Lífið

Sjáðu flutning Grimmie á Wrecking Ball sem sló í gegn hjá dómurum The Voice

Bjarki Ármannsson skrifar
Úr fyrstu áheyrnarprufu Grimmie í The Voice.
Úr fyrstu áheyrnarprufu Grimmie í The Voice.
Morðið á bandarísku söngkonunni Christina Grimmie hefur vakið óhug og sorg meðal aðdáenda hennar. Grimmie var skotin til bana eftir tónleika í borginni Orlando í Flórída í gær, 22 ára gömul.

Grimmie hafði öðlast nokkra frægð eftir að hún lenti í þriðja sæti í hinum geysivinsælu hæfileikaþáttum The Voice árið 2014, en hún byrjaði feril sinn með því að flytja fræg popplög á Youtube.

Bandarískir miðlar rifja margir upp í dag fyrstu áheyrnarprufu Grimmie í The Voice. Þar negldi hún smellinn Wrecking Ball með Miley Cyrus og vakti mikla hrifningu dómaranna fjögurra, sem og áhorfenda.

Myndskeið af flutningnum má sjá hér að neðan.


Tengdar fréttir

Söngkona skotin til bana á tónleikum

Bróðir söngkonunnar reyndi að yfirbuga árásarmanninn en áður en tókst að afvopna hann náði hann að skjóta sjálfan sig til bana.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×