EM dagbók: Fagmennskan lekur af Lars Lagerbäck Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. júní 2016 08:00 Lars Lagerbäck brosti þegar hann hlustaði á Alfreð og Birki fara yfir málin á blaðamannafundinum í gær. Vísir/Vilhelm Portúgalskir, danskir og sænskir blaðamenn voru mættir auk íslensku pressunnar á blaðamannafund með Lars Lagerbåck, Alfreð Finnbogasyni og Birki Bjarnasyni á Novotel hótelinu í Annecy í gær. Augu heimspressunnar eru á íslenska liðinu sem margir hafa spáð að geti komið liða mest á óvart þótt fleiri lið séu reyndar tilkölluð. Andrúmsloftið var létt á fundinum en markmið blaðamannanna voru skýr. Portúgalarnir vildu fá einhver safarík ummæli frá Lars um Pepe og Ronaldo sem Lars gagnrýndi fyrir leikaraskap eftir úrslitaleikinn í Meistaradeild Evrópu á dögunum. Og Lars svaraði kalli Portúgalana og gaf þeim, og reyndar öllum svarið: Pepe gæti fengið starf í Hollywood. Hefðbundnari spurning, spurning sem Heimir, Lars og allir leikmenn landsliðsins, og reyndar við í pressunni erum oft spurðir að, kom frá blaðamanni BT. „Hvernig má það vera að svo fámenn þjóð eins og Ísland sé komin á EM, hver er lykillinn?“ Þetta var spurningin sem íslenska pressan óttaðist að blaðamannafundurinn myndi hreinilega snúast um enda hafa erlendir miðlar verið uppfullir af íslenska ævintýrinu undanfarnar vikur. Auðvitað er ekkert eitt svar við þessari spurningu, svarið er margþætt en má taka saman. „Menntaðir þjálfarar, bætt aðstaða, íslenskt hugarfar, koma Lars Lagerbäck og gullkynslóð íslenskra leikmanna.“Fjölmennt var á blaðamannafundinum í gær.Vísir/VilhelmSá stærsti? Já Leikurinn gegn Portúgal í Saint-Étienna á morgun er sá stærsti í sögu karlalandsliðsins. Undanfarin ár hefur liðið þó reglulega verið að spila sinn stærsta leik til þessa. Erfiðir útileikir gegn Frökkum og Þjóðverjum í lokaleikjum undankeppna þar sem við eygðum von um sæti í lokamóti voru stórir. Í tíð Heimis og Lars varð útileikurinn gegn Noregi á Ullevaal í undankeppninni fyrir HM 2014 sá stærsti, þegar Ísland tryggði sig í umspil. Við tók fyrri leikurinn gegn Króatíu í umspili, sá stærsti, og eftir jafntefli heima varð síðari leikurinn auðvitað að þeim stærsta. Nú er komið að fyrsta leik á stórmóti, sá stærsti? Já. Lars játaði mistök á fundi með blaðamönnum í gær. Undirbúningurinn fyrir seinni leikinn gegn Króötum í Zagreb hefði ekki verið nógu góður. Þeir hefðu ekki haldið sig við venjulegt plan þar sem endurtekning á atriðum væri lykilatriði. Andlegi þátturinn hefði að einhverju leyti gleymst. Vonandi hafa strákarnir lært af þessu en hafa verður í hug að það er ekki hægt að kenna leikmönnum að standa sig á stóra sviðinu, sviði sem fæstir hafa komið inn á.Frá fundinum þar sem tilkynnt var að Lars Lagerbäck væri nýr landsliðsþjálfari karla.Vísir/VilhemlGóð störf eiga að vera vel launuðLandsliðið og floti fjölmiðlamanna halda til Saint-Étienne í dag þar sem fram fer annar blaðamannafundur með þjálfara og leikmanni. Fundurinn verður væntanlega fjölmennur en eitt er víst að okkar menn munu halda kúlinu, sem þeir gera alltaf á blaðamannafundum. Það er nefnilega alveg sama hvort Heimir eða Lars eða hvaða leikmaður sem er mætir á fundina. Leikmenn svara heiðarlega og yfirleitt er stutt í brosið. Lars nær góðri tengingu við leikmennina sem bera greinilega mikla virðingu fyrir Svíanum allir sem einn. Sænski þjálfarinn hefur gjörbreytt andrúmsloftinu hjá karlalandsliðinu undanfarin fjögur ár og hans koma var lykilþáttur. Enginn mótmælir því. Hvort virðingin sé óttablandin eða ekki skiptir ekki máli. Það eru atvinnumenn í landsliðinu og því stýrir fagmaður. Hann er á hærri launum en forverar hans, nokkrar milljónir króna á mánuði sem eru líklega tölur án fordæma í íslenskri íþróttahreyfingu, en enginn getur sett út á hans störf - hvort sem er innan eða utan vallar. Hvort honum takist að undirbúa okkar menn betur andlega fyrir stóru stundina en í Zagreb verður að koma í ljós. En miðað við gang mála hingað til er engin ástæða til að reikna með öðru.Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365). EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Sport Fleiri fréttir Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Sjá meira
Portúgalskir, danskir og sænskir blaðamenn voru mættir auk íslensku pressunnar á blaðamannafund með Lars Lagerbåck, Alfreð Finnbogasyni og Birki Bjarnasyni á Novotel hótelinu í Annecy í gær. Augu heimspressunnar eru á íslenska liðinu sem margir hafa spáð að geti komið liða mest á óvart þótt fleiri lið séu reyndar tilkölluð. Andrúmsloftið var létt á fundinum en markmið blaðamannanna voru skýr. Portúgalarnir vildu fá einhver safarík ummæli frá Lars um Pepe og Ronaldo sem Lars gagnrýndi fyrir leikaraskap eftir úrslitaleikinn í Meistaradeild Evrópu á dögunum. Og Lars svaraði kalli Portúgalana og gaf þeim, og reyndar öllum svarið: Pepe gæti fengið starf í Hollywood. Hefðbundnari spurning, spurning sem Heimir, Lars og allir leikmenn landsliðsins, og reyndar við í pressunni erum oft spurðir að, kom frá blaðamanni BT. „Hvernig má það vera að svo fámenn þjóð eins og Ísland sé komin á EM, hver er lykillinn?“ Þetta var spurningin sem íslenska pressan óttaðist að blaðamannafundurinn myndi hreinilega snúast um enda hafa erlendir miðlar verið uppfullir af íslenska ævintýrinu undanfarnar vikur. Auðvitað er ekkert eitt svar við þessari spurningu, svarið er margþætt en má taka saman. „Menntaðir þjálfarar, bætt aðstaða, íslenskt hugarfar, koma Lars Lagerbäck og gullkynslóð íslenskra leikmanna.“Fjölmennt var á blaðamannafundinum í gær.Vísir/VilhelmSá stærsti? Já Leikurinn gegn Portúgal í Saint-Étienna á morgun er sá stærsti í sögu karlalandsliðsins. Undanfarin ár hefur liðið þó reglulega verið að spila sinn stærsta leik til þessa. Erfiðir útileikir gegn Frökkum og Þjóðverjum í lokaleikjum undankeppna þar sem við eygðum von um sæti í lokamóti voru stórir. Í tíð Heimis og Lars varð útileikurinn gegn Noregi á Ullevaal í undankeppninni fyrir HM 2014 sá stærsti, þegar Ísland tryggði sig í umspil. Við tók fyrri leikurinn gegn Króatíu í umspili, sá stærsti, og eftir jafntefli heima varð síðari leikurinn auðvitað að þeim stærsta. Nú er komið að fyrsta leik á stórmóti, sá stærsti? Já. Lars játaði mistök á fundi með blaðamönnum í gær. Undirbúningurinn fyrir seinni leikinn gegn Króötum í Zagreb hefði ekki verið nógu góður. Þeir hefðu ekki haldið sig við venjulegt plan þar sem endurtekning á atriðum væri lykilatriði. Andlegi þátturinn hefði að einhverju leyti gleymst. Vonandi hafa strákarnir lært af þessu en hafa verður í hug að það er ekki hægt að kenna leikmönnum að standa sig á stóra sviðinu, sviði sem fæstir hafa komið inn á.Frá fundinum þar sem tilkynnt var að Lars Lagerbäck væri nýr landsliðsþjálfari karla.Vísir/VilhemlGóð störf eiga að vera vel launuðLandsliðið og floti fjölmiðlamanna halda til Saint-Étienne í dag þar sem fram fer annar blaðamannafundur með þjálfara og leikmanni. Fundurinn verður væntanlega fjölmennur en eitt er víst að okkar menn munu halda kúlinu, sem þeir gera alltaf á blaðamannafundum. Það er nefnilega alveg sama hvort Heimir eða Lars eða hvaða leikmaður sem er mætir á fundina. Leikmenn svara heiðarlega og yfirleitt er stutt í brosið. Lars nær góðri tengingu við leikmennina sem bera greinilega mikla virðingu fyrir Svíanum allir sem einn. Sænski þjálfarinn hefur gjörbreytt andrúmsloftinu hjá karlalandsliðinu undanfarin fjögur ár og hans koma var lykilþáttur. Enginn mótmælir því. Hvort virðingin sé óttablandin eða ekki skiptir ekki máli. Það eru atvinnumenn í landsliðinu og því stýrir fagmaður. Hann er á hærri launum en forverar hans, nokkrar milljónir króna á mánuði sem eru líklega tölur án fordæma í íslenskri íþróttahreyfingu, en enginn getur sett út á hans störf - hvort sem er innan eða utan vallar. Hvort honum takist að undirbúa okkar menn betur andlega fyrir stóru stundina en í Zagreb verður að koma í ljós. En miðað við gang mála hingað til er engin ástæða til að reikna með öðru.Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Sport Fleiri fréttir Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Sjá meira