni: Frakkland - Holland | Frakkar vilja fara með fullt hús áfram Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Sjá meira
Kolbeinn Sigþórsson sagði tilfinnungina ólýsanlega þegar hann skoraði sigurmark Íslands gegn Englandi í 16-liða úrslitum á EM í Frakklandi í kvöld. „Þetta er nátturlega draumi líkast. Ég er hrikalega ánægður með hvernig við komum til baka í þessum leik," sagði Kolbeinn við Vísi í leikslok. „Bara strax eftir að við skoruðum jöfnum við og að vera komnir yfir eftir tuttugu mínútur gegn Englendingum er stórkostlegt." „Við vorum bara betri aðilinn. Þeir áttu engin svör við varnarleiknum og við áttum sjálfir dauðafæri í þessum leik. Við hefðum getað bætt við í endann." Úr stúkunni virtist Englendingar vera búnir að gefast upp eftir rúmlega sextíu mínútur, en líkamstjáning þeirra var ekki góð. Var það upplifun strákana á vellinum líka? „Algjörlega. Þeir áttu engin svör, en í síðari hálfleik voru þeir bara búnir að tapa þessu. Það er fáránlegt að vera komnir í átta liða úrslitin og hvernig við erum að gera það er stórkostlegt." „Stuðningurinn sem við höfum fengið frá allri þjóðinni er frábær og það er nátturlega bara að gefa okkur heilmikið. Við erum að spila fyrir þjóðina með hjartanu og ég held að þjóðin sjái það." „Hún er með okkur í þessu og það er frábært að geta glatt fólkið heima með þessum sigrum. Nú er bara að fara til París og vinna Frakkana." Kolbeinn valdi heldur betur réttan tímapunkt til að skora fyrsta mark sitt í mótinu, en einnig var þetta fyrsta skot hans á markið í mótinu og það fór inn. „Heldur betur. Þetta var frábært fyrir mig að skora þarna, en ég hélt að hann myndi verja þetta. Hann var aðeins seinn niður og mómentið þegar hann var inni var ólýsanlegt." Íslenska liðið eyddi stundarfjórðung með íslenska liðinu eftir leikinn, en Kolbeinn segir að samstaðan milli stuðningsmanna og liðsins sé æðisleg. „Í stúkunni eru vinir og fjölskylda og að geta upplifað þetta með fólkinu er æðislegt. Þetta verður bara gaman á sunnudaginn. Við förum inn í leikinn á sunnuadginn til að vinna hann," sagði Kolbeinn að lokum.
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Umfjöllun: England - Ísland 1-2 | Strákarnir sendu Englendinga heim Kolbeinn Sigþórsson skoraði sigurmarkið fyrir íslenska liðið eftir að það lenti 1-0 undir. 27. júní 2016 22:45 Mest lesið Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Íslenski boltinn Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Messi slær enn eitt metið Fótbolti Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Íslenski boltinn Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Í beinni: England - Wales | Nágrannaslagur í lokaleiknum Í beinni: Frakkland - Holland | Frakkar vilja fara með fullt hús áfram Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Sjá meira
Umfjöllun: England - Ísland 1-2 | Strákarnir sendu Englendinga heim Kolbeinn Sigþórsson skoraði sigurmarkið fyrir íslenska liðið eftir að það lenti 1-0 undir. 27. júní 2016 22:45