Blaðamaður brjálaður útí flugfélögin íslensku Jakob Bjarnar skrifar 28. júní 2016 11:04 Atli Már vandar flugfélögunum íslensku ekki kveðjurnar og segir þau vera eitt stórt dollaramerki og standi ekki með þjóð sinni á ögurstundu. „Flug til Parísar á 150-250 þúsund? Ég veit alveg þetta með framboð og eftirspurn en common. Við fáum þvílíkan meðbyr úti um allan heim en lendum í mótvind þegar það kemur að WOW og Icelandair. Ég myndi ekki fyrir mitt litla líf versla við þessi flugfélög nema ég væri einfaldlega tilneyddur,“ skrifar Atli Már Gylfason blaðamaður.Stoltur styrktaraðili Atli Már er einn þeirra þúsunda manna sem fylgist grannt með gangi mála og gengi Íslands á EM. Þó hann sé ánægður með það, í sjálfu sér, er hann hreint ekki ánægður með það sem snýr að því að komast til Frakklands. Hann skrifar harðorðan pistil á Facebooksíðu sína þar sem hann vandar íslensku flugfélögunum ekki kveðjurnar. Atli Már er staddur úti en segist hafa fundið sér aðrar leiðir þangað en með íslensku flugfélögunum. „Eitt segist „flugfélag fólksins“ en hitt „stoltur“ styrktaraðili íslenska landsliðsins – þessi slagorð eru jafn innihaldslaus og yfirlýsingar Ronaldo eftir leikinn við Portúgal. Það getur vel verið að þessi flugfélög bjóði upp á ódýr fargjöld af og til en þegar það reynir á þá eru þau ekkert nema eitt stórt dollaramerki.“Vilja græða á góðu gengi liðsins Atli Már hvetur vini sína á Facebook til að finna aðrar leiðir, fjölmörg flugfélög fljúgi frá Keflavíkurflugvelli í allar áttir, og þau flugfélög séu ekki að reyna að mokgræða á Íslendingum. „Íslendingarnir hérna úti tala fallega um allt og alla nema íslensku flugfélögin – þá hef ég bent fjölmörgum útlendingum á það hér í Frakklandi, sem spennt eru fyrir landi og þjóð, að hægt sé að fljúga til fyrirheitna landsins með öðrum leiðum en að nýta sér þjónustu WOW og Icelandair.“Einn vina Atla Más á Facebook birti þessa mynd á athugasemdakerfi hans.Færsla Atla Más hefur vakið mikla athygli og eru margir til að lýsa sig sammála orðum blaðamannsins knáa og afdráttarlausa. Einn þeirra sem leggur orð í belg er Jón Gunnar Benjamínsson sem birtir meðfylgjandi mynd og skrifar: „Svona leit farið heim frá Nice út með Wow Air með handfarangursheimild. Normal verð: 14.000. Taktu eftir því að þarna er u.þ.b. helmingur sætanna laus.“ Vísir er nú að leita svara hjá flugfélögunum um þróun á flugmiðaverði, en víst er mörgum er brugðið vegna hækkana á flugfargöldum; alltaf þá er fyrir liggur að nýr leikur sé í uppsiglingu. EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Innlent Fleiri fréttir Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Sjá meira
„Flug til Parísar á 150-250 þúsund? Ég veit alveg þetta með framboð og eftirspurn en common. Við fáum þvílíkan meðbyr úti um allan heim en lendum í mótvind þegar það kemur að WOW og Icelandair. Ég myndi ekki fyrir mitt litla líf versla við þessi flugfélög nema ég væri einfaldlega tilneyddur,“ skrifar Atli Már Gylfason blaðamaður.Stoltur styrktaraðili Atli Már er einn þeirra þúsunda manna sem fylgist grannt með gangi mála og gengi Íslands á EM. Þó hann sé ánægður með það, í sjálfu sér, er hann hreint ekki ánægður með það sem snýr að því að komast til Frakklands. Hann skrifar harðorðan pistil á Facebooksíðu sína þar sem hann vandar íslensku flugfélögunum ekki kveðjurnar. Atli Már er staddur úti en segist hafa fundið sér aðrar leiðir þangað en með íslensku flugfélögunum. „Eitt segist „flugfélag fólksins“ en hitt „stoltur“ styrktaraðili íslenska landsliðsins – þessi slagorð eru jafn innihaldslaus og yfirlýsingar Ronaldo eftir leikinn við Portúgal. Það getur vel verið að þessi flugfélög bjóði upp á ódýr fargjöld af og til en þegar það reynir á þá eru þau ekkert nema eitt stórt dollaramerki.“Vilja græða á góðu gengi liðsins Atli Már hvetur vini sína á Facebook til að finna aðrar leiðir, fjölmörg flugfélög fljúgi frá Keflavíkurflugvelli í allar áttir, og þau flugfélög séu ekki að reyna að mokgræða á Íslendingum. „Íslendingarnir hérna úti tala fallega um allt og alla nema íslensku flugfélögin – þá hef ég bent fjölmörgum útlendingum á það hér í Frakklandi, sem spennt eru fyrir landi og þjóð, að hægt sé að fljúga til fyrirheitna landsins með öðrum leiðum en að nýta sér þjónustu WOW og Icelandair.“Einn vina Atla Más á Facebook birti þessa mynd á athugasemdakerfi hans.Færsla Atla Más hefur vakið mikla athygli og eru margir til að lýsa sig sammála orðum blaðamannsins knáa og afdráttarlausa. Einn þeirra sem leggur orð í belg er Jón Gunnar Benjamínsson sem birtir meðfylgjandi mynd og skrifar: „Svona leit farið heim frá Nice út með Wow Air með handfarangursheimild. Normal verð: 14.000. Taktu eftir því að þarna er u.þ.b. helmingur sætanna laus.“ Vísir er nú að leita svara hjá flugfélögunum um þróun á flugmiðaverði, en víst er mörgum er brugðið vegna hækkana á flugfargöldum; alltaf þá er fyrir liggur að nýr leikur sé í uppsiglingu.
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Innlent Fleiri fréttir Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Sjá meira